Fréttablaðið - 17.02.2016, Page 27

Fréttablaðið - 17.02.2016, Page 27
nokkrir þættir þar sem landið stendur afar vel. Einn er öryggi einstakling- anna þar sem Ísland er í fyrsta sæti. Þar eru til dæmis að baki tölur um ofbeldisbrot, en líka andlát í umferð- inni. Umferðarslys eru í tíunda sæti yfir helstu dánarorsakir í heiminum og mikið vandamál víða.“ Þegar að þessum þáttum kemur hefur margt unnist hér á landi, segir Green. Þá komi mælingar á notkun upp- lýsingatækni, frelsi fjölmiðla og þess háttar þættir mjög vel út. Sömuleiðis sé Ísland ofarlega á listum í mælingu á umburðarlyndi landsmanna. „En niðurstaðan í heilbrigðinu er mjög áhugaverð. Þar mælum við þætti á borð við ungbarnadauða og öryggi mæðra í fæðingu sem eru vandamál í fátækari löndum. Hér á Íslandi er myndin flóknari og óvíst að heil- brigðiskerfið sjálft vegi jafn þungt, heldur skipti lífsstíllinn meira máli.“ Niðurstaðan í þessum þætti hvað Ísland varði byggist því ekki endilega á læknisþjónustunni. „Við sjáum að lífslíkur eru nokkuð góðar og niður- staðan er góð þegar kemur að and- látum vegna sjúkdóma sem ekki eru smitsjúkdómar. Horft er til þess hvort fólk deyi snemma af völdum krabbameina, hjartasjúkdóma og þess háttar. Og þar spilar heilbrigðiskerfið inn í að hluta, en líka lífsstíll fólks og umhverfi.“ Nýting á jarðvarma hér kunni meira að segja að hjálpa til með því að draga úr loftmengun. Í heimaborg Greens, Lundúnum, sé til Varaði við árið 2006 Stjórnarformaður Social Progress Imperative stofnunarinnar er prófessor Michael Porter. Hann er einn af áhrifamestu og virtustu hagfræðingum sam- tímans og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknir sínar og störf. Hér vakti Porter nokkra athygli þegar hann var gerður að heiðursprófessor við Háskóla Íslands árið 2006 og notaði þá tækifærið og varaði við þróun efnahagsmála. „Íslendingar standa vel á mörgum sviðum, en þurfa að gæta að fjárfestingu innanlands sem ekki stuðlar beint að aukinni framleiðni. Hérna er allt of mikið af byggingarkrönum,“ sagði hann í erindi sínu í Reykja- vík í októberbyrjun 2006, en þá kynnti hann líka niðurstöður á rannsókn sinni á samkeppnishæfni landsins. Á þeim tíma benti Porter líka á að hér næmi kostnaður af því að halda úti krónu meiru en ávinningurinn af henni og hvatti til frekari umræðu um fram- tíðarskipan peningamála. Þá taldi hann íslenska hagkerfið það sveigjanlegt að ekki þyrfti að koma til sveigjanlegur gjaldmiðill líka. Í heimsókn sinni hingað 2010 var hann hins vegar ekki jafn afgerandi um gjaldmiðilinn. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann allar tiltækar leiðir í peningamálum hafa sína kosti og galla, hvort sem það væri krónan sjálf, einhliða upptaka annarrar myntar, eða upptaka evru með aðild að myntbandalagi Evrópu. „En mín tilfinning er að Íslendingar séu ekki alveg tilbúnar að gera þetta upp við sig,“ sagði hann þá og taldi ef til vill enn of skammt liðið frá hruni. Vísinda- og fræðimenn streyma til landsins Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn af virtustu hagfræð- ingum heims. Fréttablaðið/anton að mynda mikil áhersla lögð á það hvernig draga megi úr ótímabærum dauðsföllum vegna loftmengunar. „En það sem er líka áhugavert við Ísland er að í heilbrigðismálunum er líka eitt eða tvö viðvörunarmerki. Offita er eitt viðfangsefni, sem reynd- ar mörg lönd eiga við að etja, meira að segja lönd sem ekki eru meðal ríkustu þjóðanna. Svo er tíðni sjálfs- víga að nokkru marki mælikvarði á geðheilbrigði og þar kann að vera við vanda að etja. Í heildina er niðurstaða Íslands því mjög góð þegar kemur að heilbrigði en myndin er dálítið blönduð.“ Von er á nokkur hundruð manns til landsins vegna ráðstefnu Social Progress Imperative í Hörpu 28. apríl næstkomandi. Á ráðstefnuna eru sagðir mæta margir af fremstu vísinda- og fræðimönnum heims á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar fyrirtækja. Farið verður yfir frammistöðu Íslands á SPI-listanum, auk þess sem skoðað verður hvernig hefur gengið í Kosta Ríka, hjá Medellín-borg í Kólumbíu, í Nepal þar sem miklar framfarir hafa orðið á sviði heilbrigðismála, auk þess sem farið verður yfir þróunina í Rúanda, Brasilíu, á Nýja-Sjálandi og í Baskahéruðum Spánar. Á meðal þátttakenda er Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla og heiðursprófessor við Háskóla Íslands, Matthew Bishop, ritstjóri alþjóðamála hjá tímaritinu Economist, Martha Minow, deildar- forseti lagadeildar Harvard, og Metta Lindgaard, framkvæmdastjóri samfélagsnýsköpunar hjá Deloitte Global, auk Michaels Green sjálfs. Af hálfu Íslands taka svo þátt Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, og Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri Reykjavíkur. Frekari upplýsingar um ráðstefn- una sjálfa má finna á vefnum www. socialprogressimpretive.org. Hér er Gekon samstarfsaðili SPi, en þar á bæ koma meðal annars að málum eigendur Gekon, Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri og rósbjörg Jónsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri. Fréttablaðið/Erni UM HV ERFISMERKI Prentgripur 141 825 Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 59 50 300 www.isafold.is Umbúðir • Bækur • Tímarit • Fyrir skrifstofuna • Bæklingar Fjölpóstur • Kynningarefni • Dagblöð • Stafrænt • Allskonar! Á meðan við prentum fyrir þig… markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . f e b R ú A R 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.