Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 4
Alþingi Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnar- andstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins kom það flatt upp á suma stjórnar- andstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekk- ert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráð- herra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum fram- lögum til Ríkisútvarpsins og Land- spítalans sem og því að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands. Atkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loks- ins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hefði komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndar- fundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvi- tað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“ sveinn@frettabladid.is Farsímatrygging Þú verður aldrei símalaus því við lánum þér síma ef þinn er tryggður Söluaðilar: Nova og Síminn Viss ehf · Ármúla 7 · sími 445 4500 · www.viss.is Viðskipti Stjórn Tækniþróunar- sjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. Heildarúthlutun í ár nemur þá um 1.400 milljónum en mun aukast um tæpan milljarð á næsta ári. Samkvæmt vefsíðu Rannís, sem rekur Tækniþróunarsjóð, er gengið til samningaviðræðna vegna 48 verk- efna. Sigurður Björnsson, sviðstjóri á rannsóknar- og nýsköpunarsviði hjá Rannís, segir að þetta séu um 30 pró- sent af þeim sem sóttu um. Úthlutað er í þremur flokkum, það er frum- herjastyrkur, verkefnastyrkur og markaðsstyrkur og fer flokkunin eftir því hvar verkefnin eru stödd. Frumherjastyrkur er veittur aðilum sem eru komnir tiltölulega stutt á veg með verkefni sín. „Verkefnastyrkur, þá eru menn bara komnir í fullan kraft. Og í markaðsstyrk þá erum við að aðstoða við að koma vörunni á markað og undirbyggja fyrirtækið. Oft eru menn að styrkja undirstöð- urnar þegar menn fara á markað með vöruna. Það er hlutverk þessa styrks,“ segir Sigurður. Á meðal þeirra sem eiga kost á styrk eru Mjólkursamsalan, sem þróar vín úr mysu, Medilync fyrir tæki og hugbún- að fyrir sykursjúka og Kerecis. Þá fær Trappa, félag í eigu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, styrk vegna þjálfunar og meðferðar með heilbrigðistækni og Digon Games fyrir markaðssetningu tekjumódels í tölvuleikum. – jhh Tækniþróunarsjóður úthlutar sex hundruð milljónum í desember Medilync sem þróar búnað fyrir sykur- sjúka fær líka styrk. NordicPhotos/Getty Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pontu á þingfundi í gær. einar K. Guðfinnsson þingforseti stýrir fundinum, en umræður um fjárlög hafa aldrei staðið lengur á fyrri þingum. FréttaBlaðið/aNtoN Umræðu um fjárlög loks lokið Lengstu umræðu um fjárlög sem staðið hefur á Alþingi lauk í gær. Ekkert samkomulag lá fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kvaðst ánægð með lok umræðunnar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingar- tillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið. Helgi Hrafn Gunn- arsson, þingmaður og formaður Pírata Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaga- nefndar og þing- maður Framsóknar- flokks sVeitArstjórnArmál Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson vara- oddviti klauf sig frá U-lista í sveitar- stjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipa- höfn í Finnafirði. Í febrúar klauf Reynir Atli sig úr fyrri meirihluta L- og N-lista og gerði sam- komulag við U-lista um nýjan. Reynir Atli bókaði á fundi sveitar- stjórnar í gær að hann treysti sér ekki til að vinna áfram með meirihlutanum. „Í ljósi þess að varaoddviti getur ekki stutt vinnubrögð oddvita í tengslum við viljayfirlýsingu Finnafjarðarverk- efnisins, telur hann meirihlutasam- starfi sjálfhætt,“ segir í bókuninni. Hvorki náðist í Reyni Atla Jóns- son né Siggeir Stefánsson við vinnslu fréttarinnar. – sa Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur Frá Þórshöfn á langanesi. Meirihluti sveitarstjórnarinnar hefur fallið tvisvar á þessu ári. FréttaBlaðið/Pjetur stjórnsýslA Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og samstarfsmenn hennar ætla að taka sér frí frá hefð- bundnum störfum frá og með næsta mánudegi og nýta tímann til að flytja í nýtt húsnæði. Opnað verður að nýju að Suðurlandsbraut 4 þann 5. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara. Greint hefur verið frá því í fjöl- miðlum að Ingibjörg Pálmadóttir hafi keypt húsnæðið á Hverfisgötunni, þar sem ríkissaksóknari var áður til húsa. Stendur til að stækka húsnæði 101 hótels, sem er í eigu Ingibjargar. Eftir kaupin á húsnæðinu auglýstu Ríkis- kaup eftir nýju húsnæði til leigu. – jhh Ríkissaksóknari flytur milli húsa BAndAríkin „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarps- kappræðum í fyrrinótt. „Ja, látum okkur sjá. Ég er í 43 pró- sentum, þú í þremur. Til þessa hefur mér gengið betur,“ svaraði Trump, sem hvergi sparaði stóryrðin fremur en í fyrri kappræðum repúblikan- anna níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokks síns. Þetta voru fimmtu sjónvarps- kappræður repúblikana, í þetta skiptið haldnar í Los Angeles, en enn þá eru nærri ellefu mánuðir í forsetakosningarnar. Að þessu sinni snerist umræðan ekki síst um öryggi bandarísku þjóðarinnar og undarlega kröfu Trumps um að banna öllum músl- imum að koma til Bandaríkjanna. Sumir frambjóðendurnir notuðu tímann óspart til þess að gagnrýna Trump og yfirlýsingagleði hans. Bush fór þar fremstur og sagði Trump góðan í hnyttnum tilsvörum. Hins vegar væri hann „… glundroða- frambjóðandi. Og hann yrði glund- roðaforseti.“ Rand Paul skaut einnig á Trump fyrir áform hans um að loka Inter- netinu að hluta, svo öfgamenn geti ekki notað það til að afla sér fylgis- manna. – gb Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag ted cruz, jeb Bush og donald trump á sviði í fyrrinótt. NordicPhotos/aFP 1 7 . d e s e m B e r 2 0 1 5 F i m m t U d A g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.