Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2016, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.02.2016, Qupperneq 6
Það var ekki síst út af fjölmörgum ábendingum, meðal annars frá Alþingi Íslendinga, sem að við hófum endurskoðun á starfsreglunum nú. Sigrún Magnús- dóttir umhverfis- ráðherra Þetta vekur allt saman grunsemdir um að það séu sterkir aðilar í orkugeiranum að þrýsta á ráðuneyti umhverfismála og náttúru­ verndar. Svandís Svavars- dóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG Jón Grétar Magnússon sýnir ljós- myndir frá siglingu um Scoresbysund. Hrafn Jökulsson kynnir starf Hróksins í Grænlandi fyrir árið 2016. Kalak heldur myndakvöld i Norrænahúsinu miðvikudaginn 17. mars kl. 20:00. Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir. Stjórnin. MYNDAKVÖLD KALAK Á morgun 18. febrúar gefur Íslandspóstur út þrjú frímerki til að minnast stórafmæla. Alþýðusamband Íslands 100 ára, Ísafjarðarbær 150 ára og Hið íslenska bókmenntafélag 200 ára. Þá kemur út Norðurlandafrímerki tileinkað matar ­ gerðarlist og fjögur frímerki tileinkuð keramikhönnun. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkja sölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum lis taverkum StjórnSýSla Landsvirkjun fór fram á það við umhverfisráðu- neytið að starfsreglum verkefna- stjórnar rammaáætlunar yrði breytt. Samkvæmt drögum að nýjum reglum verður verkefna- stjórnin að taka aftur til umræðu virkjunarkost sem áður hefur verið settur í vernd ef hann hefur tekið breytingum. Taki breytingarnar gildi mætti leggja fram að nýju alla virkjana- kosti sem áður hafa verið settir í verndarflokk lítillega breytta – til dæmis Norðlingaölduveitu. Formaður Landverndar, Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, sagði í grein í Fréttablaðinu í gær: „Verði drögin að veruleika hefur Lands- virkjun í raun mótað leikreglur verkefnisstjórnar í úrvinnslu mála sem varða beina fjárhagslega hags- muni fyrirtækisins.“ Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- ráðherra sagði í samtali við RÚV á sunnudag að það væri fráleitt að halda því fram að fyrirhug- aðar breytingar væru gerðar fyrir Landsvirkjun. „Það var ekki síst út af fjölmörgum ábendingum, meðal annars frá Alþingi Íslendinga, sem að við hófum endurskoðun á starfsreglunum nú,“ sagði Sigrún. Samkvæmt svari umhverfisráðu- neytisins til Landverndar vísaði Sigrún þar til funda atvinnuvega- nefndar Alþingis þann 24. sept- ember síðastliðinn. Fram kom í svarinu að bæði gestir fundarins og þingmenn hefðu gert athuga- semdir við starfsreglurnar. Vert er að taka það fram að Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar, var gestur á fundinum. „Þetta vekur allt saman grun- semdir um að það séu sterkir aðilar í orkugeiranum að þrýsta á ráðuneyti umhverfismála og nátt- úruverndar að breyta reglum í þágu nýtingar,“ segir Svandís Svav- Landsvirkjun þrýsti á um breytingar á reglum Ef drög að reglum um verkefnisstjórn rammaáætlunar verða að veruleika verður stjórnin að taka virkjanakosti sem áður voru í verndarflokki til umræðu. Þrýstingur frá Landsvirkjun virðist hafa valdið breytingunum. Ferill málsins 22. maí 2015 - Starfsreglur verk- efnisstjórnar rammaáætlunar samþykktar 17. ágúst 2015 - Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, gengur á fund umhverfisráðherra og fer fram á að reglunum verði breytt. Hann leggur fram ítarlegt bréf þess efnis. 11. janúar 2016 - Umhverfisráðu- neytið kynnir drög að breytingum á starfsreglunum til atvinnuvega- ráðuneytisins og verkefnisstjórnar rammaáætlunar. 19. janúar 2016 - Atvinnuvegaráðu- neytið sendir umhverfisráðu- neytinu tillögur að breytingum á reglunum. 22. janúar 2015 - Atvinnuvegaráðu- neytið áframsendir Landsvirkjun tillögur sínar að breytingum á reglunum. 28. janúar 2016 - Landsvirkjun sendir atvinnuvegaráðuneytinu sínar tillögur um breytingar. Sama dag sendir atvinnuvegaráðuneytið viðbótartillögur um breytingar til umhverfisráðuneytisins sem taka að mestu til greina tillögur Lands- virkjunar. 2. febrúar 2016 - Umhverfisráðu- neytið auglýsir breytingarnar á vefsíðu ráðuneytisins. arsdóttir, fyrrverandi umhverfis- ráðherra og þingmaður VG. Svandís hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfisráðherra, þar sem farið er fram á að öll gögn um feril málsins verði opinberuð og því svarað hvort athugað hafi verið hvort breytingin standist lög. „Það væri saga til næsta bæjar að nefnd sem starfar samkvæmt lögum sé sett í þá stöðu á miðju tímabili sinnar vinnu að breyta sínum starfs- aðferðum efnislega í þágu einstaka sjónarmiða og markmiða,“ segir Svandís. „Þá erum við farin að hverfa frá því að vinnan sé fagleg og í sam- ráði við lögin, enda hef ég efasemdir um að það standist lögin að breyta reglum efnislega á miðju tímabili.“ snaeros@frettabladid.is Hryðjuverkin koma ekki í veg fyrir að tónleikarnir klárist Jesse Hughes, söngvari Eagles of Death Metal, heilsar aðdáendum í París. Hljómsveitin snýr aftur til Parísar til að ljúka tónleikunum sem hún náði aldrei að klára. Hljómsveitin var að spila á veitingastaðnum Bataclan þegar hryðjuverkamenn réðust á tónleikargesti í nóvember í fyrra. Fréttablaðið/EPa 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.