Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 50
16. JÚNÍ 2017 Tónlist Hvað? KK tónleikar Hvenær? 21.00 Hvar? Havarí, Karlsstöðum KK er einn af okkar fremstu blús- og þjóðlagalistamönnum og órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni bæði í gegnum tónlist sína og dagskrárgerð. Hann er einstakur sögumaður og áhorfendur eiga magnaða kvöldstund í vændum. Tónleikarnir byrja upp úr kl. 21.00 og aðgangseyrir er 3.000 krónur við dyr. Hvað? Todmobile Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Það ríkir eftirvænting í Hafnarfirði því von er á Todmobile í Bæjarbíó í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin kemur fram eftir að húsið var tekið í gegn og nýjum og glæsi- legum tækjabúnaði komið fyrir. Todmobile er ein af vinsælustu hljómsveitum landsins og hefur algera sérstöðu í lagasmíðum og flutningi. Hvað? DJ Egill Cali Hvenær? 21.00 Hvar? Prikið, Bankastræti DJ Egill Cali snýr skífum á Prikinu frá níu og þeir fáu Prikarar sem verða ekki á Solstice munu skemmta sér dýrslega, því má alveg örugglega lofa. Viðburðir Hvað? Græjukeppni á Bíladögum 2017 Hvenær? 12.30 Hvar? Planið hjá Shell, Hörgárbraut, Akureyri Það verður svo sannarlega hækkað vel í græjunum í dag og ættu íbúar í grennd við Shell að gera einhverjar ráðstafanir, svo sem að troða bóm- ull eða klósettpappír í eyrun og jafnvel festa niður alla lausamuni. Já, það er komið að græjukeppn- inni á Bíladögum, hvorki meira né minna. Hver er með feitasta bass- ann? Stærstu keilurnar? Flottasta dótaríið? Þessu verður mögulega svarað í dag. Hvað? Götuspyrna á Bíladögum 2017 Hvenær? 18.00 Hvar? Bílaklúbbur Akureyrar Stærsti viðburður Bíladaga á eftir græjukeppninni er auðvitað götu- spyrnan og hún skrensar í gang á slaginu sex í kvöld og hana nú. Hvað? Doktorsvörn í sagnfræði: Íslenskar bækur erlendis. Bókasöfn Willards Fiskes Hvenær? 13.00 Hvar? Aðalbygging Háskóla Íslands Í dag fer fram doktorsvörn við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá ver Kristín Bragadóttir doktorsritgerð sína í sagnfræði sem nefnist: Íslenskar bækur erlendis. Bókasöfnun Will- ards Fiskes (1831–1904). Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu og hefst kl. 13.00 Hvað? Afmælishátíð Máls og menn- ingar Hvenær? 19.30 Hvar? Harpa Þann 17. júní eru 80 ár liðin frá því að fulltrúar Félags byltingar- sinnaðra rithöfunda og bókaútgáf- unnar Heimskringlu lögðu grunn að félagi til að gefa út vandaðar bækur á viðráðanlegu verði. Síðan þá hefur gengið á ýmsu í sögu Máls og menningar, þar sem finna má rússagull og rekstrarvanda, en líka heimsbókmenntir og skáldaþing, að ótöldum þúsundum bóka. Nú er félagið stoltur aðaleigandi Forlags- ins, stærstu bókaútgáfu á Íslandi, í félagi við Egil Örn Jóhannsson. Af þessu tilefni er öllum velunn- urum MM boðið til afmælisveislu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. Hvað? Uppistand fyrir þunglyndis- sjúklinga Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Fram koma Stefán Ingvar Vig- fússon & Þórdís Nadia Semichat og segja gífurlega hressa brandara fyrir þunglyndissjúklinga (og lík- lega aðra). Sýningar Hvað? Fjársjóður þjóðar Hvenær? 