Fréttablaðið - 16.06.2017, Síða 30

Fréttablaðið - 16.06.2017, Síða 30
Að mála er eflaust ódýrasta og einfaldasta leiðin til að fríska upp á heimilið og gjörbreyta því. Verslanir BYKO bjóða upp á mikið úrval af gæða málningu og málningarvörum fyrir fagfólk jafnt sem heimili, segir Ágúst Bjarki Jónsson, svæðisstjóri málningardeildar BYKO í Breidd- inni. „Við seljum hágæðamálningu frá Málningu, sem er íslensk framleiðsla, og einnig frá norska framleiðandanum Gjøco. Um leið bjóðum við upp á öll þau efni sem þarf til málunar innan- og utan- húss, s.s. grunna, spartl, málningu, lökk, gólflökk, viðarvörn, þak- málningu, bæs, sprey og húsgagna- olíur.“ Í Breiddinni má líka finna gott og mikið úrval af vönduðum málningarverkfærum, segir Ágúst. „Þar má nefna nauðsynleg verkfæri á borð við pensla, rúllur, sköft, bakka, sköfur, yfir- og undir- breiðslur og svo mætti lengi telja. Í raun má segja að í verslun okkar sé einfaldlega allt sem til þarf á einum stað.“ Framúrskarandi starfsfólk Í Breiddinni, eins og í öðrum verslunum BYKO, starfa bæði fag- lærðir iðnaðarmenn og menn með mikla reynslu í faginu, að sögn Ágústs. „Við erum einfaldlega með framúrskarandi starfsfólk með langan starfsaldur og við búum því að mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði sem við miðlum til við- skiptavina með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu.“ Verslunin í Breiddinni hefur stærstu málningardeild verslana BYKO og því lagt mikið upp úr þjónustu, góðu vöruúrvali og góðu verði, segir Ágúst. „Hér getum við blandað alla liti. Viðskiptavinir geta komið með hluti að heiman sem við getum skotið á með litaskanna og blandað málningu í sama lit. Það er ekki óalgengt að fá hingað inn litríka bangsa til að ná sama lit fyrir barnaherbergið.“ Í dag er mött málning vinsæl á veggi segir Ágúst. „Við erum með mjög góða málningu frá Gjøco sem heitir ROM Supermatt. Þetta er mött akrýl vegg- og loftamálning með gljástig 1. Hún gefur yfirborð- inu hágæða matta áferð og er mjög þægileg og auðveld í notkun. Hún þekur líka frábærlega sem skiptir miklu máli.“ Laus við leysiefni Gjøco býður einnig upp á Bliss innimálningu sem er sérstaklega þróuð með heilsu viðskiptavina í fyrirrúmi, að sögn Ágústs. „Hún er laus við leysiefni og er lyktar- lítil þar sem uppgufun er lítil sem engin. Barnshafandi konur, ofnæmis- og astmasjúklingar og lítil börn eru einstaklega viðkvæm fyrir slíkri uppgufun. Því mæla t.d. astma- og ofnæmissamtök Noregs (NAAF) með Bliss málningunni frá Gjøco. Bliss málningin er líka merkt með Svansmerkinu og Blóminu, sem er umhverfismerki ESB. Á vef BYKO má finna flestar þær tegundir af málningu og málning- arfylgihlutum sem verslunin selur og hægt er að ganga frá kaupum þar og láta senda vörur heim gegn vægu gjaldi. „Vefverslun er klárlega framtíðin í verslun á Íslandi og við erum að vinna í því að gera enn betur í þeim málum. Í framtíðinni á viðskiptavinurinn að geta nálgast allar þær upplýsingar á vefnum sem hann getur fengið í dag beint frá okkur hér á staðnum.“ Nánari upplýsingar má finna á www.byko.is. „Við seljum hágæðamálningu frá Málningu, sem er íslensk framleiðsla, og einnig frá norska framleiðandanum Gjøco,“ segir Ágúst Bjarki Jónsson, svæðisstjóri málningardeildar BYKO í Breiddinni. MYNDIR/EYÞÓR Frískaðu upp á heimilið Í verslunum BYKO fæst hágæða málning frá Málningu og Gjøco. Þar má einnig finna mikið úrval af vönduðum málningarverkfærum fyrir fagmenn jafnt sem heimilið. Reynslumiklir starfsmenn starfa í BYKO sem taka vel á móti viðskiptavinum og leiðbeina með næstu skref. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.