Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 46
Eggin fara vel á veisluborði og litirnir eiga sér- staklega vel við um páskana. Fallegar páskaliljur setja mikinn svip á umhverfið hvort sem er innan- eða utandyra. Sumir eru með afklipptar páskaliljur í vasa en aðrir hafa þær í potti með rót. Ef páskaliljur eru afklipptar lifa þær skemur eða í 3-6 daga. Til að fá lengri líftíma er gott að skera neðan af stilkunum og stinga þeim síðan strax í vatn. Hafið vatnið volgt, alls ekki of kalt. Það sama á við um túlípana. Ekki láta páskaliljur standa nálægt ferskum ávöxtum. Gott er að láta páska- liljur standa á svölum stað á nótt- unni eða ekki yfir fimm gráðum. Eftir þrjá daga er ágætt að klippa aftur af stilkunum og setja blómin í nýtt vatn. Notið í vatnið næringu sem fylgir oft blómvöndum. Ef þú ert með páskaliljur í potti þurfa þær litla vökvun. Ekki láta blómin standa í mikilli sól. Góð ráð fyrir páskaliljur Egg af ýmsu tagi eru í hávegum höfð um páska og ekki úr vegi að spreyta sig á því að gera heimatilbúin djöfla- egg. Þau fara líka einstaklega vel á veisluborði og eru tilvalinn smá- réttur. Hér er klassíska útgáfan en til eru ýmis tilbrigði og er auðvelt að leika sér með krydd, bragð og skraut. 6 egg 2 msk. majones 2 tsk. dijon-sinnep Salt og pipar paprikukrydd Ferskur graslaukur Sjóðið eggin í tíu mínútur. Hellið vatninu af. Brjótið skurnina á hverju eggi létt og setjið hvert um sig ofan í skál með ísköldu klakavatni. Kælið um stund. Takið skurnina varlega af eggjunum og skerið þau langsum í tvennt. Takið rauðuna upp úr með skeið. Stappið rauðuna ásamt majón esi og sinnepi, þar til blandan verður létt. Smakkið til með salti og pipar. Setjið blönduna í sprautu- poka og sprautið hæfilegu magni í hvern eggjahelming. Skreytið með paprikukryddi og smátt söxuðum ferskum graslauk. Klassísk djöflaegg 8 g instant ger 1 1/4 bolli G-mjólk, volg Klípa af salti 1/3 bolli mjúkt smjör 2 egg þeytt 1/2 bolli sykur 3 1/2 bolli hveiti 1 egg, þeytt með 1 tsk. af vatni til penslunar 6 lituð egg (þarf ekki að sjóða áður) Skrautsykur Setjið í hrærivélarskál ger, volga mjólk, salt, smjör, egg og sykur. Bætið helmingnum af hveitinu út í og hrærið í hrærivél þar til deigið verður mjúkt. Bætið restinni af hveitinu rólega út í meðan vélin hrærir, þar til deigið klessist ekki lengur við skálina. Hnoðið deigið á borði þar til mjúkt og látið loks hefast á hlýjum stað í klukku- stund. Kýlið deigið niður, skiptið í 12 hluta og rúllið upp í lengjur. Snúið tvær og tvær lengjur saman og leggið í hringi á bökunar- plötu. Látið hefast aftur í klukku- stund. Penslið með þeyttu eggi og stráið skrautsykri yfir. Leggið egg í miðjuna á hverju „hreiðri“. Bakið í 20-25 mínútur við 175 gráður. Uppskrift fengin af www.the- italiandishblog.com Ítölsk páskabrauð S PE NN AN DI KLASSÍSKT HOLLT Brunch hlaðborð á Haust Restaurant Gæðastund með vinum og fjölskyldu í fallegu umhverfi Verð 3.950 kr. á mann nýbakað brauð – pestó og hummus – pastaréttir nautacarpaccio – reyktur og grafinn lax – grilluð kjúklinga- og grænmetisspjót – eggs Benedict – amerískar pönnukökur með sírópi og ferskum ávöxtum – safar – smoothie og margt fleira haust@haustrestaurant.is | borðapantanir í síma 531 9020 | haustrestaurant.is Haust Restaurant er staðsett á Fosshotel Reykjavík, Þórunnartúni 1 S PE NN AN DI KLASSÍSKT HOLLT Kokkarnir okkar töfra fram bragðgóða rétti MIKIÐ ÚRVAL OPIÐ ALLA PÁSKANA 11:30-14:00 12 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.