Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 36
Manneskjan er í alls konar litum og gerðum en stundum þurfum við aðstoð og þá getur verið gott að vita hvert hægt er að leita. Á Akureyri var lögð niður dagdeild geðdeildar þegar hrunið kom vegna sparnaðar en við vitum að vandamál hverfa ekki og fólk þarf hjálp og þess vegna var Grófin geðverndarmiðstöð stofnuð hinn 10. október 2013. Óhætt er að segja að þörfin var og er mikil þar sem daglega mæta 20 til 25 manns sem segir sitt eftir tveggja ára starf að eitthvað er að virka sem fær fólkið til að koma og takast á við sjálft sig með öðrum á jafningjagrunni. Við fengum hvatningarverðlaun frá forvarna- og fræðslusjóðnum „Þú getur“ fyrir framúrskarandi forvarnar- og fræðslustarf sem vakið hefur athygli og hjálpað mörgum að stíga skrefið í átt að bættum lífs- gæðum. Um leið var fjórum ein- staklingum úr Grófinni sem eru í háskólanámi veittir námsstyrkir sem er ómetanlegt og gefur öðrum um leið von um að margt sé hægt með góðum stuðningi. Hugarafl og Grófin geðverndarmiðstöð Ég fór suður haustið 2009 í Ráð- gjafarskóla og var búinn að lesa mér til um Hugarafl og fannst þessi hugmyndafræði um valdefl- ingu og batamódelið spennandi en á leiðinni þangað hugsaði ég „nei, ég er ekki svona geðveikur“, var með ranghugmyndir og for- dóma gagnvart öðrum og þekki það þegar aðrir hugsa það sama sem getur hindrað fólk í að leita sér aðstoðar. Ég tók skrefið í Hugarafl og sneri ekki heim fyrr en þremur árum seinna, ég sé ekki eftir þeirri vinnu í sjálfum mér og sá marga einstaklinga ná góðum bata ef ekki fullum bata af sínum geðröskunum en fyrst og fremst öðlast bætt lífsgæði sem við öll þráum og ef þú ert að hugsa það sama og ég gerði gefðu þessu tíma og tækifæri. Ég var á miklum lyfj- um en er á litlu í dag með því að nýta mér m.a. Hugarafl. Hugsan- lega verð ég lyfjalaus einhvern tímann en það er ekki markmið í sjálfu sér. Sama má segja að hjá okkur í Grófinni hafa menn getað minnk- að við sig lyf eftir að hafa tekið skrefið og nýtt sér hjálpina með að hafa sinn lækni með í ráðum. Grófin geðverndarmiðstöð vinnur eftir hugmyndafræði Hugarafls sem er valdefling og batamódel sem felur m.a. í sér að ná tökum á eigin lífi með því að efla sjálfan sig með öðrum notendum og fag- mönnum á jafningjagrunni. Heitt á könnunni Ef þú ert að einangra þig, ert með grímu til að fela þína vanlíðan og finnst allt vonlaust og sérð ekki til- gang með þessu lífi þá sakar ekki að koma við og kynna sér starf- semina. Geðraskanir fara nefnilega ekki í manngreinarálit frekar en önnur áföll sem fólk verður fyrir í lífinu en að fá sér kaffi og spjalla kostar ekkert og hver veit nema að það gæti hjálpað. Maður veit víst ekki nema maður gefi sér tækifæri og tíma og miðað við fjöldann sem kemur til okkar gæti verið að þetta hentaði þér. Grófin er stað- sett í Hafnarstræti 95., 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni á Akureyri. Jákvætt skref í okkar samfélagi Trúmálaumræðan er fjörleg í dag, en misjafnlega mál-efnaleg eins og gengur. Í nýlegu innleggi, „Á traustum grunni vísindalegra staðreynda“ (Fréttabl., 6.11.15), er ýjað að því að trúað fólk „afsali sér heilbrigðri skynsemi og rökhyggju en leggi í blindni trúnað á ýmiss konar kraftaverkasögur“. Sú staðhæfing, sem ekki er vísindalegs eðlis, gefur tilefni til að minna á eitt og annað. Það er algeng skoðun að trú og vísindi séu andstæður; að með tilkomu vísinda séu trúarlegar skýringar á lífinu og tilverunni úreltar leifar liðins tíma. Jafnvel er álitið að vísindi hafi afsannað tilvist Guðs. Þó geta vísindi ekki afsannað tilvist Guðs því að þau fást við hinn efnislega heim. Guð er handan hans og því eitthvað sem vísindi geta ekki náð til í krafti eigin aðferða. Vísindamaður sem segist hafa afsannað tilvist Guðs fæst ekki við