Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 20

Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 20
Meisturunum létt í Safamýri eftir að tryggja sér oddaleik Fögnuður Leikmenn Íslandsmeistara Hauka fagna fjögurra marka sigri á spútnikliði Fram í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta en með sigrinum jöfnuðu Haukar einvígið í 1-1. Oddaleikurinn fer fram á laugardaginn á heimavelli Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Keflavík - KR 84-86 Keflavík: Amin Khalil Stevens 39/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/6 fráköst/6 stoð- sendingar, Reggie Dupree 6 KR: Jón Arnór Stefánsson 16/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Philip Alawoya 14/7 fráköst, Darri Hilmarsson 13, Kristófer Acox 10/5 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 fráköst, Þórir Þorbjarnarson 2. KR vann einvígið, 3-1. Domino’s-deild karla Undanúrslitaeinvígi - Leikur 4 Fram - Haukar 24-28 Markahæstir: Þorgeir Bjarki Davíðsson 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Valdi- mar Sigurðsson 3, Guðjón Andri Jónsson 3, Matthías Daðason 3 - Jón Þorbjörn Jóhannsson 7, Daníel Þór Ingason 4, Tjörvi Þorgeirsson 4, Elías Már Halldórsson 3. Staðan í einvíginu er 1-1. Grótta - FH 20-31 Markahæstir: Finnur Ingi Stefánsson 7/3, Aron Dagur Pálson 4, Elvar Friðriksson 3, Júlí- us Þórir Stefánsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2 - Óðinn Þór Ríkharðsson 9, Arnar Freyr Ársælsson 7, Einar Rafn Eiðsson 5/1, Jóhann Birgir Ingvasson 4, Ásbjörn Friðriksson 2 FH vann einvígið, 2-0. Olís-deild karla Átta liða úrslit, leikir 2 Juventus - Barcelona 3-0 1-0 Paulo Dybala (7.), 2-0 Paulo Dybala (22.), 3-0 Giorgio Chiellini (55.) Dortmund - Mónakó Leiknum var frestað vegna sprengjuárásar. Meistaradeildin í fótbolta Átta liða úrslit, fyrri leikir 18.30 Bayern - Real Madrid Sport 18.30 Atletico - Leicester Sport 2 20.45 Meistaramörkin Sport 23.00 Lotte Championship Golfst. 18.30 Valur - Hamar Valshöllin 19.30 Selfoss - A•urelding Selfoss 20.30 Valur - ÍBV Valshöllin Í dag FÓTBOLTI „Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrir liði kvennalandsliðsins í fót- bolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hol- landi í Doetinchem í gærkvöldi. Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska lið- inu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig. Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðs- þjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir auka- Dramatíserar ekki 4-0 tapið Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur engar áhyggjur af liðinu þrátt fyrir 4-0 skell á móti Hollandi í gær. Hún segir ekkert lið betra en það íslenska að svara svona mótlæti. Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims Margrét Lára Viðarsdóttir. spyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálf- gerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaft- æði.“ Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þétt- ar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar. Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvern- ig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið,“ sagði Margrét Lára sem var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af pró- gramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“ Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast full- kominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski and- lega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töp- uðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“ tomas@365.is AXEL HEIM Í SKAGAFJÖRÐINN Tindastóll er nú þegar byrjað að styrkja sig fyrir átökin í Dom- ino´s-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en í gær samdi það við íslenska landsliðsmann- inn Axel Kárason til tveggja ára. Axel hefur undanfarin ár spilað í dönsku úrvalsdeildinni með Svendborg Rabbits en hann er að læra dýralækninn í Dana- veldi. Axel var í EM-hópi Íslands á EM 2015 og er líklegur til að fara með liðinu til Finnlands í haust. Þessi 34 ára gamli framherji er að skora fjögur stig að meðaltali í leik í dönsku úrvalsdeildinni en hans helsti styrkleiki er frábær varnar- leikur. GUÐRÚN GRÓA SAMDI VIÐ VAL Valskonur styrktu sig fyrir næstu leiktíð í Domino´s-deild kvenna í gær þegar liðið samdi við Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur. Hún lék síð- ast í efstu deild 2013-2014 og varð þá Íslandsmeistari með Snæfelli. Hún fór á kostum í úrslitakeppn- inni það árið og átti risastóran þátt í titlinum sem Snæfell vann þrátt fyrir að missa Kanann sinn í meiðsli. Guðrún er stórkostlegur varnarmaður sem spilaði síðast fyrir nýráðinn þjálfara Vals, Darra Frey Atlason, hjá KR. 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.