Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 72
Páll Valsson, rithöfundur og ritstjóri, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000 fyrir ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Árið 2009 hlaut Páll mikið lof fyrir bók sína Vig- dís – kona verður forseti og að auki liggur eftir Pál fjöldi þýðinga og rit- stjórn fjölda fræðirita og skáldverka. En nú fyrir jólin kveður við léttan og skemmtilegan tón í verkum Páls sem hefur sett saman sögu Egils Ólafssonar, tónlistarmanns og leikara, sem nánast hvert íslenskt mannsbarn þekkir. Bókin kallast Egils sögur – á meðan ég man og þar fara þeir félagar yfir ævi og starf Egils í léttu máli og myndum. Páll segir að hann hafi langað til þess að gera öðruvísi bók en hann hafi verið að fást við á síðustu árum. „Einhverja bók sem gæti verið ekki bara persónusaga heldur líka tíðar- andasaga. Mig langaði líka til þess að kafa ofan í tónlistarsenuna á áttunda áratugnum sem var geysilega frjó og merkileg. Þegar maður fer að stúdera það þá verða fyrir manni hljómsveitir eins og Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkurinn og þær eiga allar einn samnefnara: Egil Ólafsson. Þegar bætist svo við að hann fer þarna inn í leikhúsin og er svo í annarri hverri bíómynd í íslenska kvikmyndavorinu, þá er ljóst að hann er ákveðinn lykil- maður í menningarlífi þessa tíma. En aðal atriðið er nú, sem ég hafði kynnst, að Egill er frábær sögumaður. Skipst á sögum í þrjú ár Þannig að við settumst niður og byrjuð- um að tala saman. Erum búnir að tala saman í tvö, þrjú ár og úr verður þessi bók. Pælingin er líka sú að um leið og við segjum sögu Egils þá erum við líka að segja sögu tíðarandans. Sögur Egils endurspegla svo hann sjálfan. Þannig að pælingin er að eftir lestur bókarinn- ar sitji lesandinn eftir með góða tilfinn- ingu fyrir persónunni og stemningu fyrir tímanum. Þetta er svona mósaík- mynd af persónu og tíma.“ Páll segir að þessi bók sé ekki þann- ig að kafað sé djúpt í einkalífið. „Auð- vitað er komið inn á einkalífið og tog- streituna sem myndast milli þess og bransans og það eru þarna sögur af alls kyns dóti í kringum það. En það kemur líka fram hvað mikið hefur breyst í þjóðlífinu. Egill er alinn upp við gamlan skipstjóra á heimilinu, afa hans og alnafna, sem vakti hann alltaf klukkan 5.30 á morgnana með „Ræs“. Þannig að hann var alltaf vaknaður fyrir allar aldir og mætir hálf vank- aður í skólann, þetta er tími sem er horfinn. Tónlistarsenan hefur að sama skapi breyst alveg gríðarlega frá því að hann er að byrja í bílskúrshljómsveit með hinum kornungu Glömpum, þá var einfaldlega allt annar mórall. En bókin er svo sannarlega ekki graf- skrift, heldur portrett af listamanni sem hefur fengist við margt. Og ég leyfi mér að fullyrða að þetta er skemmtileg bók. Það er stundum vanmetið. Húmorinn fleytir mönnum nefnilega oft í gegnum hremmingar. En auðvitað er líka þarna alvarlegri undirtónn og átök bæði í listalífinu og einkalífinu.“ Góður sagnamaður Páll segir að bókin sé þannig byggð upp að þeir félagar hafi orðið til skiptis. „Hann í fyrstu persónu og ég í þriðju. Ég tengi þetta svo og reyndi að finna jafnvægi í frásögnina. Þetta hefur óneitanlega verið öðru- vísi vinna en ég hef verið í en það var einmitt ástæðan fyrir því að ég fór í þetta verkefni. Þetta var í senn ákveðin hvíld og feikilega skemmtilegt. Að tala við og skiptast á sögum við Egil Ólafs- son í þrjú ár er ekki leiðinleg vinna. Ég vissi að Egill er ekki bara góður sagna- maður heldur blundaði í honum rit- höfundur sem ég leiði þarna fram á sviðið. Slíkt fer ekki alltaf saman því sumir miklir snillingar í munnlegri frásagnarlist koma svo alls ekki orð- unum á blað.“ Páll og Egill hafa á liðnum vikum farið víða að kynna bókina og Páll segir að það hafi nú verið ákaflega létt og skemmtilegt verk fyrir sig. „Ég er svona eins og rótari hjá Agli, kynni bókina og les kannski eitthvað smá- vegis en svo tekur performerinn við, les og leikur og syngur eins og enginn sé morgundagurinn. Það er rosaleg orka í honum. Við komum líka aðeins inn á þetta í bókinni, Egill hugsar vel um sig og passar upp á hljóðfærið sitt sem er röddin. Þetta er maður sem hefur verið samtals í sjö ár samfleytt á böllum, það er ansi langur tími. En eins og hann segir sjálfur þá er hann heppinn með stamínu og byggingar- lag, stendur vel á sviðinu. Og nú er hann kominn á skútu og segir að hans byggingarlag falli vel að báti. Það er margt svona skemmtilegt sem streymir frá honum.“ Ég leyfi mér að fullyrða að þetta er skemmtileg bók Páll Valsson skrifaði Egils sögur  – á meðan ég man, ásamt viðfangsefninu Agli Ólafssyni og hann segist hafa vitað að það blundaði rithöfundur í tónlistarmanninum. Þeir skiptust á sögum í þrjú ár. Páll Valsson rithöfundur og meðhöfundur Egils Ólafssonar að Egils sögum hafði ákaflega gaman af ferlinu við að vinna þessa bók. Fréttablaðið/VilhElm Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is „Ég  er með vinnustofuna mína opna, er þar með stóran sal með þverskurði af því sem ég er að gera,“ segir grafíski hönnuðurinn Gísli B. Björnsson, sem nú sýnir málverk í Skipholti 1 til 13. desember, milli klukkan 14 og 18. „Myndirnar eru svo til allar á háveginn og ég er að skoða land og liti. Sæki mest af formunum í Suður- landið, dálítið í Vesturlandið líka en svo getur verið um hvaða hól eða fjall að ræða sem er, bara úr mínum hugarheimi.“ Gísli kveðst hafa fengist við mynd- list alla ævi en ekki alvarlega fyrr en eftir að hann hætti í grafískri hönnun og kennslu. „Síðustu ár hef ég gefið mér tíma til að fást við mál- verkið,“ segir Gísli sem vinnur með olíukrít. „Það eru  fáir myndlistar- Skoðar land og liti og sækir formin mest í Suðurlandið menn að glíma við það verkfæri, skilst mér. Ég nota krítina alltaf sem skissutæki en er nú að gera myndir sem eru allt upp í 1x1,40 m að stærð.“   Vinnustofan hans Gísla B. er í gamla Myndlista- og handíðaskóla- húsinu, hann kveðst hafa tengst því húsi frá 1956, þegar hann hóf nám við skólann og þar verður hann á vaktinni frá tvö til sex fram á sunnu- dag. – gun Gísli b. björnsson hefur í auknum mæli fengist við myndlistina síðustu ár. ÞEttA Er mAður sEm hEfur VErið sAmtAls í sjö ár sAmflEytt á böllum, ÞAð Er Ansi lAngur tími. En Eins og hAnn sEgir sjálfur Þá Er hAnn hEPPinn mEð stAmínu og byggingArlAg. 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r52 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.