11.00 Hvar? Listasafn Íslands Í fórum Listasafns Íslands eru á tólfta þúsund verka af ýmsum gerðum, frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Á sýningunni Fjár- sjóður þjóðar er dágott úrval verka úr þessari safneign, sem gefur yfir- lit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá öndverðri nítjándu öld til okkar daga. Sýningin dregur fram, með aðstoð um áttatíu listaverka, fjölbreytni þeirra miðla og stíl- brigða sem einkenna þessa stuttu en viðburðaríku sögu. Fyrstu áratugina byggðist safneign Lista- safns Íslands einvörðungu upp á gjöfum, málverkum eftir höfðing- lega erlenda listamenn, einkum danska og norræna, en upp úr þar- síðustu aldamótum urðu listaverk eftir Íslendinga æ meira áberandi. Núna er aðeins um tíundi hluti listaverkaeignar safnsins erlendur þó svo að enn séu ögn fleiri erlend- ir en íslenskir listamenn höfundar verka í Listasafni Íslands. Hvað? Ragnar Kjartansson: Guð, hvað mér líður illa Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsið Fyrsta safnsýning Ragnars Kjart- anssonar á heimavelli eftir sigurför á erlendri grundu á undanförnum árum. Þar á meðal eru meiriháttar yfirlitssýningar í virtum söfnum báðum megin við Atlantshafið. Hvað? Louisa Matthíasdóttir: Kyrrð Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Viðamikil yfirlitssýning á verkum listakonunnar Louisu Matthías- dóttur (1917-2000) þar sem kær- komið tækifæri gefst til að fá yfir- sýn yfir feril listakonu sem á ein- stakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag. Hvað? Kjarval – lykilverk Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistað- an í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreyti- leika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is Hljómsveitin Todmobile treður upp í Hafnarfirði þetta föstudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁLFABAKKA BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 3 - 3:20 - 5:40 - 8 BÍLAR 3 ÍSL TAL 3D KL. 3 THE MUMMY KL. 5:30 - 8 - 10:20 WONDER WOMAN 2D KL. 5 - 8 - 10:55 WONDER WOMAN 2D VIP KL. 5 - 8 - 10:55 BAYWATCH KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 PIRATES 3D KL. 5:15 - 8 - 10:45 SPARK ÍSL TAL KL. 3 GUARDIANS OF THE GALAXY 2D KL. 10:20 BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 5:30 THE MUMMY KL. 5:30 - 8 - 10:20 WONDER WOMAN 2D KL. 5 - 7:50 - 10:40 BAYWATCH KL. 5:30 - 8 - 10:30 PIRATES 2D KL. 7:50 - 10:30 EGILSHÖLL BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 3:50 - 5:10 - 6:10 CARS 3 ENSKT TAL 2D KL. 3:20 - 5:40 - 8:30 WONDER WOMAN 3D KL. 7:40 - 10:35 BAYWATCH KL. 8 - 10:30 PIRATES 2D KL. 10:50 SPARK ÍSL TAL KL. 3:10 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 5:40 CARS 3 ENSKT TAL 2D KL. 8 WONDER WOMAN 3D KL. 10:15 WONDER WOMAN 2D KL. 5:15 BAYWATCH KL. 8 PIRATES 2D KL. 10:30 AKUREYRI BÍLAR 3 ÍSL TAL 2D KL. 5:40 CARS 3 ENSKT TAL 2D KL. 5:40 - 8 THE MUMMY KL. 10:30 WONDER WOMAN 3D KL. 10:20 BAYWATCH KL. 8 KEFLAVÍK KAUPTU BÍÓMIÐANN Í SAMBÍÓ APPINU  TOTAL FILM  TIME OUT N.Y.  L.A. TIMES  EMPIRE  VARIETY  ENTERTAINMENT WEEKLY  USA TODAY  INDIEWIRE  THE WRAP 93% KAUPTU BÍÓMIÐANN Í SAMBÍÓ APPINU Frábær spennumynd Sýnd með íslensku og ensku tali  INDIEWIRE  THE SEATTLE TIMES  THE PLAYLIST HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Sing Street 18:00, 20:00, 22:00 Knight Of Cups 17:30 Hrútar 18:00 Clueless 20:00 Hjartasteinn 20:00 Everybody Wants Some!! 22:00 Ég Man Þig 22:30 SÝND KL. 8, 10.20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 5.40 ÍSL. TAL SÝND KL. 3.50 ÍSL. TAL SÝND KL. 5 SÝND KL. 8, 10.20SÝND KL. 8, 10.10 SÝND KL. 3.50, 6 ÍSL. TAL 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.