Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 14. mars 2014 | MENNING | FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sýningar 20.30 Leikdeild Umf. Skallagríms frum- sýnir söng- og gamanleikinn Stöngin inn í Lyngbrekku. Stöngin inn er nýtt verk eftir Guðmund Ólafsson leikara. Hátíðir 19.00 Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða haldin í Eldborg í Hörpu. Margt af okkar helsta tón- listarfólki mun koma fram, það besta á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verð- launanna skoðuð allt til ársins 1993. Tónlist 12.15 Hádegistón- leikar Tríós Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Hádegistón- leikar Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðlu- leikara ásamt Gunnari Kvaran sellóleik- ara og Gerrit Schuil píanóleikara. 20.00 Plötusnúðurinn Klaas heldur tónleika í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ. 21.00 Tim Hecker heldur tónleika í Mengi. Miðaverð á þessa tónleika er 3.000 krónur en handhafar tónleikakorts Mengis munu engu að síður fá aðgang að viðburðinum á sömu kjörum og venjulega. 21.00 Fyrstu tónleikar í tónleikaröð- inni Kvöldstund með Vebeth verða haldnir á Café Ray Liotta á Hverfis- götu. Vebeth er hópur tónlistar og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum Vebeth. 22.00 Bloodgroup heldur tónleika á Græna hattinum. Hljómsveitin Bloodgroup hefur verið dugleg við spilamennsku erlendis spilað nokkur hundruð tónleika um allann heim við frábærar undirtektir. Hljómsveitin stækkaði við sig á síðasta ári þegar trommuleikarinn Þorvaldur Þór bættist í hópinn. Miðaverð er 2.400 krónur. 23.00 Plötu- snúðurinn Klaas heldur tónleika í All In í Hafnarfirði. Aðgöngu- miðaverð er 2.500 krónur. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og gestir skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar 20.00 Í kvöld fer fram fyrirlestur í húsi Lífspekifélags Íslands, Ingólfs- stræti 22, þar sem Gunnlaugur Guð- mundsson, stjörnuspekingur, heldur fyrirlestur sem hann nefnir: Sálametið. Um tengsl manns, náttúru og alheims og hvernig þau birtast í persónuleika mannsins. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Þetta er æðislegt. Mér finnst ótrú- lega gaman að vera tilnefndur. Það er mikill heiður,“ segir tónlistar- maðurinn Svavar Knútur. Hann er tilnefndur, ásamt færeyska tónlist- armanninum Marius, fyrir lag árs- ins 2013 á færeysku tónlistarverð- laununum, Faroe Music Awards, sem veitt eru í fyrsta sinn núna á laugardaginn. Lagið heitir Tokan og hefur verið afar vinsælt í Fær- eyjum. „Við kynntumst í söngvaskálda- smiðju á Sámsey í Danmörku en okkur var báðum boðið í hana af hátíðinni Copenhagen Song- writing Festival. Við vorum settir saman í að semja lag og ákváðum að gera lag sem sameinar íslenska og færeyska reynslu, upplifun og sýn. Lagið var samið bæði á íslensku og færeysku og sungið á báðum tungumálum til skiptis. Við tókum upp tvær útgáfur af laginu, hans útgáfu og mína. Mín útgáfa er kammerútgáfa og hans meira rokk og elektróník. Hans útgáfa fór í útvarp en við gerðum mynd- band við mína útgáfu,“ segir Svav- ar Knútur sem hefur aldrei verið tilnefndur til íslensku tónlistar- verðlaunanna. „Nei, ég er ekki töff á Íslandi.“ Tónlistarmaðurinn getur ekki verið viðstaddur hátíðina á laug- ardaginn þar sem hann flýgur til Þýskalands á sunnudag á tónleika- ferðalag í tvo og hálfan mánuð. Hann yfirgefur samt ekki Ísland án þess að kveðja landsmenn. „Ég verð með kveðjutónleika í kvöld á Rosenberg. Ég verð með hljómsveit í fyrsta sinn í mörg ár og ætla að flytja alls konar efni.“ - lkg Vinsæll í Færeyjum Svavar Knútur er tilnefndur til færeysku tónlist- arverðlaunanna. „Mikill heiður,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILLAR FÆREYINGA S vavar Knútur á eitt vinsælasta lag síðasta árs í Færeyjum. ➜ Svavar Knútur hefur aldrei verið tilnefndur til Íslensku tón- listarverðlaunanna HLJÓÐFÆRA- OG SÖNGNÁM VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Bakkalárnám: 180 einingar á 3 árum, flytjenda- eða kennaramiðað. Diplómanám fyrir yngri nemendur. Viltu verða einleikari eða einsöngvari, flytja kammertónlist, leika í sinfóníuhljómsveit, túlka samtímatónlist eða stendur hugur þinn frekar til að verða hljóðfæra- eða söngkennari. Eftirtaldir hljóðfæraleikarar og söngvarar gætu orðið kennarar þínir: Söngur: Kristinn Sigmundsson, Ólöf K. Harðardóttir, Þóra Einarsdóttir. Píanó: Nína Margrét Grímsdóttir, Peter Maté, Richard Simm. Jazzpíanó: Kjartan Valdemarsson. Píanó - meðleikur: Helga Bryndís Magnúsdóttir, Richard Simm, Selma Guðmundsdóttir. Gítar: Pétur Jónasson, Svanur Vilbergsson. Fiðla: Ari Vilhjálmsson, Auður Hafsteinsdóttir, Guðný Guðmunds- dóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir. Lágfiðla: Svava Bernharðsdóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir. Selló: Bryndís Halla Gylfadóttir, Gunnar Kvaran, Sigurgeir Agnarsson. Kontrabassi: Hávarður Tryggvason. Flauta: Martial Nardeau, Hallfríður Ólafsdóttir. Klarinett: Einar Jóhannesson, Ármann Helgason. Óbó: Daði Kolbeinsson. Fagott: Hafsteinn Guðmundsson. Horn: Joe Ognibene. Básúna: Sigurður Þorbergsson. Trompet: Eiríkur Örn Pálsson. Harpa: Elísabet Waage. Harmonika: German Khlopin. Slagverk: Frank Aarnik. Saxófónn: Sigurður Flosason Auk þess geta nemendur átt kost á að læra hjá völdum kennur- um sem teljast sérfræðingar á afmörkuðum áherslusviðum. UMSÓKNARFRESTUR TIL 21. MARS 2014 FREKARI UPPLÝSINGAR Á WWW.LHI.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.