Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.12.2015, Blaðsíða 6
Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana. Guðmundur Ragnars son formaður VM Leikandi jólagjöf Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður unga sem aldna, enda ávísun á upplifun og ævintýri. Hafðu samband við miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða á midasala@leikhusid.is Töfrastund sem gleymist seint. 19 50 - 20 15 ÞJ Ó Ð LE IK H Ú SI Ð 65 Kjaramál „Við viljum hitta sem flesta félagsmenn og við munum ræða þá staðreynd að það mun ekkert fást frá útgerðinni nema henni verði stillt upp við vegg,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Á vef VM kemur fram að boðað verði til funda milli jóla og nýárs til að ræða stöðuna sem upp sé komin í kjaraviðræðum félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávar­ útvegi (SFS), en þeim var frestað á föstudag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011. Guðmundur segir upp komna undarlega stöðu. Af hálfu útgerð­ anna sé með öllum ráðum unnið á móti tilraunum verkalýðsfélag­ anna til að spyrna við fótum á móti breytingum sem útgerðirnar hafi komið á um borð í skipunum. „Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana,“ segir hann. Dæmi séu um að mönnum hafi ekki bara verið hótað brottrekstri, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS. „Við glímum nú við nýja teg­ und útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrj­ aði að vinna við samningagerð,“ segir Guðmundur. Um sjö stórar útgerðir ráði öllu. „Staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorsteini Má í Samherja, Gunnþóri í Síldar­ vinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veru­ leikinn sem við glímum við.“ Í tilkynningu SFS um frestun við­ ræðnanna er áréttað að þeim hafi ekki verið slitið og þær séu áfram hjá ríkissáttasemjara. „Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingar og kaupliða í sam­ ræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður,“ segir þar og bent er á að tekjur sjómanna ráðist af fiskverði á hverjum tíma. Þeir hafi því notið þess góðæris sem verið hafi undan­ farin ár í sjávarútvegi. SFS hafi lýst sig reiðubúin til að reyna að ljúka samningum við sjómenn fyrir næstu áramót. Full­ trúar sjómanna telji ekki ástæðu til þess og hafi ákveðið að fresta við­ ræðum. „SFS er hins vegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjara­ samninga.“ olikr@frettabladid.is Segjast glíma við nýja tegund útgerðarmanna Formaður VM segir útgerðir hafa hótað sjómönnum sem lýst hafi skoðunum eða sett fram kröfur í kjaramálum. Viðræðum hefur verið frestað. SFS segir að ekki standi á þeim. Samningar hafa verið lausir frá 2011. Kona í Kasmír-héraði nyrst á Indlandi hengir upp chili-pipar til þerris í góða veðrinu, en þar er nú sumar. Fréttablaðið/EPa SVÍÞjÓÐ Önnur hver lögreglurann­ sókn í Svíþjóð hefur ekki verið tekin upp á ný þótt tilkynning hafi borist um að lífsýni sem tekið var á sínum tíma stemmi við lífsýni sem tekið var síðar vegna rannsóknar á öðru afbroti. Í kjölfar frétta sænska blaðsins Dagens Nyheter af þessu nú í vik­ unni hefur lögreglan í Gautaborg hafið rannsókn á nauðgunarmáli frá 2012. Þá lýsti kona því hvernig hún var dregin inn í íbúð þar sem tveir menn nauðuguðu henni. Líf­ sýni úr tveimur mönnum fundust í líkama hennar og á buxum. Sam­ svörun fannst þá ekki í gagnabanka. Í maí í fyrra fékk lögreglan til­ kynningu um samsvörun með nafni viðkomandi. Nú segir lögreglan að það hafi verið vegna mistaka sem málið var ekki tekið upp á ný. – ibs Mál ekki tekin upp vegna fúsks Kjaramál Kjarasamningur Starfs­ greinasambandsins (SGS) og Sam­ bands íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með yfir 90 prósentum greiddra atkvæða. Kosningu um samninginn, sem skrifað var undir 20. nóvember, lauk á miðnætti á þriðjudagskvöld. „Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga sinna og var samningurinn samþykktur í öllum félögunum,“ segir á vef SGS. Kjör­ sókn var 33,14 prósent. – óká Níu af tíu hjá SGS sögðu já Sumar á Indlandi Útgerðarmenn segja fulltrúa félaga sjómanna hafa kosið að fresta viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Fréttablaðið/StEFán GriKKland Á fjórða hundrað grískra lögreglumanna mættu að landamærum landsins við Make­ dóníu í gær. Tilgangurinn var að smala 2.500 flóttamönnum í 45 rútur og ferja þá til Aþenu, höfuð­ borgar landsins. Flóttamennirnir verða hýstir í flóttamannabúðum á tveimur íþróttaleikvöngum sem byggðir voru fyrir Ólympíuleikana árið 2004. Fólkið hafði verið strand á landa­ mærunum í þrjár vikur, síðan Makedónar ákváðu að hleypa ein­ ungis inn flóttamönnum frá stríðs­ hrjáðum svæðum. Nokkrir þeirra höfðu mótmælt undanfarið með því að sauma saman varir sínar. Flóttamennirnir sem um ræðir eru að mestu leyti frá Íran, Pakistan, Bangladess, Sómalíu og Marokkó. Til stympinga kom milli um þrjátíu flóttamanna og lögreglu. Ákveðið var að flóttamennirnir uppreisnargjörnu yrðu fluttir á lögreglustöð. – þea Á þriðja þúsund flóttamanna flutt til Aþenu 1 0 . d e S e m b e r 2 0 1 5 F i m m T U d a G U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a Ð i Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.