Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 10
Haldið þið að það
skipti sköpum fyrir
manneskju sem er að taka
ákvörðun um að flýja
heimalandið á fölsuðum
vegabréfum að hún verði
hugsanlega látin sitja inni á
Íslandi í fimm-
tán daga?
Páll Winkel fang-
elsismálastjóri
„Þetta er fáránlegt. Þetta skilar ein
vörðungu álagi á fangelsiskerfið og
er óþarfi,“ segir Páll Winkel fangelsis
málastjóri um svokölluð passamál
erlenda ríkisborgara sem eru hand
teknir fyrir að framvísa fölsuðum
vegabréfum við komu til landsins.
Frá 2010 hafa 168 einstaklingar
verið dæmdir og setið í íslenskum
fangelsum vegna þessa. Sólarhringur
í fangelsi á Íslandi kostar um það bil
24 þúsund krónur á hvern fanga.
Sé kostnaður vegna þessa gróflega
reiknaður eru það rúmlega 60 millj
ónir. Inni í því er ekki lögfræðikostn
aður og annar kostnaður sem greið
ist af ríkinu vegna fyrirtöku málanna
í íslenskum dómstólum.
Páll segir Fangelsismálastofnun
ítrekað hafa bent yfirvöldum á að
engu skili að fangelsa þessa einstak
linga sem um ræðir. „Refsing skilar
engu og hefur ekki þau varnaðar
áhrif sem refsingar eiga að hafa.
Haldið þið að það skipti sköpum
fyrir manneskju sem er að taka
ákvörðun um að flýja heimalandið
á fölsuðum vegabréfum að hún
verði hugsanlega látin sitja inni á
Íslandi í fimmtán daga?“ Dómurinn
fyrir brot af þessu tagi er langoftast
þrjátíu daga fangelsisvist, en að því
gefnu að fólk brjóti engin agaviður
lög á meðan á vistinni stendur situr
það aðeins inni í fimmtán daga.
Sextíu milljónir í
tilgangslaus passamál
Frá 2010 hafa 168 erlendir ríkisborgarar verið dæmdir og afplánað refsingu fyrir
að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins. Fangelsismálastjóri segir
ferlið tilgangslaust, kostnaðarsamt og að oft sé um að ræða fórnarlömb mansals.
– fyrst og fremst ódýr!
*GILDIR
Á MEÐAN
BIRGÐIR
ENDAST
Aðeins í dag
fimmtudag
50%
afsláttur
Fylgstu með
Jóladagatali Krónunnar.
Ný tilboð til jóla.
499kr.kg
Verð áður 999 kr. kg
Vínber, græn, rauð og blá.
*Gildir 17. desember
Fylgstu með Jóladagatalinu á facebook síðu Krónunnar
Ólöf Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
Fangelsismál
Refsing eða betrun?
↣ Fréttin er hluti af greinaflokki um
fangelsismál. Fleiri greinar munu birtast
um málið á næstu dögum og vikum.
Spennandi beinasýning
Gestir skoða beinagrind grameðlu (Tyrannosaurus Rex) sem fengið hefur nafnið „Tristan Otto“ og er til sýnis á Náttúruminjasafninu í Berlín. Beina-
grindin, sem er um fjögurra metra há og tólf metra löng, er höfuðgripur nýrrar sýningar um risaeðlur sem opnuð verður gestum í dag. Fréttablaðið/EPa
✿ Fjöldi dæmdra 2010-2015
fyrir framvísun falsaðra vegabréfa
við komu til landsins
2010 2011 2012 2013 2014 2015
=168
21
34
41
18
23
31
Gróflega reiknaður kostn-
aður Fangelsismálastofnunar
við passamál síðan 2010
60.480.000 kr.
Nokkuð hefur verið fjallað um
plássleysi í fangelsiskerfinu hér á
landi, en tæplega fimm hundruð
manns eru nú á biðlista eftir að
hefja afplánun. „Það skilar engu
að fangelsa þetta fólk. Það kostar
pening og tekur pláss.“
Páll segir flesta þá sem eru hand
teknir einungis vera að millilenda
hér á leið sinni annað. Hann segir
grunsemdir oft hafa vaknað um að
viðkomandi sé fórnarlamb mansals
og sé sent milli landa á fölsuðum
vegabréfum. Fólkið stoppar stutt
við, því sé erfitt að veita því hjálp
og í mörgum tilfellum eigi starfsfólk
fangelsanna erfitt með að skilja við
komandi.
„Það sem við sjáum að mörg eiga
sameiginlegt er að þau eiga mjög
erfitt. Fólk er illa statt. Flestir eru að
flýja slæmar aðstæður og hafa engin
tengsl við Ísland. Við fangelsum
þetta fólk og til hvers? Það hefur
engin áhrif, fólkið situr inni í 15
daga og er svo bara farið úr landi,“
segir hann.
Afplánun þessa fólks á sér stað í
beinu framhaldi af gæsluvarðhaldi
og því er það í forgangi að hefja
afplánun.
„Við höfum velt því fyrir okkur
þegar staðan er hvað erfiðust að
hleypa þeim bara út. Einhvern tím
ann var þessi stefna mótuð að taka
hart á þessu fólki og dæma það í
óskilorðsbundið fangelsi.“
Flestir þeir sem teknir hafa verið
við komu til landsins eru frá Nígeríu
og Íran, eða 19 frá hvoru landi. Þá
hafa sextán verið gripnir frá Sómal
íu, fimmtán frá Albaníu, fjórtán frá
Georgíu og þrettán frá Sýrlandi, svo
eitthvað sé nefnt.
Bandaríkin Seðlabanki Bandaríkj
anna hækkaði stýrivexti um 0,25 pró
sentustig í gær. Vextir bankans fara úr
því að vera 0,0 til 0,25 prósent í 0,25 til
0,5 prósent. Janet Yellen seðlabanka
stjóri kynnti hækkunina sem er sú
fyrsta í níu ár.
Vextirnir hafa haldist óbreyttir
frá því í desember árið 2008. Vegna
bættra efnahagsskilyrða í Bandaríkj
unum og til að senda þau skilaboð að
hlutirnir séu á batavegi var ákveðið
að hækka þá nú.
Í gær greindi Fréttablaðið frá því
að ef af vaxtahækkunum yrði kæmi
gengi dollara líklega til með að styrkj
ast, auk þess að hækkunin gæti gert
nýmarkaðsríkjum erfitt fyrir. Undan
farin sjö ár hafa nýmarkaðsríki tekið
lán og gefið út skuldabréf í Banda
ríkjadölum fyrir 3.300 milljarða
Bandaríkjadali. Gengi gjaldmiðla
þessara ríkja gagnvart dollaranum
hefur veikst verulega í ár og veikist
líklega enn frekar. Auk þess sem
greiðslubyrðin mun þyngjast sökum
hærri vaxta. CNN Money greinir frá
því að meðal þeirra landa sem stýri
vaxtahækkun gæti haft verulega nei
kvæð áhrif á séu Brasilía, Tyrkland og
SuðurAfríka. – sg
Stýrivextir
hækkaðir
vestra
Janet Yellen,
seðlabankastjóri
bandaríkjanna
1 7 . d e s e m B e r 2 0 1 5 F i m m T U d a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð