Fréttablaðið - 12.04.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 12.04.2017, Síða 2
Með verðmæti í innkaupakerru „Almenningur hefur krafist og barist fyrir róttækum samfélagsbótum frá hruni en ekki fengið,“ segir Gunnar Smári Egilsson sem boðað hefur stofnun Sósíalistaflokks Íslands á verkalýðsdaginn 1. maí. Mikil umræða hefur verið um fátækt í samfélaginu undanfarna mánuði en auðæfum heimsins er misskipt. Sumir líða ekki skort meðan aðrir safna dósum og nota innkaupakerrur á annan veg en flestir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Veður Útlit er fyrir norðan 5 til 10 metra á sekúndu með snjóéljum, en þurrt og bjart veður suðvestantil á landinu. Hiti frá vægu frosti í innsveitum fyrir norðan, upp í 7 stiga hita syðst. SJÁ SÍÐU 28 P Á S K A E G G með piparfylltum lakkrís SAMFÉLAG Ungir samkynhneigðir karlar bera ábyrgð á 88 prósent til- fella sárasóttar á síðasta ári og yfir 70 prósent lekandatilfella. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli af sárasótt, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára. Undanfarinn áratug hafa einn til sjö greinst með sárasótt hér á landi.  Þetta kemur meðal annars fram í svari Óttars Proppé heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn Eyglóar Harðar- dóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum síðustu tíu ár. Þórólfur Guðnason  sóttvarna- læknir segir að fjölgun sé einnig í HIV-hópnum en slíkt var ekki tekið fyrir í fyrirspurninni. „Þessi aukning varð sérstaklega áberandi á síðasta ári. Það virðist vera að lekandi og sárasótt séu sýkingar sem sjást aðal- lega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. HIV-aukningin er dreifð jafnar því þar má finna sprautufíkla, gagnkyn- hneigða en líka þá sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“ Þórólfur segir að það sé erfitt að ákveða af hverju þessar tölur rjúki svona upp innan eins hóps. „Þetta kann að stafa af því að hér áður fyrr voru menn mjög hræddir við HIV. Svo kom góð meðferð til að halda þeim sjúkdómi niðri þótt það sé ekki kominn lækning. Það virðist vera að menn hafi fagnað of fljótt og þá blossa upp hinir kynsjúkdómarnir sem voru áður í algjöru lágmarki.“ Heilbrigðisráðherra skipaði starfs- hóp í mars til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV og er Þórólfur í honum. „Við ætlum að eiga samtal við marga aðila um hvað er til ráða og hvað er hægt að gera því það er ljóst að það þarf að gera eitthvað.“ Helga Baldvinsdóttir Bjargar- dóttir, framkvæmdastjóri Sam- takanna '78, segir að samtökin séu áhyggjufull vegna þessara tíðinda. „Í ársskýrslu okkar kom fram að þrír af sjö lykilhópum sem fá HIV eru hinsegin og við vitum að samkyn- hneigðir eru í sérstökum áhættu- hóp. Það þarf að tækla þetta í sam- hengi við fordóma. Þetta er stærri vandi en að þeir séu ekki að passa sig. Það er enn skömm hjá þeim sem passa ekki í kassann. Við höfum áhyggjur af þessu og pössum að hjá Samtökunum erum við með ókeypis smokka, leið- beiningar um hvert sé hægt að fara í skoðun og við viljum auka umræð- una um kynheilbrigði.“ Hún bætti við að samtökin væru ekki hluti af starfshóp heilbrigðisráðherra. benediktboas@365.is Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir 86 greindust með lekanda í fyrra. Smit tengist samkyn- hneigð í yfir 70% tilfella. FERÐAÞJÓNUSTA Hvalaskoðunarfyrir- tækið Gentle Giants er í miklum vand- ræðum með að koma bátum sínum í slipp fyrir komandi vertíð en helsti keppinautur þeirra hefur meinað þeim aðgang að slippnum á Húsavík. Þetta segir Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants. Fyrirtæki í eigu Norðursiglingar á slippinn á Húsavík. Norðursigling og Gentle Giants eru stór fyrirtæki í hvalaskoðun frá Húsavík sem veltir milljörðum á hverju ári. Hvalaskoðunarfyrirtækin tvö hafa á síðustu árum eldað grátt silfur. Hefur Gentle Giants til að mynda kvartað til Neytendastofu varðandi markaðsher- ferð Norðursiglingar um kolefnishlut- lausa hvalaskoðun og hefur Norður- sigling kvartað undan bátum Gentle Giants á Skjálfandaflóa og sakað þá um hávaða og brussuskap. „Það er alveg klárt að þeir eru með þessu að hefna sín á okkur fyrir það eitt að hafa kvartað undan framsetningu þeirra á því að vera kolefnishlutlausir. Það er alveg augljóst,“ segir Stefán. Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar, harð- neitar þessu að verið sé að hefna fyrir ákveðnar gjörðir. Hins vegar sé það rétt að fyrirtækið hafi gefið það út að ekki væri hægt að lofa þeim inn í slipp- inn fyrir þessa vertíð. „Við erum ekki í stríði við nokkurn mann enda hvernig ættum við að þurfa þess á meðan fjögur fyrirtæki eiga fullt í fangi með að þjónusta alla þá ferðamenn sem koma hingað í hvala- skoðun.“ – sa Meina keppinaut sínum aðgang að slipp á Húsavík Gentle Giants gæti orðið af tekjum við að komast ekki í slipp fyrir ver- tíðarbyrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Rannsókn stendur yfir á atviki þar sem ökumaður á svartri Opel Astra bifreið elti tvö fimmtán ára ungmenni á göngustíg í Laugardal á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðar- yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stendur til að óska upplýsinga úr eftirlitsmynda- vélum af svæðinu til að komast til botns í málinu. Enginn hefur verið handtekinn og lögreglan hefur ekki komist á snoðir um um hvaða bíl er að ræða. – snæ Óska eftir upptökum Guðjóni og Sylvíu var illa brugðið í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.