Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 54

Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 54
Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis  verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrir- tækjagreiningar Arion banka á versl- unarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismats- gengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert fram- hald málsins verður og benda starfs- menn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækis- ins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlut- deild í rekstrarhagnaði Vínbúðar- innar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumark- aði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrir- komulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skamm- tímaáhrifin af komu  bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verð- matinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin Verðmæti Haga geti aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Fyrirtækjagreining Arion banka segir markaðsverðmæti Haga geta aukist um 5,8 milljarða króna ef áfengi fer í búðir. Ráðleggur fjárfestum að kaupa í Högum enda sé virði bréfanna 58 krónur á hlut. Skammtíma áhrifin af komu Costco hingað til lands verði enn meiri en bankinn spáði í desember síðastliðnum. Verðmat Arion inniheldur kaup Haga á Lyfju sem nú eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Vala Dröfn Jóhannsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Vistor, er nýkjörin stjórnar formaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Vala er 44 ára og býr í Hafnar firði ásamt eiginmanni sínum, Gísla Þorsteinssyni, mark- aðsstjóra Nýherja, og börnum. Hún er sameindalíffræðingur að mennt en hefur einnig lokið námi í alþjóðaviðskiptum og markaðs- fræði. Vala hefur starfað í fimmtán ár hjá Vistor hf., lyfjaheildsölu í Garðabæ; fyrst sem sölufulltrúi og svo markaðsstjóri fyrir lyfjafyrir- tækin Novartis og Alcon. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Þrátt fyrir stór lof- orð nýrrar ríkisstjórnar um að setja heilbrigðismál á oddinn, erum við komin aftur í þá stöðu að ekkert fjármagn er í fjárlögum fyrir inn- leiðingu nýrra lyfja á árinu. Í febrúar á þessu ári var lofað að úr þessu yrði bætt, en enn bólar ekkert á þessu viðbótarfjármagni. Hvaða app notarðu mest? Face- book og Snapchat, en nota líka mikið öpp með afþreyingarefni svo sem Netflix til að horfa á þætti og kvikmyndir. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýti frítímann helst til að vera með fjölskyldu og vinum. Mér finnst líka ekkert betra en að slaka á í heita pottinum á pallinum heima hjá mér eftir annasaman dag. Hvernig heldur þú þér í formi? Ég byrjaði aðeins að hlaupa með hlaupahópi FH síðasta sumar og ætla að byrja á því aftur í vor. Yfir vetrartímann er ég hins vegar ekki mikið fyrir að vera úti, enda er ég óttalegt stofublóm. Það má því segja að hlaupaformið sé háð árstíðum. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta yfirleitt á vinsælustu tón- listina hverju sinni í útvarpinu, en ég hef líka mjög gaman af alls konar heimstónlist. Ertu í þínu draumastarfi?Já, algjörlega. Í mínu starfi sameinast mín helstu áhugamál, sem eru heil- brigðismál, vísindi og samskipti við fólk. Vinnan er mjög fjölbreytt og engir tveir dagar eins. Svo er líka svo skemmtilegt að vinna hjá Vistor enda hef ég verið þar í fimmtán ár. Hlaupaform stofublómsins er háð árstíðum Svipmynd Vala Dröfn Jóhannsdóttir Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarð- anir út frá því. Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækk- un dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissu- lega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hluta- bréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kaup- tækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið. Björn Berg. Gunnarsson, fræðslu- stjóri VÍB. Í frjálsu falli? Björn Berg. Gunnarsson, fræðslu- stjóri VÍB. Mér finnst líka ekkert betra en að slaka á í heita pottinum á pallinum heima hjá mér eftir annasaman dag. 56 milljarðar er það sem mark- aðsverðmæti Haga nam við lokun markaða í gær Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Vala Dröfn Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Vistor. Finnur Árnason, forstjóri Haga. verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017- 18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síð- asta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati. haraldur@frettabladid.is 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.