Fréttablaðið - 12.04.2017, Side 46

Fréttablaðið - 12.04.2017, Side 46
Eggin fara vel á veisluborði og litirnir eiga sér- staklega vel við um páskana. Fallegar páskaliljur setja mikinn svip á umhverfið hvort sem er innan- eða utandyra. Sumir eru með afklipptar páskaliljur í vasa en aðrir hafa þær í potti með rót. Ef páskaliljur eru afklipptar lifa þær skemur eða í 3-6 daga. Til að fá lengri líftíma er gott að skera neðan af stilkunum og stinga þeim síðan strax í vatn. Hafið vatnið volgt, alls ekki of kalt. Það sama á við um túlípana. Ekki láta páskaliljur standa nálægt ferskum ávöxtum. Gott er að láta páska- liljur standa á svölum stað á nótt- unni eða ekki yfir fimm gráðum. Eftir þrjá daga er ágætt að klippa aftur af stilkunum og setja blómin í nýtt vatn. Notið í vatnið næringu sem fylgir oft blómvöndum. Ef þú ert með páskaliljur í potti þurfa þær litla vökvun. Ekki láta blómin standa í mikilli sól. Góð ráð fyrir páskaliljur Egg af ýmsu tagi eru í hávegum höfð um páska og ekki úr vegi að spreyta sig á því að gera heimatilbúin djöfla- egg. Þau fara líka einstaklega vel á veisluborði og eru tilvalinn smá- réttur. Hér er klassíska útgáfan en til eru ýmis tilbrigði og er auðvelt að leika sér með krydd, bragð og skraut. 6 egg 2 msk. majones 2 tsk. dijon-sinnep Salt og pipar paprikukrydd Ferskur graslaukur Sjóðið eggin í tíu mínútur. Hellið vatninu af. Brjótið skurnina á hverju eggi létt og setjið hvert um sig ofan í skál með ísköldu klakavatni. Kælið um stund. Takið skurnina varlega af eggjunum og skerið þau langsum í tvennt. Takið rauðuna upp úr með skeið. Stappið rauðuna ásamt majón esi og sinnepi, þar til blandan verður létt. Smakkið til með salti og pipar. Setjið blönduna í sprautu- poka og sprautið hæfilegu magni í hvern eggjahelming. Skreytið með paprikukryddi og smátt söxuðum ferskum graslauk. Klassísk djöflaegg 8 g instant ger 1 1/4 bolli G-mjólk, volg Klípa af salti 1/3 bolli mjúkt smjör 2 egg þeytt 1/2 bolli sykur 3 1/2 bolli hveiti 1 egg, þeytt með 1 tsk. af vatni til penslunar 6 lituð egg (þarf ekki að sjóða áður) Skrautsykur Setjið í hrærivélarskál ger, volga mjólk, salt, smjör, egg og sykur. Bætið helmingnum af hveitinu út í og hrærið í hrærivél þar til deigið verður mjúkt. Bætið restinni af hveitinu rólega út í meðan vélin hrærir, þar til deigið klessist ekki lengur við skálina. Hnoðið deigið á borði þar til mjúkt og látið loks hefast á hlýjum stað í klukku- stund. Kýlið deigið niður, skiptið í 12 hluta og rúllið upp í lengjur. Snúið tvær og tvær lengjur saman og leggið í hringi á bökunar- plötu. Látið hefast aftur í klukku- stund. Penslið með þeyttu eggi og stráið skrautsykri yfir. Leggið egg í miðjuna á hverju „hreiðri“. Bakið í 20-25 mínútur við 175 gráður. Uppskrift fengin af www.the- italiandishblog.com Ítölsk páskabrauð S PE NN AN DI KLASSÍSKT HOLLT Brunch hlaðborð á Haust Restaurant Gæðastund með vinum og fjölskyldu í fallegu umhverfi Verð 3.950 kr. á mann nýbakað brauð – pestó og hummus – pastaréttir nautacarpaccio – reyktur og grafinn lax – grilluð kjúklinga- og grænmetisspjót – eggs Benedict – amerískar pönnukökur með sírópi og ferskum ávöxtum – safar – smoothie og margt fleira haust@haustrestaurant.is | borðapantanir í síma 531 9020 | haustrestaurant.is Haust Restaurant er staðsett á Fosshotel Reykjavík, Þórunnartúni 1 S PE NN AN DI KLASSÍSKT HOLLT Kokkarnir okkar töfra fram bragðgóða rétti MIKIÐ ÚRVAL OPIÐ ALLA PÁSKANA 11:30-14:00 12 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.