Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 47
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Það fer eiginlega ekkert í ruslið hjá okkur nema matarafgang-ar og við notum maíspoka í
ruslatunnuna. Við búum í blokk
svo við höfum ekki enn þá farið
að molta. Við tökum allan pappír
frá, plast, gler og málm. Þegar ég
kaupi inn fer ég með margnota
taupoka og reyni að taka sem
minnst af pappír og plasti heim,“
segir Helena Jónsdóttir jógakenn-
ari, en hún hafði lengi ætlað sér að
flokka allt heimilissorp. Helena
og maður hennar, Árni Filippus-
son, notuðu svo tækifærið þegar
fjölskyldan flutti í stærra húsnæði
fyrir þremur árum. Hollt mataræði
ýtti henni einnig í þessa átt.
„Ég versla mikið í búðum eins og
Frú Laugu og Bændur í bænum og
hef hugsað um mataræðið alveg frá
því ég var tvítug. Mér fannst ekki
passa að vera á þeirri línu, kaupa
lífrænt og hugsa um dýravelferð
en hugsa svo ekki lengra. Hvert
fer þetta sem ég er að koma með
heim? Hvað gerir það náttúrunni
að henda bara öllu í ruslið? Ég vann
líka í Jurtaapótekinu í nokkur ár
þar sem allt er flokkað. Ég hafði
samt ekki komið mér að því að
flokka sjálf fyrr en við fluttum og
nú fer ég ekki til baka. Þetta er
ekkert mál og svo finnst mér þetta
líka svo gefandi. Ég hefði auðvitað
getað byrjað miklu fyrr,“ segir
Helena.
Í fjölskyldunni eru fimm manns
og eru krakkarnir fjögurra, fimm
og átta ára. Helena segir þau
hjónin vilja að krakkarnir verði
meðvituð um flokkun og endur-
vinnslu og þau læri það sem fyrir
þeim sé haft.
„Það er gaman að hafa þau
með í þessu. Við erum með eina
stóra skúffu í eldhúsinu sem við
notum undir pappír og plast.
Þau spyrja út í hvað sé plast og
hvað sé pappír en oft getur það
vafist fyrir þeim. Við erum líka
orðin dálítið pirrandi fjölskylda
þegar við bendum gestkomandi
krökkum á að eitthvað sem þau
ætla að henda sé ekki rusl og
sé hægt að endurvinna, en það
hefur líka áhrif. Vinafólk okkar
fór að flokka í framhaldinu og
annað vinafólk, sem býr í einbýli,
ætlar líka að fara að flokka, enda
frábært að geta verið með tunn-
urnar við húsið. Það eru grennd-
argámar í nágrenni við okkur en í
þá þarf að tína upp úr pokunum,
sem getur verið vesen í leiðinlegu
veðri. Frá fimm manna fjölskyldu
kemur líka mikið og við höfum
vanið okkur á að fara einu sinni
í viku í Sorpu. Það er ótrúlega
mikið plast í umferð utan um
salöt og grænmeti, nammi og
snakk. Tíu litlir frostpinnar í
pakka eru allir pakkaðir í plast!
Þá fylgja leikföngum miklar
plastumbúðir. Jafnvel þó maður
reyni að taka sem minnst heim
fylgir alltaf eitthvað.“
Ekkert mál að flokka
Helena Jónsdóttir fór að flokka heimilissorpið þegar fjölskyldan flutti í
stærra húsnæði. Hjónin leggja áherslu á að krakkarnir læri að flokka.
Helena segir þau hjónin leggja áherslu á að börnin læri að flokka á heimilinu. MYND/ÁRNI FILIPPUSSON
AÐ FLOKKA
TAKK FYRIR
Græna tunnan
er fyrir plast
Þú getur pantað græna tunnu og gert aðrar
breytingar á tunnusamsetningu á www.ekkirusl.is,
í síma 411 1111 eða á sorphirda@reykjavik.is.
Hvernig samsetning hentar þér?
Plast er eitt algengasta efnið í umhverfi okkar. Notkun þess eykst
í sífellu, en plastefni brotna mjög hægt niður í náttúrunni. Hlutur
plasts er um 18% af þyngd blandaðs úrgangs í gráum tunnum en
allur sá úrgangur er urðaður. Það þýðir að rúmlega þrjú þúsund tonn
af plasti frá Reykjavík voru urðuð í Álfsnesi í fyrra.
Græna tunnan er aukin þjónusta við söfnun á plasti sem áður var
hægt að skila á grenndar- og endurvinnslustöðvar. Skil á plasti hafa
aukist gríðarlega síðan hún var tekin í notkun.
Hægt er að efnisendurvinna stóran hluta plasts og brennsla til
orkunýtingar er ákjósanlegri valkostur en urðun í þeim tilvikum
sem endurvinnsla er ekki fýsileg af einhverjum ástæðum.
Reykjavíkurborg býður borgarbúum græna tunnu undir plastið.
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7