Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 16
Heilbrigðismál Síðustu ár hafa erindi til Geðhjálpar verið að meðaltali fimm hundruð talsins. Erindi eru símtöl, tölvupóstur og beiðni um viðtöl hjá ráðgjafa. Í ár bárust samtökunum aftur á móti 770 erindi og þar af hefur við- tölum fjölgað mjög mikið. Það er ókeypis að koma og fá ráðgjöf hjá Geðhjálp. Veitt eru nokkur viðtöl en ekki er um eiginlega sálfræðimeð- ferð að ræða. Ráðgjafinn aðstoðar við- komandi að átta sig á vandanum, taka próf og ræða málin. Síðan er fólki beint í réttar áttir. Linda Dögg Hólm, ráðgjafi hjá Geðhjálp, segir aukna umræðu á samfélagsmiðlum skýra að einhverjum hluta aukninguna. „Fólk deildi reynslu sinni á Facebook og varð hissa á góðum viðbrögðum. Í athugasemdum var því svo bent á leiðir til að fá aðstoð og það hvatt áfram – og þannig enduðu margir hér hjá okkur.“ Í vinnu með sjálfsvígshugsanir Linda segir langflesta sem leita til hennar vera með kvíða og þunglyndi. Í mörgum tilfellum þurfi fólk einfaldlega að fá staðfestingu á grun sínum. „Fólk er oft með viðmiðið að ef þeir komast í vinnuna þá sé ekkert að þeim. En svo er það með sjálfsvígshugsanir. Við Íslendingar erum með svo sterka sið- ferðiskennd gagnvart vinnunni en það að mæta til vinnu er engin mælistika á líðan. Þumalputtareglan er sú að ef þig grunar að þú sért með kvíða eða þung- lyndi, þá er það líklega rétt hjá þér.“ Linda greindist sjálf með geðhvörf um aldamótin og kannast við þá innri baráttu að vilja ekki viðurkenna vand- ann fyrir sjálfri sér. „Ég þurfti að fara alla leið á botninn sem endaði með því að ég missti löngunina til að lifa. Fólki þarf oft að líða mjög illa til að þiggja hjálpina sem er í boði en það þarf ekki að vera þannig.“ Aðstandendur illa haldnir Linda fór á lyf og í mikla sjálfsvinnu eftir greininguna. Hún var í ár á endur- hæfingarlífeyri og fór á fullt að byggja upp líf sitt. Hún leggur áherslu á að fólk geti sannarlega náð jafnvægi og jafnvel fullum bata af geðsjúkdómi með réttri aðstoð og einbeitingu. Bati getur verið fólginn í að draga úr geðrænum ein- kennum eða í auknum lífsgæðum, fer eftir hverjum og einum. „Í raun hófst líf mitt eftir greiningu. Þá fór ég í sálfræðinám sem ég hafði mikinn áhuga á. Sjúkdómur minn er í dag viðráðanlegur. Ég passa upp á mig með réttu mataræði, hreyfingu og að hugsa vel um andlegu hliðina.“ Linda er einnig aðstandandi en faðir hennar barðist við geðhvörf eins og hún. „Sjúkdómurinn er eins og rauður þráður í minni fjölskyldu. Ég get því sagt að ég hafi reynslu til að byggja á í viðtölunum,“ segir hún og bendir á nauðsyn þess að aðstand- endur leiti sér aðstoðar. Um þriðjungur þeirra sem koma í ráðgjöf til Lindu eru aðstandendur, sem oft eru sjálfir orðnir óvinnufærir af álagi og vanmætti gagn- vart vanlíðan sinna nánustu. „Ég hjálpa fólki að halda áfram að lifa sínu lífi og setja fókus á sig sjálft. Oft er fólk týnt í að hjálpa öðrum. Fólk getur hreinlega orðið lasið af gremju og með- virkni. Oft er þetta mikil sorg og hjá for- eldrum brotnir draumar.