Fréttablaðið - 17.12.2015, Page 24
Við borðum meira þegar margir
sitja og snæða saman. Þetta er ein
af ástæðum þess að við borðum svo
mikið í desember að við erum við
það að springa, hefur danska ríkisút-
varpið eftir Morten Sehested Müns-
ter, sérfræðingi í hegðun neytenda.
Hann segir að við borðum 33 pró-
sentum meira þegar við borðum
með öðrum einstaklingi. Það kunni
að skýra hluta af ástarskvapinu. