Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2014, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 14.03.2014, Qupperneq 43
FÖSTUDAGUR 14. mars 2014 | MENNING | FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sýningar 20.30 Leikdeild Umf. Skallagríms frum- sýnir söng- og gamanleikinn Stöngin inn í Lyngbrekku. Stöngin inn er nýtt verk eftir Guðmund Ólafsson leikara. Hátíðir 19.00 Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár og verða haldin í Eldborg í Hörpu. Margt af okkar helsta tón- listarfólki mun koma fram, það besta á árinu 2013 verður verðlaunað auk þess sem litið verður yfir farinn veg og saga verð- launanna skoðuð allt til ársins 1993. Tónlist 12.15 Hádegistón- leikar Tríós Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Hádegistón- leikar Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðlu- leikara ásamt Gunnari Kvaran sellóleik- ara og Gerrit Schuil píanóleikara. 20.00 Plötusnúðurinn Klaas heldur tónleika í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ. 21.00 Tim Hecker heldur tónleika í Mengi. Miðaverð á þessa tónleika er 3.000 krónur en handhafar tónleikakorts Mengis munu engu að síður fá aðgang að viðburðinum á sömu kjörum og venjulega. 21.00 Fyrstu tónleikar í tónleikaröð- inni Kvöldstund með Vebeth verða haldnir á Café Ray Liotta á Hverfis- götu. Vebeth er hópur tónlistar og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum Vebeth. 22.00 Bloodgroup heldur tónleika á Græna hattinum. Hljómsveitin Bloodgroup hefur verið dugleg við spilamennsku erlendis spilað nokkur hundruð tónleika um allann heim við frábærar undirtektir. Hljómsveitin stækkaði við sig á síðasta ári þegar trommuleikarinn Þorvaldur Þór bættist í hópinn. Miðaverð er 2.400 krónur. 23.00 Plötu- snúðurinn Klaas heldur tónleika í All In í Hafnarfirði. Aðgöngu- miðaverð er 2.500 krónur. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og gestir skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar 20.00 Í kvöld fer fram fyrirlestur í húsi Lífspekifélags Íslands, Ingólfs- stræti 22, þar sem Gunnlaugur Guð- mundsson, stjörnuspekingur, heldur fyrirlestur sem hann nefnir: Sálametið. Um tengsl manns, náttúru og alheims og hvernig þau birtast í persónuleika mannsins. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Þetta er æðislegt. Mér finnst ótrú- lega gaman að vera tilnefndur. Það er mikill heiður,“ segir tónlistar- maðurinn Svavar Knútur. Hann er tilnefndur, ásamt færeyska tónlist- armanninum Marius, fyrir lag árs- ins 2013 á færeysku tónlistarverð- laununum, Faroe Music Awards, sem veitt eru í fyrsta sinn núna á laugardaginn. Lagið heitir Tokan og hefur verið afar vinsælt í Fær- eyjum. „Við kynntumst í söngvaskálda- smiðju á Sámsey í Danmörku en okkur var báðum boðið í hana af hátíðinni Copenhagen Song- writing Festival. Við vorum settir saman í að semja lag og ákváðum að gera lag sem sameinar íslenska og færeyska reynslu, upplifun og sýn. Lagið var samið bæði á íslensku og færeysku og sungið á báðum tungumálum til skiptis. Við tókum upp tvær útgáfur af laginu, hans útgáfu og mína. Mín útgáfa er kammerútgáfa og hans meira rokk og elektróník. Hans útgáfa fór í útvarp en við gerðum mynd- band við mína útgáfu,“ segir Svav- ar Knútur sem hefur aldrei verið tilnefndur til íslensku tónlistar- verðlaunanna. „Nei, ég er ekki töff á Íslandi.“ Tónlistarmaðurinn getur ekki verið viðstaddur hátíðina á laug- ardaginn þar sem hann flýgur til Þýskalands á sunnudag á tónleika- ferðalag í tvo og hálfan mánuð. Hann yfirgefur samt ekki Ísland án þess að kveðja landsmenn. „Ég verð með kveðjutónleika í kvöld á Rosenberg. Ég verð með hljómsveit í fyrsta sinn í mörg ár og ætla að flytja alls konar efni.“ - lkg Vinsæll í Færeyjum Svavar Knútur er tilnefndur til færeysku tónlist- arverðlaunanna. „Mikill heiður,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILLAR FÆREYINGA S vavar Knútur á eitt vinsælasta lag síðasta árs í Færeyjum. ➜ Svavar Knútur hefur aldrei verið tilnefndur til Íslensku tón- listarverðlaunanna HLJÓÐFÆRA- OG SÖNGNÁM VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Bakkalárnám: 180 einingar á 3 árum, flytjenda- eða kennaramiðað. Diplómanám fyrir yngri nemendur. Viltu verða einleikari eða einsöngvari, flytja kammertónlist, leika í sinfóníuhljómsveit, túlka samtímatónlist eða stendur hugur þinn frekar til að verða hljóðfæra- eða söngkennari. Eftirtaldir hljóðfæraleikarar og söngvarar gætu orðið kennarar þínir: Söngur: Kristinn Sigmundsson, Ólöf K. Harðardóttir, Þóra Einarsdóttir. Píanó: Nína Margrét Grímsdóttir, Peter Maté, Richard Simm. Jazzpíanó: Kjartan Valdemarsson. Píanó - meðleikur: Helga Bryndís Magnúsdóttir, Richard Simm, Selma Guðmundsdóttir. Gítar: Pétur Jónasson, Svanur Vilbergsson. Fiðla: Ari Vilhjálmsson, Auður Hafsteinsdóttir, Guðný Guðmunds- dóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir. Lágfiðla: Svava Bernharðsdóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir. Selló: Bryndís Halla Gylfadóttir, Gunnar Kvaran, Sigurgeir Agnarsson. Kontrabassi: Hávarður Tryggvason. Flauta: Martial Nardeau, Hallfríður Ólafsdóttir. Klarinett: Einar Jóhannesson, Ármann Helgason. Óbó: Daði Kolbeinsson. Fagott: Hafsteinn Guðmundsson. Horn: Joe Ognibene. Básúna: Sigurður Þorbergsson. Trompet: Eiríkur Örn Pálsson. Harpa: Elísabet Waage. Harmonika: German Khlopin. Slagverk: Frank Aarnik. Saxófónn: Sigurður Flosason Auk þess geta nemendur átt kost á að læra hjá völdum kennur- um sem teljast sérfræðingar á afmörkuðum áherslusviðum. UMSÓKNARFRESTUR TIL 21. MARS 2014 FREKARI UPPLÝSINGAR Á WWW.LHI.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.