“ Meðvirkni hjálpar ekki Linda segir erfiðasta hópinn vera fólk með geðrænan vanda og í neyslu. Stærsti hópur aðstandenda sem leita til hennar er aftur á móti mæður full- orðinna karlmanna og þar er tölvufíkn áberandi. Hún segir alla þurfa að huga að því hversu miklum tíma þeir eyða fyrir framan skjáinn, ekki síst þá sem nota slíkt til að flýja raunveruleikann. „Margir þessara manna búa enn heima og fara aldrei út úr herbergi sínu. Þeir eru í tölvunni að spila leiki eða flýja í sjónvarpsseríur. Á meðan eru foreldrarnir að farast úr áhyggjum. Mér finnst eðlilegt að gera þá kröfu á fullorðinn einstakling að vinna fyrir sér, fá læknishjálp eða fara í endur- hæfingu, að öðrum kosti flytja út. Fólk heldur að það megi ekki setja mörk ef einhver er lasinn. Það er misskilningur, það er akkúrat það sem fólk þarf – að taka ábyrgð á lífi sínu – í einhverjum skrefum með góðum stuðningi.“ erlabjorg@frettabladid.is Aðstandendur óvinnufærir vegna álags Ríflega þriðjungi fleiri leituðu til Geðhjálpar í ár en síðustu ár. Ráðgjafi segir opnari umræðu á samfélagsmiðlum hafa áhrif. Aðstand- endur leita einnig ráðgjafar. Stærsti hópurinn er mæður fullorðinna karla sem í mörgum tilfellum búa hjá þeim og fara aldrei út úr húsi. Linda byggir á eigin reynslu í starfi sínu, bæði sem notandi geðheilbrigðisþjónustunnar og aðstandandi. FréttAbLAðið/GVA Fólk er oft með viðmiðið að ef þeir komast í vinnuna þá sé ekkert að þeim. En svo er það með sjálfsvígshugsanir. Ég þurfti að fara alla leið á botninn sem endaði með því að ég missti löngunina til að lifa. 770 leituðu til Geðhjálpar á þessu ári. Jólin nálgast. Dásamlegir dýrgripir í jólapakkann. 20% afsláttur af öllum vörum frá Sveinbjörgu. Gildir til 24. desember eða á meðan birgðir endast. 20% afsláttur Tækni Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu í fjarskiptum og upplýs- ingatækni samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir þetta gleðitíðindi. „Við getum verið mjög ánægð með þetta. Sérstaklega á svona stóru og dreifbýlu landi,“ segir Hrafnkell. Ísland hefur aldrei komist ofar en þriðja sæti á listanum en hefur vermt það sæti frá árinu 2010, þó með batnandi einkunn frá Alþjóða- fjarskiptasambandinu ár frá ári. Inn í einkunnina reiknast meðal annars farsímaáskriftir og aðgangur að int- erneti. „Þegar aðgengi að fjarskiptaþjón- ustu er orðið þetta gott hjá flestum verður aðstöðumunur þeirra sem ekki hafa jafngott aðgengi hróp- andi mikill. Það er staðan sem við horfum á víða í dreifbýli og strjál- býli í dag. Aðgengi að háhraðaneti er þar mjög lélegt eða ekki til staðar. Á sama tíma gengur þjóðfélagið út á að allt sé á netinu, þjónusta, fjölmiðlar og afþreying. Þeir sem ekki eru á internetinu lenda þá út undan,“ segir hann. Hrafnkell segir markaðsaðila á Íslandi hafa komið landinu á þann stað sem það er nú og haldið úti góðri þjónustu á svæðum þar sem markaðsaðstæður eru fyrir hendi. Hins vegar segir hann markaðsaðila ekki meta þær fyrir hendi í strjálbýli og þar verði stjórnvöld að koma inn í. Hrafnkell bendir á að í fjárlagafrum- varpi sem undanfarið hafi verið rætt á Alþingi sé lagt til að um 500 milljón- um króna verði varið í það verkefni. „Baráttan heldur áfram þó við séum í góðri stöðu. Við viljum halda henni og ekki síst klára dæmið gagnvart þeim sem ekki njóta háhraðaþjónustu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason. – þea Ísland er í þriðja sæti þegar kemur að tækni Við getum verið mjög ánægð með þetta. Sérstaklega á svona stóru og dreif- býlu landi. Hrafnkell V. Gísla- son, forstjóri PFS Tíu stigahæstu löndin 1 Suður-Kórea 8,93 2 Danmörk 8,88 3 Ísland 8,86 4 Bretland 8,75 5 Svíþjóð 8,67 6 Lúxemborg 8,59 7 Sviss 8,56 8 Holland 8,53 9 Hong Kong 8,52 10 Noregur 8,49 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F i m m T U d A g U r16 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.