Fréttablaðið - 10.12.2015, Síða 28

Fréttablaðið - 10.12.2015, Síða 28
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarp-ið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisút- varpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræði- legar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrend- um fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið. Ekki lama RÚV Björg Eva Erlendsdóttir Friðrik Rafnsson Mörður Árnason stjórnarmenn í RÚV Full af frábærum uppskriftum! Berglind Sigmars - Heilsuréttir ölskyldunnar og GOTT, veitingastaður HOLLAR OG HEILLANDI bokafelagid.is „Orðaður“ við framboð Ólafur Ragnar Grímsson, eða orðunefnd í hans umboði, hefur ákveðið að svipta Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórn- anda Kaupþings, Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu vegna aðildar hans að stórfelldu fjármálamisferli í aðdraganda bankahrunsins. Er þetta í fyrsta skipti sem einhver er sviptur þeim rétti að bera orðuna. Margir segja gjörðir forsetans aldrei háðar tilviljunum og hver einasta hreyfing sé reiknuð í þaula, líkt og stórmeistari hugsi fjölda leikja fram í tímann. Vilja einhverjir meina að nú sé virki- lega hægt að „orða“ forsetann við framboð næsta sumar. Samkvæmisleikur á þingi Desembermánuður er mánuður karps á þingi um forgangsröðun fjármagns ríkisins. Það er þá sem stjórn og stjórnarandstaða bítast hvað harðast um hvar fé ríkisins sé best borgið. Hefst þá umræða sem allir vita hvernig þróast. Sitt sýnist hverjum um þennan samkvæmisleik sem er jafn fastur gestur á aðventunni og Kryddsíldin á gamlársdag. Einhvern veginn held ég nú að flestir séu farnir að loka eyrum sínum gagnvart þessu og biðja heldur um upplýsta og yfir- vegaða umræðu um fjárlög hvers árs. Leikur að prósentum og súluritum getur orðið hvim- leiður til lengdar. sveinn@frettabladid.is Endurskoðun löggjafar um fóstureyðingar er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu. Ákvæði laganna hafa staðið óbreytt í 40 ár. Þar er kveðið á um að fóstureyðing sé heimil undir ákveðnum kringumstæðum, þar á meðal þegar ætla má að tilkoma barns verði konunni of erfið vegna félagslegra aðstæðna. Einnig ef læknisfræðilegar ástæður eru fyrir hendi, ætla megi að heilsu konu sé hætta búin eða ef hætta er á að barnið fæðist vanskapað. Þá er heimilt að eyða fóstri ef konu hefur verið nauðgað. Fréttablaðið greindi frá þessari endurskoðun á þriðjudag en heilbrigðisráðherra segir lögin barn síns tíma og fulla þörf á endurskoðun. Nýlega birtist grein í Læknablaðinu þar sem gagnrýnt var að konur væru enn í þeirri formlegu stöðu að tveir aðilar þyrftu að samþykkja beiðni þeirra um þungunar- rof, tveir læknar eða læknir og félagsfræðingur. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt lengi og hafa þær raddir orðið háværari með árunum. Þær Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir gáfu á árinu út bókina Rof – frásagnir kvenna af fóstureyðingum, þar sem birtast sögur 76 kvenna sem deildu reynslu sinni af fóstureyðingum. Í kynningu bókarinnar segir að fjörutíu árum eftir setningu laganna séu fóstureyðingar enn eitthvað sem vinkonur hvíslast á um í stað þess að rætt sé opinskátt um þessa reynslu sem um þriðjungur íslenskra kvenna á sameiginlega. Í þættinum Ísland í dag á þriðjudag sagði María Lilja Þrastardóttir frá reynslu sinni af fóstureyðingu. Hún sagðist hafa upplifað niðurlægingu við það að þurfa þetta samþykki og spurningar sem lagðar voru fyrir hana voru óþægilegar og óviðeigandi. Í grein Lækna- blaðsins segir að þörf sé á endurmati laganna til að þau sjónarmið ráði för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. Heilbrigðisráðherra segir megináhersluna við endurskoðunina þá að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin málum. „Í mínum huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og fær um að taka og hún á að hafa ákvörðunarvaldið í þessu efni,“ segir Kristján Þór. Þessi endurskoðun löggjafarinnar er nauðsynleg. Nú til dags eru fóstureyðingar kallaðar þungunarrof. Hugtakanotkuninni var breytt vegna þess hversu gildis- hlaðið orðið fóstureyðing er en þungunarrof lýsir því mun betur nákvæmlega um hvað ræðir. Ákvörðun um að gangast undir þungunarrof er ávallt konunnar. Þó hún sé í mörgum tilfellum tekin í samráði við maka eða annan aðstandanda er það konan ein sem stendur fyrir ákvörðuninni. Þó alls ekki megi gera lítið úr ákvörðuninni um að binda enda á þungun, enda getur það reynst sumum konum erfitt, þá má heldur ekki gera of mikið úr henni. Það er engin skömm að hafa gengist undir þungunarrof. Það sem er til skammar er að konum, sem hafa upplifað slíkt, finnst þær ekki geta rætt um reynslu sína. Konum verður að treysta fyrir sínum eigin líkama. Endurskoðun laganna er fagnaðarefni. Konur eiga sig sjálfar Það er engin skömm að hafa gengist undir þung- unarrof. Það sem er til skammar er að konum, sem hafa upplifað slíkt, finnst þær ekki geta rætt um reynslu sína. 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.