Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 36
Ungt fólk að hefja búskap, og sem hefur ekki úr miklu plássi að spila, á sérstaklega mikið í okkur,“ segir Birna Magnea Bogadóttir, sölustjóri IKEA. „IKEA hefur alltaf lagt áherslu á að bjóða upp á vel hannaðan gæðahúsbún- að sem hentar þessum hópi. Við leyfum okkur að kalla okkur sér- fræðinga í smærri vistarverum þar sem þarf að nýta hvern blett sem best.“ Birna nefnir eldhúsið sem dæmi; þar sé oft ekki mikið pláss, en í IKEA fáist úrval af borðum og stólum sem hægt sé að fella saman og spara þannig pláss þegar þörf krefji. Eins fáist smærri baðinnrétt- ingar sem taki lítið pláss en nýtist mjög vel. „Svo eru ýmis atriði sem er gott að hafa í huga á smærri heimilum eins og að nota nett hús- gögn, sem er jafnvel hægt að fella saman, og nýta veggplássið vel. Það getur til dæmis munað heilmiklu að láta hillur og skápa ná alveg upp í loft eða koma hirslum fyrir undir rúmum og skápum,“ útskýrir Birna. Lýsing sem breytir vinnu- rými í borðstofu á auga- bragði Birna segir ekki óalgengt að sjá fólk með málbandið í versluninni þegar verið er að finna stærri hús- muni sem þurfi að koma fyrir í litlu rými. „Svo þegar nauðsynlegustu húsgögnin eru komin, þá er gaman að leika sér svolítið; skreyta með lýsingu og veggskrauti og leyfa litum og vefnaðarvöru að setja punktinn yfir i-ið.“ Birna segir nýja möguleika í lýsingu hjálpa til við að gera meira úr litlu rými. „IKEA ljósastýring er frábær nýjung hjá okkur. Ljósastýringarkerfi hafa hingað til verið í dýrari kantinum og þannig ekki verið á færi margra þeirra sem eru að flytja að heiman. Við getum boðið þessar vörur á áður óséðu verði en með þeim færðu fjarstýrða lýsingu og getur skapað réttu stemninguna við hvert tilefni, til dæmis meiri og kaldari birtu fyrir vinnutörnina og skipta svo yfir í hlýrri og dempaðri birtu þegar tekið er á móti gestum. Þannig má í raun fá meira út úr takmörkuðu rými.“ Snjöll hönnun á heimsmælikvarða „IKEA hefur gert mikið af því undanfarin misseri að vinna með þekktum hönnuðum að nýjum línum sem fást í takmarkaðan tíma og þær höfða sterkt til unga fólks- ins,“ að sögn Birnu. Þær séu oft svolítið djarfari en almennt gerist hjá fyrirtækinu og þeim hafi verið vel tekið af þeim hópi viðskipta- vina sem hefur auga fyrir hönnun. „Snjallar smáhirslur hafa líka verið vinsælar. Nýja EKET línan er dæmi um það, enda á góðu verði og hill- urnar fást í nokkrum stærðum og litum. Þeim má svo raða saman eftir smekk og aðstæðum.“ Svo megi ekki gleyma því að ungt fólk búi oft á stúdentagörðum eða í leiguhúsnæði þar sem ekki megi bora í veggi eða breyta miklu. „Fyrir slíkar aðstæður eigum við mikið úrval af frístandandi hirslum sem krefjast ekki mikilla framkvæmda en gefa nóg pláss fyrir allt sem gott er að geta geymt úr augsýn.“ Ungt fólk meðvitaðra um umhverfisvernd Úrvalið af smávöru virðist enda- laust í IKEA; skreytingar, speglar, kassar og smáhirslur, vefnaðarvara og annað sem gerir heimilið nota- legt og persónulegt. „Í raun er hægt að ganga hér inn og fá nánast allt í einni ferð. Allt frá innréttingum og heimilistækjum til púða og pottablóma. Það er meira að segja hægt að kaupa í matinn á leiðinni út,“ segir Birna brosandi. „Þegar kemur að hópi yngri viðskipta- vina, þá tökum við líka eftir því að hann hefur mikinn áhuga á að gera heimilið notalegt og er mjög meðvitaður. Ungu fólki í dag er virkilega umhugað um samfélags- mál og það hefur til dæmis mun sterkari skoðanir á umhverfis- vernd en margir sem eldri eru. Það er góðs viti, og við getum stolt sinnt þessum hópi með öflugri samfélagsábyrgð og vörum sem teljast umhverfisvænar, bæði hvað framleiðslu og notagildi varðar.“ Í því samhengi megi nefna sjálf- bærari bómull, sem framleidd er á umhverfisvænni hátt, LED perur sem spari orku og svo auðvitað flokkunarfötur og ílát sem einfaldi endurvinnslu á heimilinu. „Það er óhætt að segja að við leggjum okkur fram um að sinna ungu fólki vel í versluninni. Þar eru upp- sett heimili sem gefa hugmyndir um hvernig hægt er að koma sér fyrir þar sem pláss er af skornum skammti, vöruúrvalið er hannað með það í huga og það ættu allir sem eru að innrétta fyrsta heimilið að finna snjallar hugmyndir hjá okkur,“ segir Birna að lokum. IKEA hefur alltaf lagt áherslu á að bjóða upp á vel hannað- an gæðahúsbúnað sem hentar þessum hópi. Við leyfum okkur að kalla okkur sérfræðinga í smærri vistarverum þar sem þarf að nýta hvern blett sem best. Birna Magnea Bogadóttir EKET veggskáp- ar eru fallegar og notadrjúgar hirslur sem fást í ýmsum stærðum og litum. Þeim má raða upp á nánast óteljandi vegu. Baðinnréttingar IKEA eru hann- aðar fyrir jafnvel smæstu bað- herbergi. Hér er plássið nýtt vel fyrir hirslur sem geyma allt frá eyrnapinnum til handklæða. Nett eldhús sem tekur ekki marga fermetra. KUNGSBACKA hurðir og skúffuframhliðar eru úr endurunnum viði og endurunnum plastflöskum. Í einni hurð eru 25 hálfs lítra flöskur. Til að nýta plássið sem best er gott að hafa nóg af hirslum og fullnýta plássið, til dæmis undir rúminu. Birna Magnea Bogadóttir, sölustjóri IKEA. Sérfræðingar í smærri rýmum Það er stórt skref að flytja að heiman og stofna sitt fyrsta heimili. Þótt það sé afar ánægjulegt skref þá er það líka krefjandi verkefni. Ungt fólk á sínu fyrsta heimili þarf að vera útsjónar- samt, bæði hvað pláss og peninga varðar, en útkom- an þarf ekki að vera neitt minna en glæsileg. 10 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.