Fréttablaðið - 16.06.2017, Side 50
16. JÚNÍ 2017
Tónlist
Hvað? KK tónleikar
Hvenær? 21.00
Hvar? Havarí, Karlsstöðum
KK er einn af okkar fremstu
blús- og þjóðlagalistamönnum og
órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni
bæði í gegnum tónlist sína og
dagskrárgerð. Hann er einstakur
sögumaður og áhorfendur eiga
magnaða kvöldstund í vændum.
Tónleikarnir byrja upp úr kl. 21.00
og aðgangseyrir er 3.000 krónur
við dyr.
Hvað? Todmobile
Hvenær? 20.30
Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði
Það ríkir eftirvænting í Hafnarfirði
því von er á Todmobile í Bæjarbíó
í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem
sveitin kemur fram eftir að húsið
var tekið í gegn og nýjum og glæsi-
legum tækjabúnaði komið fyrir.
Todmobile er ein af vinsælustu
hljómsveitum landsins og hefur
algera sérstöðu í lagasmíðum og
flutningi.
Hvað? DJ Egill Cali
Hvenær? 21.00
Hvar? Prikið, Bankastræti
DJ Egill Cali snýr skífum á Prikinu
frá níu og þeir fáu Prikarar sem
verða ekki á Solstice munu
skemmta sér dýrslega, því má alveg
örugglega lofa.
Viðburðir
Hvað? Græjukeppni á Bíladögum
2017
Hvenær? 12.30
Hvar? Planið hjá Shell, Hörgárbraut,
Akureyri
Það verður svo sannarlega hækkað
vel í græjunum í dag og ættu íbúar í
grennd við Shell að gera einhverjar
ráðstafanir, svo sem að troða bóm-
ull eða klósettpappír í eyrun og
jafnvel festa niður alla lausamuni.
Já, það er komið að græjukeppn-
inni á Bíladögum, hvorki meira né
minna. Hver er með feitasta bass-
ann? Stærstu keilurnar? Flottasta
dótaríið? Þessu verður mögulega
svarað í dag.
Hvað? Götuspyrna á Bíladögum
2017
Hvenær? 18.00
Hvar? Bílaklúbbur Akureyrar
Stærsti viðburður Bíladaga á eftir
græjukeppninni er auðvitað götu-
spyrnan og hún skrensar í gang á
slaginu sex í kvöld og hana nú.
Hvað? Doktorsvörn í sagnfræði:
Íslenskar bækur erlendis. Bókasöfn
Willards Fiskes
Hvenær? 13.00
Hvar? Aðalbygging Háskóla Íslands
Í dag fer fram doktorsvörn við
sagnfræði- og heimspekideild
Háskóla Íslands. Þá ver Kristín
Bragadóttir doktorsritgerð sína í
sagnfræði sem nefnist: Íslenskar
bækur erlendis. Bókasöfnun Will-
ards Fiskes (1831–1904). Vörnin fer
fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu og
hefst kl. 13.00
Hvað? Afmælishátíð Máls og menn-
ingar
Hvenær? 19.30
Hvar? Harpa
Þann 17. júní eru 80 ár liðin frá
því að fulltrúar Félags byltingar-
sinnaðra rithöfunda og bókaútgáf-
unnar Heimskringlu lögðu grunn
að félagi til að gefa út vandaðar
bækur á viðráðanlegu verði. Síðan
þá hefur gengið á ýmsu í sögu Máls
og menningar, þar sem finna má
rússagull og rekstrarvanda, en líka
heimsbókmenntir og skáldaþing,
að ótöldum þúsundum bóka. Nú er
félagið stoltur aðaleigandi Forlags-
ins, stærstu bókaútgáfu á Íslandi,
í félagi við Egil Örn Jóhannsson.
Af þessu tilefni er öllum velunn-
urum MM boðið til afmælisveislu í
Kaldalóni í Hörpu í kvöld.
Hvað? Uppistand fyrir þunglyndis-
sjúklinga
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu
Fram koma Stefán Ingvar Vig-
fússon & Þórdís Nadia Semichat
og segja gífurlega hressa brandara
fyrir þunglyndissjúklinga (og lík-
lega aðra).
Sýningar
Hvað? Fjársjóður þjóðar
Hvenær? 11.00
Hvar? Listasafn Íslands
Í fórum Listasafns Íslands eru á
tólfta þúsund verka af ýmsum
gerðum, frá ýmsum löndum og
ýmsum tímum. Á sýningunni Fjár-
sjóður þjóðar er dágott úrval verka
úr þessari safneign, sem gefur yfir-
lit yfir þróun myndlistar á Íslandi
frá öndverðri nítjándu öld til
okkar daga. Sýningin dregur fram,
með aðstoð um áttatíu listaverka,
fjölbreytni þeirra miðla og stíl-
brigða sem einkenna þessa stuttu
en viðburðaríku sögu. Fyrstu
áratugina byggðist safneign Lista-
safns Íslands einvörðungu upp á
gjöfum, málverkum eftir höfðing-
lega erlenda listamenn, einkum
danska og norræna, en upp úr þar-
síðustu aldamótum urðu listaverk
eftir Íslendinga æ meira áberandi.
