Fréttablaðið - 17.02.2016, Page 32

Fréttablaðið - 17.02.2016, Page 32
11.2.2016 Það er mat ráðherra að umræða undan- farinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bank- ann. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varðar sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Markaðurinn Miðvikudagur 17. febrúar 2016fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Íslenska úrvalsvísitalan 1.787,05 10,09 (0,56%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn hafa verið sveiflukenndir frá byrjun árs og hefur gengi sumra hlutabréfa lækkað verulega. Í Íran hafa hlutabréf hins vegar rokið upp. Hlutabréf í Teheran hafa hækkað um 22 prósent frá því að viðskiptaþving- unum var aflétt og um 25,6 prósent það sem af er ári. 25,6 prósent Hækkun á bréfum Stjórnar - maðurinn @stjornarmadur Steinþór Pálsson fór á dögunum yfir sölu Landsbankans á þriðjungs­ hlutnum í Borgun. Það má færa rök fyrir því að Landsbankinn hafi selt hlut sinn á einungis fjórðungi markaðsvirðis samkvæmt nýlegu verðmati. Bankinn hafi því orðið af fjórum til sex milljörðum króna. Steinþór telur að stjórnendur Borgunar beri sök á hvernig fór. Þeir hafi hreinlega leynt tilvist valréttar Borgunar vegna sameiningar Visa Europe og Visa International. Fyrir alla sem hafa staðið í kaupum eða sölu á fyrirtækjum eru skýringar Steinþórs í besta falli hjákátlegar. Landsbankinn er risastór aðili á markaði sem hefur á að skipa her starfsmanna, og sérfræðinga. Þar er næg þekking og mannafli til að fram­ kvæma áreiðanleikakönnun eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Fram hefur komið í máli forsvars­ manna Borgunar að opnað hafi verið gagnaherbergi þar sem lágu allar grundvallarupplýsingar um rekstur­ inn, samninga og annað. Samkvæmt Borgun lá valréttarsamningurinn þar inni. Landsbankamenn höfðu fullan aðgang að þessum gögnum. Í því samhengi er merkilegt til þess að hugsa að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um tekjur af valréttin­ um í samningi um söluna. Það verður enn forvitnilegra í því ljósi að slíkur fyrirvari var gerður við sölu Lands­ bankans á hlut sínum í Valitor. Í besta falli hafa lögfræðingar Lands­ bankans gert skyssu, en við áreiðan­ leikakannanir er það þeirra hlutverk (og annarra ráðgjafa) að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu. Í ljósi tilvistar valréttarins (sem þeir hefðu átt að rekast á í gagnaherberginu) og fyrirmyndarinnar úr Valitor­sölunni sætir þetta beinlínis furðu. Steinþór nefnir einnig að Lands­ bankinn hafi leitað upplýsinga um valréttinn hjá Visa Europe. Þar var Krísuvíkurleiðin farin, enda auð­ veldara að spyrja forsvarsmenn Borgunar sömu spurningar. Ólíklegt er líka að Visa Europe hafi undir nokkrum kringumstæðum mátt gefa nokkrar upplýsingar um valréttinn til annarra en þeirra sem beina aðild áttu að samningnum. Samningurinn var milli Borgunar og Visa – Lands­ bankinn átti þar engan hlut að máli. Steinþór þarf að standa við stóru orðin. Ef bankinn var blekktur þarf að fylgja því eftir hjá þar til bærum yfirvöldum eða fyrir dómstólum. Af atvikum að dæma er líklegra að Landsbankamenn hafi ekki haft vaðið fyrir neðan sig. Tap bankans á því nemur nokkrum milljörðum sem annars hefðu skilað sér í ríkiskassann með beinum eða óbeinum hætti. Einhver verður að axla ábyrgð á þessum starfsháttum. Farsakennt i-t.isOpið virka daga frá 9 til 18laugardaga 11 til 15Ármúla 31 - Sími 588 7332 Gæði, úrval og gott verð! Speglaskápar með ljósi verð frá 20.400 Sturtuklefar úr hertu öryggisgleri með 16 hjólum, sturtustangarsetti, og heilum horn- lista. Sturtubotn með lausri svuntu og vatnslás. WC í vegg/gólf með mjúkloku verð 31.519 Salerniskálar með setu margar gerðir, verð frá 16.900 Innrétting með handlaug 45 x 31 cm. verð 26.690 Handklæðaofnar verð frá 11.671 Salerni frá Ceramics gala 30 ár á Íslandi Baðherbergisdagar! Glæsilegt úrval blöndunartækja verð frá 8.900 Sturtuhorn án botns Verð frá 30.500 Sturtuhorn með botni Verð frá 35.100 Sturtuhorn rúnað Verð frá 30.500 Verð frá 45.300 Sturtuvængir Verð frá 29.600 Mikið úrval baðinnréttinga með postulínshandlaug Stærð frá 45 til 120 cm. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað um 8,5 pró- sent á síðasta ári samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.  Vísitalan var 451,4 stig í janúar 2016 (janúar 1994=100) og hækkaði um 0,6 prósent  frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækk- aði vísitalan um 2,3 prósent, og  síð- astliðna 6 mánuði um 4,4 prósent. 8,5 prósent Hækkun á ÍbúðaVerði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.