Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 40
Fólk| tíska Fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku og hvernig hefur sá áhugi þróast? Það varð ákveðinn vendi- punktur í lífi mínu þegar stóri bróðir minn eignað- ist Skechers-skó. Þá var ég átta ára og um leið fór ég að spá meira í fötum. Ég fór svo að spá meira í mínum eigin stíl fyrir svona sex árum þegar ég byrj- aði að hlusta mikið á rapptónlist. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Hann er fyrst og fremst mjög persónulegur. Hvernig klæðir þú þig hversdags? Ég reyni alltaf að vera í einhverju þægilegu, einhverju flottu og jafn- vel einhverju smáskrítnu með. En fyrst og fremst klæði ég mig eftir veðri. ef þú þarft að bregða þér í betri fötin, hvernig klæðist þú þá? Þá dreg ég úr víðu fötunum og reyni að hafa litina einfalda, til dæmis eitthvað aðsniðið og svart. Áttu þér uppáhaldsverslanir hér heima og erlendis? Hérna heima versla ég mest í Rauðakrossbúðinni og Sports Direct. Annars held ég mest upp á JÖR og Húrra Reykjavík. Erlendis held ég mest upp á Dover Street Market í London, og Overkill og Firma- ment í Berlín. Hverjir eru uppáhaldshönnuðir þínir, innlendir og er- lendir? JÖR fjölskyldan ræður ríkjum hérna heima. Erlendir hönnuðir sem ég held mikið upp á eru t.d. Tinker Hatfield, Nigo, Gosha Rubchinskiy og Sk8thing. eyðir þú miklum peningum í föt miðað við jafnaldra þína? Já, ég geri það. Ég á a.m.k. mjög erfitt með að sleppa því að kaupa eitthvað sem mér líst vel á. Áttu þér uppáhaldsflík? Uppáhaldsflíkin mín þessa stundina eru Air Max 95 OG skórnir mínir. getur þú nefnt dæmi um bestu kaup þín og um leið þau verstu? Verstu kaupin mín eru ábyggilega Alexand- er Wang x H&M buxur sem ég keypti í fyrra. Þær voru of litlar en ég keypti þær í einhverri bullandi afneitun. Bestu kaupin mín eru neon Dunlop-úlpan sem ég keypti í Sports Direct fyrir nokkrum vikum. er eitthvað sérstakt sem þú stefnir á að kaupa í vetur í fataskápinn? Neonbuff og flíspeysa. Hvernig verða fatajólin hjá þér? Ég ætla að vera í öllu hvítu, öll jólin. notar þú einhverja fylgihluti? Ég er alltaf með keðju um hálsinn og demant í eyranu. Svo ber ég úr þegar ég vil vita hvað tímanum líður. nýtt og gamalt í bland „Barbour-peysan var keypt í Rauðakrossbúðinni en Supreme x Championship buxurnar og Nike Air Max 95 skórnir voru keyptir í Englandi.” Afmælis afsláttur Verslunin er 3ja ára og af því tilefni veitum við 20% afslátt af allri vöru í 3 daga: fimmtudag, föstudag og laugardag (10 – 12. desember). Einnig verðum við með glæsilegt tilboð á peysum, buxum og ýmsu öðru. Og við ætlum að gefa þrjú 15.000 kr. gjafabréf. Hlökkum til að sjá ykkur og lands­ byggðar dömur munið, við póstsendum. Nýtt kortatímabil hefst fimmtudag 10. desember. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Skoðið myndir á facebook af tilboðsvöru. Opið virku dagana kl. 11 – 18 og laugardag kl. 11 – 16 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Vertu þú sjálf, vertu belladonna svalur „Dunlop-úlpan er úr Sports Direct, hettupeysan úr Uniqlo og leðurhanskarnir úr Geysi. HBA-bolinn pantaði ég frá Banda- ríkjunum og mótorkrossbuxurnar eru úr Suzuki búðinni. Nike Air Foamposite skóna sendi vinur minn mér frá kaliforníu.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.