Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 26
Plaköt Rak- elar eru til sýnis í rúmgóðri versluninni. Ýmis dýr og persónur úr Star Wars myndum sjást oft á plak- ötum Rakelar. Ég er mikill dýra- vinur og hefur það verið einn helsti inn- blástur í verkum mínum Starri Freyr Jónsson starri@365.is Rakel Ólafsdóttir (t.h.) hannar skemmtileg plaköt sem hún selur í versluninni SKER sem hún og systir hennar Rebekka opnuðu nýlega á Langholtsvegi. Þar selur Rebekka eigin línu af húðvörum. MYNDIR/ERNIR Vef- og auglýsingahönnuður-inn Rakel Ólafsdóttir hefur teiknað og málað frá því hún man eftir sér og elskar að vinna í höndunum. Fyrir tveimur árum var hún meðlimur í hönnunarhópi sem tók að sér ýmiss konar margmiðl- unarverkefni og tók meðal annars þátt í pop up-markaði fyrir jólin 2015. Plaköt eftir Rakel vöktu þar mikla athygli og í kjölfarið opnaði hún vefverslunina Sker.is þar sem hún selur plakötin sín. Nýlega opnaði hún ásamt systur sinni, Rebekku Ólafsdóttur, verslun á Langholtsvegi undir sama nafni en þar selja þær bæði hönnun Rakelar og húðvörur systur hennar undir nafninu RÓ naturals. „Við syst- urnar höfum tekið að okkur ýmis skapandi verkefni saman í gegnum tíðina og hefur draumur okkar alltaf verið að opna litla verslun. Hér seljum við vörur okkar; hönnun mína og húðvörur Rebekku, en vörur hennar eru handunnar úr 100 prósent náttúrulegum hráefnum. Þær innihalda því engin óþarfa aukaefni eins og alkóhól, paraben eða önnur rotvarnarefni. Ég kom einmitt að útliti húðvaranna og markaðsmálum í tengslum við þær ásamt systur minni.“ Kolféll fyrir vatnslitum Vegna mikilla anna undanfarin ár var það ekki fyrr en í fæðingarorlofi Rakelar fyrir þremur árum sem hún byrjaði að teikna aftur eftir langa pásu og kolféll hún þá fyrir vatnslitum. „Ég er mikill dýravinur og hefur það verið einn helsti inn- blástur í verkum mínum eins og sjá má á nýlegum verkum. Sterkasti og eflaust þekktasti stíll minn er krot- stíllinn og má þar nefna Star Wars myndirnar sem seldar voru á fyrr- nefndum pop up-markaði 2015.“ Krotstíllinn var ríkjandi í verkjum hennar til að byrja með og hefur hún mjög gaman af því að vinna með þann stíl enn þá. Ásamt því að teikna og mála plaköt hefur hún einnig hannað ýmis grafísk verk. „Yfirleitt hanna ég í settum þar sem verkin tengjast hvert öðru eða eru unnin í sama stíl og er hug- myndavinnan byggð á því. Það er mismunandi hvernig verkin eru unnin en byrjunin er hugmynda- vinna, þar næst skissur og að lokum er málað, teiknað eða unnið í tölvu.“ Barnahorn og kaffi Rekstur verslunarinnar hefur geng- ið vonum framar fyrstu vikurnar að sögn Rakelar og er stefnan að auka vöruúrvalið jafnt og þétt og taka inn nýja íslenska hönnuði. „Við erum m.a. farnar að selja vörur frá töskuhönnuðinum Klementinu og fleiri bætast vonandi fljótlega við.“ Umhverfismál skipta þær miklu máli eins og sjá má á umbúðum og öðrum pakkningum í versluninni. „Allar vörur RÓ naturals eru í glerumbúðum og er viðskipta- vinum gefinn kostur á að skila inn tómum krukkum og flöskum í skiptum fyrir 15 prósenta afslátt af næstu vöru.“ Systurnar eru fjölskyldufólk og því er að sjálfsögðu barnahorn í versluninni og alltaf heitt á könn- unni að sögn Rakelar. „Vinnuað- Þar sem töfrarnir gerast Við gerð plakata sinna sækir Rakel Ólafsdóttir helst innblástur til dýra enda mikill dýravinur. Star Wars myndir hennar hafa þó helst vakið athygli en þær byggja á krotstílnum. Nýlega opnaði hún verslunina SKER á Langholtsvegi í Reykjavík ásamt systur sinni sem framleiðir húðvörur úr 100% náttúrulegum efnum. staða okkar er baka til þar sem töfrarnir gerast en þar er aðstaða til að blanda húðvörurnar og sinna verktakavinnu í auglýsingagerð ásamt annarri markaðsvinnu.“ Nánari upplýsingar um hönnun og vörur þeirra Rakelar og Rebekku má finna á www.sker.is og á Facebook (SKER og RÓ naturals). 365.is Sími 1817 333 krá dag* Tryggðu þér áskrift *9.990.- á mánuði. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.