Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 24
Það er ekki hægt að segja að útibúin séu dauð eða þau muni hverfa alveg. Helgi Teitur Helga- son, framkvæmda- stjóri Einstak- lingssviðs Landsbankans Ingvar Haraldsson ingvar@frettabladid.is yrði styttur og starfsmönnum yrði fækkað úr þremur í einn. Helgi segir að heimsóknir í viku hverri í fámennustu byggðar­ lögum þar sem Landsbankinn rekur afgreiðslu hlaupi á nokkrum tugum. „ Kannski niður í tvo til þrjá tugi,“ segir Helgi. Í sumum bæjarfélögum hafi þjón­ ustuheimsóknir tekið við hlutverki útibúa sem helst sinni þörfum eldri viðskiptavina. Helgi telur þó enn að útibú gegni mikilvægu hlutverki. „Það er ekki hægt að segja að útibúin séu dauð eða þau muni hverfa alveg.“ Við­ skiptavinir vilji enn sækja ráðgjöf og upplýsingar í útibú þegar þeir þurfi að taka stórar ákvarðanir, til að mynda um að taka húsnæðis­ lán. Viðskipti ✿ Lokanir bankaútibúa árið 2015 Suðureyri Þingeyri Tálknafjörður Reykjavík Skagafjörður Selfoss Útibúum Landsbankans á Suðureyri og Þingeyri lokað eftir samruna við Sparisjóð Norðurlands. Útibúi Landsbank- ans lokað. Útibúum Ís- landsbanka á Lækjartorgi og Eiðistorgi lokað en nýtt útibú opnað á Granda. Útibú AFLs á Sauðárkróki sameinað útibúi Arion banka. Sjálfsafgreiðslu- vél tekur við starfsemi útibús Arion banka í Varmahlíð. Útibú Sparisjóðs Vestmannaeyja sameinað útibúi Landsbankans. ↣ Að óbreyttu mun bankaútibúum hér á landi fækka um 8 á þessu ári. Þá verða útibúin 87 en þau voru 152 árið 2008 og hefur því fækkað um 43 prósent. Á sama tíma hefur heimsóknum í heimabanka fjölgað hratt. Landsbankinn bendir á að yfir 80 prósent bankaviðskipta séu orðin rafræn og hlutfallið fari hækkandi. Heimsóknir í netbanka Lands­ bankans hafa verið 11 sinnum fleiri en heimsóknir í útibú árið 2012 en á síðasta ári voru heimsóknirnar orðnar 20 sinnum fleiri. Heimsóknum til gjaldkera hefur aftur á móti fækkað um fjórðung milli áranna 2012 og 2014. „Þetta vinnur saman, færri heimsóknir í útibú og fleiri heimsóknir í net­ banka,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklings­ sviðs Landsbankans. Hann bendir á að þróunin eigi sér stað þrátt fyrir mikla fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi. Opnunartími margra útibúa hefur einnig verið styttur og starfs­ mönnum fækkað. Landsbankinn tilkynnti í nóvember að útibú bank­ ans á Seyðisfirði yrði fært í húsa­ kynni sýslumannsins, opnunartími Fækkun útibúa heldur áfram um land allt Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjón­ varpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur“ og „stafrænn mánu­ dagur“ í kringum þakkargjörðarhá­ tíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 millj­ arða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarps­ auglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaður­ inn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósenta vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Því er spáð að vöxtur á sjónvarpsauglýs­ ingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur Bretar eyða fúlg um fjár í auglýsingar fyrir jólin Búist er við metári í jólaauglýsingum í Bretlandi. Áframhaldandi vexti er spáð. Mikil eftirspurn verður á auglýsingamarkaði í Bandaríkjunum á næsta ári vegna forsetakosninga. Bankaútibúum mun fækka um 8 á þessu ári og um 43 prósent frá 2008. Heimsóknum til gjaldkera Lands- bankans hefur fækkað um fjórðung á þremur árum. Allt niður í 20 heimsækja minnstu útibúin á viku. Volkswagen segir útblásturs­ hneyksli sitt ná til mun færri bíla en fyrirtækið hafði áður talið. Þýski bílaframleiðandinn segist nú telja að kolefnisútblástur og eldsneyt­ iseyðsla aðeins 36 þúsund Volks­ wagen­bíla hafi verið ranglega gefin upp en ekki 800 þúsund bíla líkt og fyrirtækið gaf út í síðasta mánuði. Volkswagen hafði lagt til hliðar 2 milljarða evra, jafnvirði um 280 milljarða íslenskra króna, til að mæta kostnaði vegna málsins. Fyrrgreindar bifreiðar tengjast þó ekki 11 milljónum bifreiða sem Volkswagen hafði þegar viðurkennt að í væri hugbúnaður sem tryggði að útblástur væri minni við prófanir en hefðbundinn akstur. Upp komst um svindlið í september og hefur það haft mikil áhrif á gengi Volkswagen. Í kjölfar jákvæðari tíðinda af Volkswagen í gær hækkaði hluta­ bréfaverð í fyrirtækinu um 6 pró­ sent en það hefur eigi að síður lækkað um 30 prósent á árinu. – ih VW dregur í land með fjölda svindlbíla Bílageymslur Volkswagen í Þýskalandi. fRéTTaBlaðið/geTTy Beint í mark: Með tilkomu svæðisins Dining er Ambiente fremsti alþjóðlegi sýningarvettvangurinn fyrir vörur innan borðbúnaðs, eldhúss- og heimilishalds, og mikilvægur vettvangur fyrir Horeca sviðið. Njóttu fjölda viðburða og myndaðu tengsl við áhugaverða einstaklinga á mikilvægustu vörusýningu neysluvara. Afhjúpaðu framtíðina og fáðu innblástur af töfrandi vörufjölbreytni. Upplýsingar og miðar fást á ambiente.messefrankfurt.com Sími: +45 39 40 11 22 dimex@dimex.dk 12. – 16. 2. 2016 61 31 1- 01 3_ A M _D in in g_ Fr et te nb la di d_ 15 1x 20 0 • C D -R om • I S O 3 9 • C M Y K • t g: 15 .0 9. 20 15 D U : 2 0. 10 .2 01 5 Is la nd Ítalía Samstarfsland Ambiente 201 6 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r24 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.