vísindi heldur heim- speki eða guðfræði. Vísindi eru því takmörkuð! Þau ná ekki utan um eða útskýra allt sem leitar á huga mannsins eða er fólgið í reynslu hans. Eins og eðlisfræðingurinn Peter Medewar sagði er fljótlegast að koma óorði á vísindi með því að segja að þau svari öllum spurningum og að spurningar sem vísindi svari ekki séu merkingarlausar. Að mati Medawar eru vísindi augljóslega takmörkuð enda geti þau ekki svarað grundvallarspurningum varðandi tilurð tilverunnar, til- gang lífsins og örlög, eða hvað sé gott, rétt og fallegt. Það viðhorf að trú og vísindi fari ekki saman stenst illa sögu- lega skoðun. Brautryðjendur vís- inda voru trúaðir menn á borð við Boyle, Galíleó, Newton, Kepler o.fl. Þeir sáu enga mótsögn milli vísinda og guðstrúar. Það sama á við um fjölmarga vísindamenn í nútímanum. Þá var ekki tilviljun að vísindi komu til sögunnar í Evr- ópu 16. aldar sem lengi hafði mót- ast af kristinni heimsmynd. Eins og C.S. Lewis sagði urðu menn vís- indalegir í hugsun því þeir gerðu ráð fyrir náttúrulögmálum; og þeir gerðu ráð fyrir náttúrulögmálum því að þeir trúðu á þann sem setti náttúrunni lögmál sín. Ganga út frá bjagaðri guðsmynd Þeir sem telja að vísindi og trú séu í mótsögn ganga oft út frá bjag- aðri guðsmynd. Litið er svo á að Guð sé einungis uppfyllingarefni í takmarkaða þekkingu manns- ins. Við finnum Guði stað þar sem vísindaleg útskýring sé ekki fyrir hendi. Eftir því sem vísindi útskýri meira verði minna pláss fyrir Guð. En slíkur skilningur ber ekki Guði kristinnar trúar vitni. Guð er orsakavaldurinn, sá sem leiddi fram alheiminn og við- heldur tilvist hans. Hann er á bak við það sem við vitum og það sem við vitum ekki. Vísindin rannsaka alheiminn, hvers eðlis hann er og hvernig hann virkar. Þegar vísað er til Guðs annars vegar og vísinda hins vegar til að útskýra alheiminn er um að ræða ólíkar útskýringar – sem þó er gjarnan ruglað saman. Að biðja fólk að velja á milli vís- inda og Guðs er líkast því að sýna manni Ford T bíl og biðja hann að velja á milli tveggja mögulegra útskýringa á honum. Annars vegar náttúrulögmálin, lögmál eðlis- fræðinnar, vélfræðinnar o.s.frv. og hins vegar Henry Ford sjálfan. Slíkir afarkostir eru fráleitir því um tvær jafngildar útskýringar er að ræða enda þótt ólíkar séu. Báðar eru nauðsynlegar og rétt- ar. Við þurfum í senn vísindalega útskýringu á bílnum með tilliti til eðlisfræðilegra lögmála og per- sónulega útskýringu með tilliti til orsakavalds. Þegar alheimurinn er útskýrður með vísan til Guðs sem orsaka- valds er um að ræða útskýringu af öðrum toga en hina vísinda- legu útskýringu. En þær eru ekki í mótsögn. Henry Ford keppir ekki við lögmál eðlisfræðinnar sem útskýring á Ford T bíl frekar en Guð keppir við vísindi sem útskýr- ing á alheiminum. Þá væri fráleitt að halda því fram að þar sem við getum útskýrt með vísindalegum hætti hvernig Ford T bíll virkar megi draga af því þá ályktun að Henry Ford hafi aldrei verið til. Í raun er það svo að eftir því sem við skiljum alheiminn betur verður auðveldara að dásama hugvitssemi Guðs sem á bak við hann er. Það hefur alltaf verið hið kristna viðhorf: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunn- gjörir verkin hans handa.“ Heilbrigð trú! Þegar dómari í sakamáli dæmir um sekt eða sakleysi þarf hann meðal annars að leggja mat á þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Sönnunargögn í sakamáli Mikilvægustu sönnunargögnin í málum sem varða kynferðisbrot gegn börnum eru frásagnir ger- andans, barnsins og annarra vitna. Hlutverk dómara er meðal annars að meta hvort framburðurinn sé trúverðugur eða ekki og hvort hann hafi þýðingu fyrir úrslit máls. Hefur framburður brotaþola verið stöðugur? Er framburðurinn í sam- ræmi við fyrri framburð? Hvernig horfir hann við framburði ákærða