Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 8

Fréttablaðið - 10.12.2015, Side 8
Stjórnmál Breytingatillögur meiri- hluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir til- lögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vest- fjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingatillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráð- herra á laggirnar nefnd um atvinnu- ástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokks- ins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtök- um auk Sambands íslenskra sveitar- félaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar. „Þessar breytingatillögur eru að okkar mati landsbyggðarmið- aðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðara- verkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo s e t j u m við 400 m i l l j - ónir í hafnar- framkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfið- leikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytinga- tillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vestur- land. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssam- bands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sann- mælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar. Vigdís Hauksdóttir, ormaður fjárlaga- nefndar Markmið að færa fé út á landsbyggðina Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það markmið tillagna meirihluta nefndarinnar að færa fé út á land. Styrkja þurfi grunnstoðir samfélaga vítt og breitt um landið. Fé sett í samgöngumannvirki, fjarskipti og uppbyggingu ljósleiðara á landsbyggðinni. menntamál Fram undan er átak í að fjölga nemendum sem ljúka starfs- námi. Til þess að svo verði þarf að koma á markvissu námi sem höfðar til nemenda, tryggja nemendum vinnustaðanám og stofna faghá- skólastig þannig að ungt fólk líti á starfsnám sem lykil í áframhaldandi nám á háskólastigi, þetta kom fram á fundi Menntamálastofnunar og Rannís á miðvikudaginn undir yfir- skriftinni: Átak í starfsmenntun – starfsgreinaráðin, skólarnir og stoðkerfið. M e n n t a m á l a s t o f n u n , s e m tók formlega til starfa í október, vinnur með framhaldsskólum og starfsgreina ráðum að námsbrauta- lýsingum í starfsnámi. Menntamála- stofnun vill tryggja samtal atvinnu- lífs og skóla á þessari vegferð og leggur áherslu á að nám taki mið af þörfum atvinnulífsins. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að þetta sé eitt af málunum sem hafi verið í umræðunni í þó nokkurn tíma. „Þetta kom fram meðal annars í vinnuhóp sem ráðuneytið setti af stað. Menn sjá sér ávinning í að efla starfsmenntun. Það er ákveðin brú upp í háskóla eftir starfsnám á framhaldsskólastigi. Í löndum eins og Sviss og Austurríki, þar sem er gömul hefð fyrir starfsmenntun, horfa menn á að beint framhald liggi frá starfsmenntun upp á háskólastig,“ segir hann. Arnór segir að enn hafi ekki verið komist að neinni niðurstöðu um málið, enn þá sé verið að ræða hvort eigi að byggja þetta upp innan fram- haldsskóla, háskóla eða í sérskólum. Menntamálaráðuneytið ákveði hvernig eigi að útfæra þetta. – sg Menn sjá ávinning í að efla starfsmenntun Menntamálastofnun vinnur með framhaldsskólum og starfsgreinaráðum að náms- brautalýsingum í starfsnámi. fréttablaðið/vilhelM Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is ✿ Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar Reykjanes 187,8 milljónir kr. 22.026 íBúar Vesturland 198,2 milljónir kr. 14.931 íBúi Vestfirðir 82,2 milljónir kr. 6.497 íBúar NV-land 368,7 milljónir kr. 6.723 íBúar NA-land 437,8 milljónir kr. 26.707 íBúar Austurland 302,1 milljón kr. 12.496 íBúar Suðurland 435,2 milljónir kr. 23.750 íBúar Hægt er að greina hvert rúmir fimm milljarðar í breytingatillögum meirihlutans fara. Þar af eru 1.172 milljónir króna sem eiga að renna til landsbyggðanna án þess að það sé greint nánar í breytingatillögunum. Landsbyggð óstaðsett 1.172 milljónir kr. Höfuðborgarsvæðið 1.853,9 milljónir kr. 211.282 íBúar alÞingi VIRK starfsendurhæfingar- sjóður telur mikilvægt að sjóður- inn fá aukna aðkomu að þeim lið aðgerðaáætlunar stjórnvalda í geð- heilbrigðismálum sem snýr að ráðn- ingu ríkis og sveitarfélaga á fólki sem lent hefur utan vinnumarkaðar vegna langvinnra geðsjúkdóma. Í umsögn sinni um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðir í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára fagnar VIRK mark- miðum stefnu og aðgerðaáætlunar. „Sérstaklega því „að þjónusta við einstaklinga með geðraskanir sé samþætt og samfelld“, eins og segir í undirmarkmiði áætlunarinnar,“ segir á vef VIRK. VIRK bendir meðal annars á að geðræn vandamál séu mjög algeng hjá þeim sem horfið hafi af vinnu- markaði vegna heilsubrests og slysa og að rúmlega 40 prósent fólks sem hefji starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK segi geðræn vanda- mál hamla atvinnuþátttöku sinni. Hlutfallið  fari vaxandi. Bent er á að sérhæfð þjónusta á þessu sviði sé  stór þáttur í þjónustu VIRK og því skynsamlegt að sjóðurinn verði talinn með sem samstarfsaðili í fleiri aðgerðum í stefnu- og aðgerðaáætl- uninni en nú sé gert ráð fyrir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra  mælti fyrir tillögunni á Alþingi í nóvember, en velferðar- nefnd hefur hana til umfjöllunar áður en hún gengur til annarrar umræðu í þinginu. – óká VIRK vill aukinn hlut í aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum Geðdeild landspítalans við hringbraut. fréttablaðið/Gva 1 0 . d e S e m B e r 2 0 1 5 F i m m t U d a g U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.