Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2016, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 17.02.2016, Qupperneq 38
Á hádegistónleikum Chalumeaux- tríósins og Hönnu Dóru Sturlu- dóttur messósóprans í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag verður frum- flutt verk eftir Jónas Tómasson tón- skáld. „Ég tel mig geta sagt að efnisskráin sé áhugaverð og skemmtileg,“ segir Ármann Helgason, einn þeirra sem mynda Chalumeaux-tríóið. Hinir eru Kjartan Óskarsson og Sigurður Ingvi Snorrason. „Við þremenning- arnir byrjum á að mynda þríhyrning í salnum meðan við flytjum Mörsug, verkið hans Hjálmars H. Ragnarsson- ar, og sameinumst svo á sviðinu þar sem Hanna Dóra bætist í hópinn,“ lýsir Ármann. Hann segir andstæður ríkja í hinu nýja tónverki Jónasar við Maríuversið Alma Redemptoris Mater, og þar verði styttri klarínett- urnar notaðar. „Við erum með allar gerðir af klarínettum, heilmiklar pípulagnir,“ segir Ármann glaðlega og lofar litríkum tónum. Auk fyrrgreindra verka eftir Ísfirðingana Hjálmar og Jónas flyt- ur hópurinn verkið Trio trionfante eftir Pál P. Pálsson sem var sérstak- lega samið fyrir Chalumeaux-tríóið 2002, einnig fjögur kóralforspil eftir Johann Sebastian Bach og Vöggu- vísur kattarins eftir Igor Stravinsky, verk sem byggist á þjóðlögum úr safni rússnesks þjóðlagasafnara. Það er oftast sungið á rússnesku en verður nú á þýsku. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 í dag í Hátíðasal háskólans. Enginn aðgangseyrir er að þeim og allir eru velkomnir. gun@frettabladid.is H E I L S U R Ú M A R G H !!! 0 90 21 6 #6 REKKJAN KYNNIR ROYAL AVIANA KYNNINGARVERÐ Stærð: 153x200 cm. Með botn: 115.080 kr. Án botns: 73.486 kr. Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garða- stræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbú- inn að spyrja ljósmyndarann hve- nær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljós- myndarinn væri með skelmislegt glott þegar  við mættumst í dyr- unum!)  Myndir  Steingríms  taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn henn- ar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamað- urinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin  voru flest  gerð fyrir Momentum, norræna myndlist- artvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir  myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísinda- lega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísind- in hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til  fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtu- dag, klukkan 17. gun@frettabladid.is Þessi verk byggja á alþýðu­ menningu Nútíma þjóðsögur og ým- iss konar hjávísindi eru viðfangsefni Steingríms Eyfjörð myndlistar- manns á sýningunni Gula eyrnalokknum sem hann opnar í Gallery Gamma, Garðastræti 37,  á morgun. „Þetta er orkuverk. Það smitar frá sér orku þegar fólk kemur nálægt því,“ fullyrðir listamaðurinn Steingrímur um gulu myndina. Minna verkið birtir meðal annars app inn á safn gamalla lækningaminja í Los Angeles þar sem margt er á mörkum hins vísindalega. FréttAbLAðið/Pjetur Byrjum á að mynda þríhyrning í salnum Hanna Dóra í góðum félagsskap þeirra Kjartans, Ármanns og Sigurðar ingva sem mynda Chalumeaux-tríóið. Um Steingrím Eyfjörð Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. FÖSTUDAGURINN 19. FEB. KL 20:00 UPPSELT FÖSTUDAGURINN 11. MARS KL 20:00 LOKASÝNINGAR LAUGARDAGURINN 12. MARS KL 20:00 LOKASÝNINGAR „Ég hef ekki hlegid svona mikið síðan ég skildi vid manninn minn.” 1 7 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r22 M e n n I n G ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð mEnning

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.