Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 18
Til mín hefur leitað X og falið mér að gæta hagsmuna sinna vegna ærumeiðandi ummæla sem þú viðhafðir um hann á Facebook, nánar tiltekið í umræðuhópi með nafninu X en ummælin virðist þú hafa látið falla í byrjun X 2015. Í bréfinu lýsir þú því að það var ekki „einn af draumum mínum að vera læst inn í herbergi meðan drengirnir skiptust á að uppfylla sínar óskir“. Af tilvitnuðum orðum verður ekki betur séð en að þarna sért þú að lýsa frelsissviptingu og nauðgun. „Margir fengu nú leyfi frá X til að gera það sem þeir vildu. Það var nú fínt þar sem hann gerði sama hlutinn. Það fékk enginn leyfi frá mér.“ Í tilvitnuðum ummælum felst ásökum um að umbj. minn hafi nauðgað þér og stuðlað að sambærilegum brotum gegn þér. Um er að ræða ásakanir um refsi- verða háttsemi sem margra ára fangelsi liggur við samkvæmt íslenskum lögum sbr. meðal annars 1. mgr. 194 gr. laga nr. 19/1940. Ummæli hafa að geyma ærumeiðandi aðdróttun í garð um- bjóðanda míns og varða við 235. gr laga nr. 19/1940. Úr kröfubréfi til konu sem sagði frá meintum kynferðisbrotum á Facebook Dómsmál „Ef fyrir liggur að í ummælum felist ásökun um kyn- ferðisbrot og ljóst er að hverjum þau beinast þá þarf alls ekki að vera að þau flokkist sem meiðyrði,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður sem ver hagsmuni konu sem var krafin um greiðslu og hótað stefnu eftir að hún lýsti því yfir í lokuðum hóp á Facebook að hún ætlaði ekki að mæta á skemmtun hópsins vegna meintra kynferðisbrota sem áttu sér stað þegar hún var í grunnskóla. Konan fékk m.a. afsökunarbeiðni frá einhverjum af þeim drengjum sem að hennar sögn tóku þátt í meintri mis- notkun á sínum tíma en frá meintum aðalgeranda fékk hún kröfubréf. „Ekkert hefur heyrst í lögmann- inum en það er ekki sama að segja um umbjóðanda hans. Að sögn kon- unnar hefur sá aðili ítrekað krafið hana milliliðalaust um greiðslu.“ Frjálst að segja sannleikann Sigrún minnir á að í löggjöfinni sé gert ráð fyrir því að mönnum sé almennt frjálst að segja sannleikann. „Þó hann sé sár. Sýnir þú fram á það fyrir dómi að ummæli þín séu sönn þá kann það að leiða til sýknu. Það getur þú gert þó brotið hafi aldrei verið kært til lögreglu, það kært til lögreglu en fellt niður og jafnvel ef sýknað var t.d. sökum fyrningar eða sakhæfisskorts. Ástæðan er sú að sönnunarkröfurnar sem gerðar eru í einkamálum eru ekki eins strangar og í sakamálum.“ Salti stráð í sárin Sigrún segir umræðuna vekja upp spurningar um takmörkun á tján- ingarfrelsi. „Það er svo eins og að strá salti í sár brotaþola ef hann er eltur uppi með kröfur um miskabætur í hvert sinn sem hann tjáir sig opin- berlega um það ofbeldi sem hefur markað hann til lífstíðar. Margir hafa talað um að það sé nóg að banna nafngreiningar, en hvað þá með tjáningu þar sem má augljóslega lesa milli línanna um hvern ræðir? Ásökun er ekki endilega meiðyrði Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynslu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook. Úr bréfi til konu sem nafngreindi meintan geranda „Að geta tjáð sig opinberlega um eigin reynslu, skoðanir og hugðarefni er meðal þess sem er varið af tjáningarfrelsinu,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður. FréTTAblAðið/GVA Ef við viljum einnig takmarka þá tjáningu, hvar drögum við mörkin?“ Hún segir jafnframt óviðunandi þegar einstaklingar eru opinberlega sakaðir um brot sem þeir frömdu ekki. „Hér vegast á tvennir mikilvægir hagsmunir en við getum ekki dregið mörkin með þeim hætti að tjáning brotaþola sé með öllu bönnuð. Að geta tjáð sig opinberlega um eigin reynslu, skoðanir og hugðarefni er meðal þess sem er varið af tjáningar- frelsinu.“ Sigrún mælir með því að þeir sem hafa verið krafðir um miskabætur vegna ummæla á netinu leiti ráða hjá lögmanni og býður sjálf fyrstu ráð- gjöf að kostnaðarlausu. „Við mælum einnig með því að þeir sem eru að velta því fyrir sér að gera kröfu um miskabætur vegna særandi ummæla skoði vel hvort ummælin kunni að vera sönn og hvort það sé fjárhags- lega og tilfinningalega þess virði að fara af stað með málið. Því eins og staðan er í dag vitum við ekki til þess að nokkur hafi verði dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um sína eigin reynslu af kynferðisbroti. Til eru þó dæmi um að slíkar kröfur hafi verið lagðar fyrir dómstóla án árangurs.“ Sungið fyrir þá sem minna mega sín Jólin sungin inn Árlegir Fíladelfíutónleikar „fyrir þá sem minna mega sín“ voru teknir upp í gær. Tónleikarnir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þeir verða sýndir á Stöð 2 á aðfangadagskvöld. Að venju er það Óskar Einarsson sem stýrir Gospelkór Fíladelfíukirkjunnar. FréTTAblAðið/VilhelM Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 0 . D e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T A b l A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.