og vitna og öðrum sönnunargögn- um? Þetta er meðal spurninga sem dómari þarf að leita svara við. Aðstaðan getur verið erfið, því í kynferðisbrotamálum eru það oft einungis tveir einstaklingar, ger- andi og þolandi, sem geta sagt frá málsatvikum af eigin raun. Þetta er enn vandasamara þegar barn á í hlut. Börn sem hafa orðið fyrir kyn- ferðisbroti segja oft einstaklingi, sem þau bera traust til, frá atvik- inu. Þetta getur verið ættingi, vinur eða faglærður einstaklingur úr nærumhverfinu, til dæmis kenn- ari, sálfræðingur eða starfsmaður félagsþjónustu sveitarfélaga. Á þessum einstaklingum hvílir skylda til að gera barnaverndar- nefnd viðvart hafi þeir ástæðu til að ætla að barn hafi orðið fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Erfitt getur verið að meta hve- nær aðstæður eru með þeim hætti að tilkynna skuli barnaverndar- nefnd um þær. Ríkir hagsmunir standa þó til þess að tilkynna allar grunsemdir um hættu á að barn verði beitt kynferðislegu ofbeldi, grun um að slíkt ofbeldi eigi sér stað og grun um að það hafi þegar átt sér stað, óháð því hver er ger- andi og hversu alvarlegt ofbeldi hafi átt sér stað. Tilkynnandi þarf ekki að hafa nákvæmar upplýsing- ar um brot en hann þarf að átta sig á því í hverju hann telur hættuna fyrir barnið vera fólgna. Enginn má yfirheyra barn nema barnaverndarnefnd og lögregla Í framkvæmd hefur sú staða oft komið upp að tilkynnandi til- kynnir brot ekki strax til barna- verndarnefndar, heldur rannsakar málið nánar sjálfur, til dæmis með því að ræða við barn og þá jafnvel að viðstöddum aðstandanda eða öðrum brotaþolum, hafi þeir verið fleiri en einn. Slíkt getur verið skaðlegt fyrir úrlausn málsins því þarna skapast hætta á að tilkynn- andinn fari út fyrir sitt verksvið án þess að hafa til þess nauðsynlega þekkingu. Afar brýnt er að tilkynnandi vísi máli rakleiðis til barnaverndar- nefndar eða jafnvel lögreglu, ef hann hefur ástæðu til að ætla að brot sé mjög alvarlegt, en reyni ekki að grennslast frekar fyrir um atburðina sjálfur. Barnaverndar- nefnd, og eftir atvikum lögregla, tekur síðan skýrslur af barninu samkvæmt þeim vinnubrögðum sem tíðkast við skýrslutökur af svo ungum brotaþolum, til dæmis með aðkomu Barnahúss. Af hverju skipta rétt viðbrögð máli? Vandasamt er að yfirheyra börn og lítið má út af bera til að rýra trú- verðugleika þeirra. Það hvað barn sagði um kynferðisbrot á fyrri stig- um, áður en máli var komið í réttar hendur, getur haft áhrif við mat á hvort dómari getur lagt trúnað á frásögn þess og annarra vitna fyrir dómi – og þar af leiðandi hvort dómarinn geti notað framburðinn við úrlausn máls. Rétt viðbrögð skipta því sköpum svo dómari geti leitt málsatvik í ljós og dæmt um sekt eða sakleysi. Rétt fyrstu viðbrögð í tilefni ætlaðs kynferðisbrots gegn barni Valgerður Sólnes lögfræðingur Það hvað barn sagði um kynferðisbrot á fyrri stigum, áður en máli var komið í réttar hendur, getur haft áhrif við mat á hvort dómari getur lagt trúnað á frásögn þess og annarra vitna fyrir dómi – og þar af leiðandi hvort dómarinn geti notað framburðinn við úrlausn máls. Eymundur Eymundsson ráðgjafi og með- limur í Grófinni Grófin geðverndarmiðstöð vinnur eftir hugmyndafræði Hugarafls sem er valdefling og batamódel sem felur m.a. í sér að ná tökum á eigin lífi með því að efla sjálfan sig með öðrum notendum og fagmönnum á jafningja- grunni. Gunnar Jóhannesson fv. sóknarprestur Í raun er það svo að eftir því sem við skiljum alheiminn betur verður auðveldara að dásama hugvitssemi Guðs sem á bak við hann er. visir.is Sjá má lengri útgáfu greinarinnar á Vísi. Vikan 28.10–3.11. 01.11.-22.11.2015 Ævisögur2 Mikael með magnaða bók Fréttablaðið Stundin 1 0 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r36 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.