Fréttablaðið - 12.04.2017, Síða 44

Fréttablaðið - 12.04.2017, Síða 44
Vigdís Ylfa starfar á sölu-sviði hjá heildversluninni Innnesi. Að auki gefur hún uppskriftir á vefnum gerum- daginngirnilegan.is sem margir kannast við. Uppáhalds páska- matur hennar er lambahryggur að hætti ömmu hennar, Herdísar. „Þetta er gamaldags hryggur sem svíkur engan,“ segir hún. „Mamma er alltaf með hamborgarhrygg, sykurbrúnaðar kartöflur og rósakál. Það er mikið um matar- veislur og kaffiboð yfir hátíðirnar hjá henni. Þegar við mæðgurnar erum saman erum við alltaf að brasa í eldhúsinu og útbúum ein- hverja gómsæta rétti. Núna um páskana ætla ég að elda og borða góðan mat með fjölskyldunni og njóta samverunnar með henni. Ég hlakka mikið til að vera heima í fríi og slaka á með strákunum mínum,“ segir Vigdís en hún og eiginmaður hennar eiga tvo syni og labradorhund. Flott matarboð „Ég ætla að bjóða litlu systur minni og kærasta hennar í matar- boð á skírdag. Þá verð ég með humar og rækjur í forrétt og kálfa-rib eye með teryakisósu í aðalrétt. Í eftirrétt hafði ég svo hugsað mér að hafa crème brȗlée. Annars elda ég mjög hefðbundinn mat heima en er frekar dugleg að prófa nýja rétti og nýjar samsetn- ingar. Mér finnst skemmtilegast að elda fisk, gera djúsí eftirrétti og kökur. Yfir hátíðardaga, eins og páska, er yfirleitt veisla á mínum bæ. Mér finnst fátt skemmtilegra en að elda góðan og fjölbreyttan mat og dekka borðstofuborðið upp með fallegu skrauti. Yfirleitt elda ég alltof mikið þannig að það endar yfirleitt á því að ég býð systrum mínum að koma í mat til okkar,“ segir Vigdís og gefur hér girnilegar uppskriftir. Þegar við mæðg- urnar erum saman erum við alltaf að brasa í eldhúsinu og útbúum einhverja gómsæta rétti. Vigdís Ylfa Hreinsdóttir Elín Albertsdóttir elin@365.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 05 90 Úrval af mildum og ómótstæðilegum ostum á veisluborðið. Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert fullkomna veisluna. ÚR DÖLUNUM PÁSKAÞRENNAPá Pá Vigdís Ylfa Hreinsdóttir gefur lesendum dýrindis páska- uppskriftir. MYND/EYÞÓR Girnileg andabringa með góðu grænmeti. Heimagert páskaegg. Andabringur og fyllt páskaegg Andabringur eru frábær hátíðarmatur. Vigdís Ylfa Hreinsdóttir matreiðslumaður segir að anda- bringur séu í miklu uppáhaldi hjá sér. Hún gefur uppskrift að páskamatnum og góðum eftirrétti. „Andabringur er í sérlegu uppá- haldi hjá mér núna og þess vegna langar mig til þess að deila því með ykkur hvernig ég elda þær. Svo er mjög sniðugt að nota afganginn í pinnamat eða á osta- bakkann.“ Andabringur Grænmeti að eigin vali Salt og pipar Best er að byrja á því að snyrta bringurnar með því að taka sinar og snyrta fitu. Skerið síðan rákir í fituna án þess að skera í kjötið. Hitið pönnu og steikið bring- urnar á fituhliðinni. Ekki hafa of háan hita því þá brennur fitan, hún á bara að vera vel stökk. Fleytið allri umfram fitu af pönnunni meðan á steikingunni stendur, geymið fituna og notið hana síðar til að steikja græn- meti. Steikið bringurnar í um það bil sex mínútur á fitunni og snúið síðan við og steikið í tvær mínútur. Bragðbætið bringurnar með salti og pipar. Setjið í 180°C heitan ofn í 8-10 mínútur. Látið bringurnar hvíla í 15 mínútur áður en þær eru skornar í sneiðar. Ljúffengar andabringur „Þetta páskaegg er dásamlega gott, algjört æði sem eftirréttur með ferskum berjum. Það er líka hægt að nota dekkra súkkulaði, en ég geri oft mismunandi páskaegg og leyfi börnunum alltaf að taka þátt.“ 100 g mjólkursúkkulaði (ég nota Milka) 200 g rjómaostur (t.d. Phila- delphia) 120 g Dumle-karamellur 60 ml rjómi 1 msk. smjör Bræðið súkkulaðið og setjið í páskaeggjaform. Súkkulaðið á eingöngu að fylla skelina en eggið á að vera holt að innan. Kælið í 30 mínútur í ísskáp og losið síðan varlega úr formunum. Sjóðið upp á rjómanum og bætið karamellun- um út í. Hærið vel en bætið síðan smjörinu saman við og kælið. Þeytið upp rjómaostinn og blandið karamellublöndunni saman við. Fyllið eggin með blöndunni. Páskadesert með karamellu rjómaostsfyllingu 10 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.