Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 34

Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 34
Í þessum mánuði bættust þrettán nýir glergámar við þá sem fyrir eru á höfuð- borgarsvæðinu. Elín Albertsdóttir elin@365.is Stórum hluta af því umbúða-gleri sem til fellur á höfuð-borgarsvæðinu er skilað gegn greiðslu skilagjalds. Áætlað er að um 1.600 tonn séu til við- bótar af umbúðagleri í almennu rusli. Með umbúðagleri er átt við t.d. sultu- og sósukrukkur, matar- olíu- og lýsisflöskur, allar aðrar umbúðir en undan gosi eða víni. Glerið má hvort sem er vera glært eða litað en þarf að vera hreint og ílát tóm. Ekki er ætlast til að rúðugler fari í grenndargámana, því má skila á endurvinnslu- stöðvarnar. Af hverju er mikilvægt að flokka gler? Söfnun á gleri er mikilvægur liður í undirbúningi að gas- og jarðgerðarstöðinni en glersöfnun kemur til með að auka gæði þeirrar moltu sem þar verður framleidd. Í dag er gler og steinefni rúmlega fimm prósent af því sem íbúar höfuðborgarsvæðisins setja í gráu heimilistunnurnar eða um átta kíló á hvern íbúa. Gler nýtist sem fyllingarefni við framkvæmdir og nýtist þá með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri og áhrifum slíkra framkvæmda á umhverfið, auk þess sem dregið er úr kostnaði. Fjölgun grenndargáma Í apríl bættust við þrettán nýir glergámar sem settir hafa verið víðsvegar í Reykjavík. Einnig bættist við ný grenndarstöð í Urriðaholti í Garðabæ þar sem tekið er við pappír, plasti og gleri. Endurvinnslustöðvar Nú eru vorverkin í nánd og minnum við á að endurvinnslu- stöðvar SORPU eru opnar til kl. 18.30 alla daga vikunnar og taka við yfir 30 mismunandi flokkum til endurvinnslu og endurnýtingar. Allar upplýsingar um grenndar- stöðvar og flokkunarmöguleika er að finna á nýjum flokkunarvef SORPU á www.flokkid.sorpa.is Stefnt að aukinni flokkun Undirbúningur vegna gas- og jarðgerðarstöðvar sem mun rísa í Álfsnesi árið 2018 er í fullum gangi og liður í því er að auka flokkun úrgangs til endur- vinnslu og endur- nýtingar. Grenndargámar sem taka við flokkuðu rusli. Séð fram í for- stofuna þar sem gömlu skápa- hurðirnar eru núna falleg, dökk rennihurð. Hurðin setur mikinn svip á umhverfið. Það kennir margra grasa á síðunni hennar Soffíu. Hún segist alltaf hafa haft ástríðu fyrir alls kyns hlutum, sérstak- lega gömlum hlutum sem hægt sé að finna nýtt líf. Soffía hefur auk þess mjög gott auga fyrir slíkum hlutum. Þegar hún sér eitthvað gamalt, til dæmis á nytjamarkaði, veit hún um leið hvers konar breytingu er hægt að gera til að endurskapa hlutinn. Það var ein- mitt á nytja- markaðnum Von og bjargir sem Soffía sá skápahurðir sem hún féll fyrir. „Mér finnst svo skemmti- legt að nýta gamalt og einnig að útbúa eitthvað sem kostar ekki mjög mikið. Það er auðvitað mjög auðvelt að labba inn í fínu búðirnar og kaupa sér eitthvað fallegt. En það kostar mikla peninga,“ segir Soffía. „Ef maður hugsar út fyrir kassann getur maður stundum fengið sömu útgáfu eða jafnvel betri á ódýran hátt. Mér finnst sérstaklega gaman að fara á nytjamarkaði og gramsa svolítið,“ segir hún. Soffía segist vera hrifin af alls kyns hlutum. Hún segist ekki vera mínímalisti. „Ég er safnari í eðli mínu og hef alltaf verið. Ég var bara fimmtán ára þegar ég fór að kíkja á antíkmarkaði og kaupa hina og þessa hluti. Afi minn, Jökull Pétursson, var ljóðskáld og skrifaði vísur á litla miða. Ég fann tvo kassa af þessum miðum frá honum og stillti þeim upp í glerkassa og sýndi á Snapchat. Það voru rosaleg viðbrögð. Ég vil því benda fólki á að fara í geymslurnar hjá ömmu og afa. Þar geta leynst dýrgripir sem gaman er að stilla upp,“ segir Soffía. Gömlu skápa- hurðirnar sem Soffía keypti fyrir lítinn pening hjá Von og bjargir nýtast núna sem renni- hurð fyrir þvottahúsinu hjá henni. „Mér finnst gamlar hurðir svo fallegar. Við vorum lengi búin að velta fyrir okkur hvernig hurð myndi henta þar sem rýmið er ekki stórt. Ég málaði skápahurðirnar, við settum þær saman og keyptum braut til að setja hurðina upp sem rennihurð. Ég er mjög ánægð með hvernig þetta kemur út. Nánar má sjá hvernig Soffía útbjó hurðina á síðunni hennar skreytumhus.is. Skápahurðir urðu rennihurð Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur verið með bloggsíðuna Skreytum hús frá árinu 2010 og Facebook-síðu með yfir fjörutíu þúsund fylgjendum. Þarna héngu gömlu skáphurðirnar á nytjamarkaðnum. Hurðirnar voru málaðar svartar með útimálningu. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.