Fréttablaðið - 17.02.2016, Side 8

Fréttablaðið - 17.02.2016, Side 8
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR 96 96 92 1 1 1 n Þjóðvegur 1 n Þjóðvegur 92 og 96 (nýr þjóðvegur 1) Færsla þjóðvegar 1 deilumál á Austurlandi um áratugaskeið Fagridalur Vegurinn ófær í meira en 9 klst. á sólarhring. Árið 2015 lokað í 3 daga Árið 2014 lokað í 3 daga Árið 2013 lokað í 2 daga Árið 2012 lokað í 3 daga Árið 2011 opið allt árið Árið 2010 lokað í 1 dag Lokað daga Breiðdalsheiði Árið 2015 lokað í 156 daga Árið 2014 lokað í 126 daga Árið 2013 lokað í 136 daga Árið 2012 lokað í 101 dag Árið 2011 lokað í 54 daga Árið 2010 lokað í 48 daga Lokað dagur 12 621 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur lagt fram þá hugmynd að legu Hringvegarins á Austurlandi verði breytt. Hugmynd ráðherra snertir á deilumáli milli sveitarfélaga í fjórð- ungnum um áratuga skeið. Þessa hugmynd lagði innanríkis- ráðherra fram til kynningar í til- kynningu á heimasíðu ráðuneytis- ins á föstudag. Þar segir: „Um langa hríð hefur verið uppi umræða um legu Hringvegarins á Austurlandi og hvort breyta eigi núverandi skil- greiningu þannig að Hringvegurinn, þjóðvegur 1, milli Fljótsdalshéraðs og fjarðanna liggi ekki eins og nú er um Skriðdal og Breiðdals- heiði heldur um Norðfjarðarveg og Suður fjarðaveg. Ólöf Nordal innanríkisráðherra leggur hér fram til kynningar þessa hugmynd. Vega- gerðin ákveður legu Hringvegarins á þessu svæði jafnt sem á öðrum svæðum en hann er jafnan skil- greindur sem aðalleið, það er greið- færasta leið og þá með sem mestri vetrarþjónustu. Ákvörðun Vega- gerðarinnar yrði tekin í samráði við innanríkisráðherra.“ Um er að ræða þá breytingu að færa legu þjóðvegar eitt, eins og hún hefur verið um langan tíma – frá leiðinni til Fljótsdalshéraðs um Breiðdalsheiði og Skriðdal. Þess í stað verði hún um Suðurfirði og um Fagradal. Allir sem þekkja til vita að þessi tiltekna breyting hefur verið byggðapólitískt álitamál á Austur- landi um langt árabil. Hagsmunir Fjarðabyggðar eru augljósir með því að leiða umferðina að þétt- býlinu á Suðurfjörðunum í stað þess að hún fari fram hjá. Rökum um umferðaröryggi og nýtingu á nýjum og góðum umferðarmann- virkjum, eins og Fáskrúðsfjarðar- göngum og vegum með bundnu slitlagi, er einnig mjög haldið á lofti. Mótrökin virðast helst vera þau að hluti vegarins um firðina standi illa undir meiri umferð, en ekki verður litið fram hjá hagsmunum versl- unar og þjónustu á Egilsstöðum að fá ferðalanga beint til sín – án við- komu á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Vegagerðin mun hafa unnið fyrir innanríkisráðherra minnisblað um helstu rök fyrir því að skilgreina Hringveginn um Austurland upp á nýtt. Uppruni plaggsins er tveggja ára gömul samþykkt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austur- Ráðherra vill höggva á hnútinn Innanríkisráðherra hefur lagt fram þá hugmynd að legu Hringvegarins á Austurlandi verði breytt. Farið verði um firði og Fagradal upp á Hérað í stað gömlu leiðarinnar um Breiðdalsheiði. Á sex árum hefur heiðin verið lokuð í 621 dag en 12 sinnum leiðin um Fagradal. Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Stöðvarfjörður Djúpavogur Egilsstaðir Fagridalur Fáskrúðs- fjarðargöng Breiðdalsheiði Til Akureyrar Til Reykjavíkur landi (SSA) um að Vegagerðin ynni faglegt mat á legu hring- vegarins á svæðinu, enda er ríkur vilji sveitarstjórnar- manna í Fjarðabyggð, og að nokkru leyti SSA, að málið verði klárað á annan hvorn veginn – og þá lagt til hvílu í framhald- inu. Þá hefur það legið fyrir lengi að Vegagerðin tekur það ekki upp hjá sjálfri sér að gera þessar breytingar án þess að vilji ráðherra fyrir slíkum breytingum sé skýr og liggi fyrir. Hugmyndin er sett fram á vef ráðuneytisins til að höggva á þann hnút sem málið hefur verið í. Nú geti sveitarfélögin fyrir austan og aðrir hagsmunaaðilar komið með sín rök og mótrök fyrir að þetta verði gert. Það sem mun vega þyngst hjá ráðherra er umferðar- öryggi, enda vegurinn um Breiðdalsheiði barn síns tíma og lokaður stóran hluta ársins. Vandræði erlendra ferðamanna eru vel kynnt í fréttum, sem telja að Hring- vegurinn – þjóðvegur 1 - veiti þeim öryggi þar sem um bestu leiðina hljóti að vera að ræða. Það síðasta sem var skrifað um málið opinber- lega var opið bréf Sigurðar Gunnarssonar, sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Seyðis- firði. Bréfið birtist á vef Austur- fréttar og þar spyr Sigurður hver sjái sér hag í óbreyttu ástandi og hvaða rök séu fyrir því að þjóð- vegur 1 sé um Breiðdalsheiði. Hann spyr vegna þess að vetrar- gestir hans koma „dauðþreyttir og nánast skelkaðir til Seyðisfjarðar“, eftir að hafa glímt við Breiðdals- heiði. „Þó svo þetta sé aðeins annað starfsár fyrirtækis okkar hafa tugir gesta okkar lent í erfiðleikum við Breiðdalsheiði á sama tíma og færð var ágæt um firðina og yfir Fjarðar- heiði. Þegar þessir gestir koma heim þá munu þeir ekki ráðleggja væntanlegum Íslandsförum að fara austur á land yfir vetrartímann. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar og veldur ferðaiðnaði á Austurlandi miklum skaða,“ skrifar Sigurður. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti var Breiðdalsheiði lokuð 621 dag árin 2010 til 2015 – eða 103 daga á ári að meðaltali. Lengst 156 daga í fyrra. Á sama tímabili var leiðin um Fagradal lokuð í tólf daga. Lengst í þrjá daga. 92 km um Suðurfirði, Fáskrúðsfjarðar- göng og Fagradal. Bundið slitlag. 82 km um Breiðdalsheiði, 57 km bundið slitlag 25 km malarvegur Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Breiðdalsvík → Egilsstaðir Öxi 1 7 . F E B r ú a r 2 0 1 6 M I ð V I k u d a g u r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a ð I ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.