Núna er aðeins um tíundi hluti
listaverkaeignar safnsins erlendur
þó svo að enn séu ögn fleiri erlend-
ir en íslenskir listamenn höfundar
verka í Listasafni Íslands.
Hvað? Ragnar Kjartansson: Guð,
hvað mér líður illa
Hvenær? 10.00
Hvar? Hafnarhúsið
Fyrsta safnsýning Ragnars Kjart-
anssonar á heimavelli eftir sigurför
á erlendri grundu á undanförnum
árum. Þar á meðal eru meiriháttar
yfirlitssýningar í virtum söfnum
báðum megin við Atlantshafið.
Hvað? Louisa Matthíasdóttir: Kyrrð
Hvenær? 10.00
Hvar? Kjarvalsstaðir
Viðamikil yfirlitssýning á verkum
listakonunnar Louisu Matthías-
dóttur (1917-2000) þar sem kær-
komið tækifæri gefst til að fá yfir-
sýn yfir feril listakonu sem á ein-
stakan hátt hefur túlkað íslenskt
landslag.
Hvað? Kjarval – lykilverk
Hvenær? 10.00
Hvar? Kjarvalsstaðir
Á sýningunni gefst gott tækifæri til
að kynnast mörgum lykilverkum
frá ferli listamannsins og fá innsýn
í þau meginstef sem voru uppistað-
an í lífsverki hans. Annars vegar
landið í öllum sínum fjölbreyti-
leika og hins vegar það líf og þær
táknmyndir sem Kjarval skynjaði í
landinu, það sem hugurinn nemur
ekki síður en það sem augað sér.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
Hljómsveitin Todmobile treður upp í Hafnarfirði þetta föstudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
ÁLFABAKKA
BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 3 - 3:20 - 5:40 - 8
BÍLAR 3 ÍSL TAL 3D KL. 3
THE MUMMY KL. 5:30 - 8 - 10:20
WONDER WOMAN 2D KL. 5 - 8 - 10:55
WONDER WOMAN 2D VIP KL. 5 - 8 - 10:55
BAYWATCH KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30
PIRATES 3D KL. 5:15 - 8 - 10:45
SPARK ÍSL TAL KL. 3
GUARDIANS OF THE GALAXY 2D KL. 10:20
BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 5:30
THE MUMMY KL. 5:30 - 8 - 10:20
WONDER WOMAN 2D KL. 5 - 7:50 - 10:40
BAYWATCH KL. 5:30 - 8 - 10:30
PIRATES 2D KL. 7:50 - 10:30
EGILSHÖLL
BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 3:50 - 5:10 - 6:10
CARS 3 ENSKT TAL 2D KL. 3:20 - 5:40 - 8:30
WONDER WOMAN 3D KL. 7:40 - 10:35
BAYWATCH KL. 8 - 10:30
PIRATES 2D KL. 10:50
SPARK ÍSL TAL KL. 3:10
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 5:40
CARS 3 ENSKT TAL 2D KL. 8
WONDER WOMAN 3D KL. 10:15
WONDER WOMAN 2D KL. 5:15
BAYWATCH KL. 8
PIRATES 2D KL. 10:30
AKUREYRI
BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 5:40
CARS 3 ENSKT TAL 2D KL. 5:40 - 8
THE MUMMY KL. 10:30
WONDER WOMAN 3D KL. 10:20
BAYWATCH KL. 8
KEFLAVÍK
KAUPTU BÍÓMIÐANN
Í SAMBÍÓ APPINU
TOTAL FILM
TIME OUT N.Y.
L.A. TIMES
EMPIRE
VARIETY
ENTERTAINMENT WEEKLY
USA TODAY
INDIEWIRE
THE WRAP
93%
KAUPTU BÍÓMIÐANN
Í SAMBÍÓ APPINU
Frábær spennumynd
Sýnd með íslensku og
ensku tali
INDIEWIRE
THE SEATTLE TIMES
THE PLAYLIST
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-19
Sing Street 18:00, 20:00, 22:00
Knight Of Cups 17:30
Hrútar 18:00
Clueless 20:00
Hjartasteinn 20:00
Everybody Wants Some!! 22:00
Ég Man Þig 22:30
SÝND KL. 8, 10.20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 5.40
ÍSL. TAL
SÝND KL. 3.50
ÍSL. TAL
SÝND KL. 5
SÝND KL. 8, 10.20SÝND KL. 8, 10.10
SÝND KL. 3.50, 6
ÍSL. TAL
1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð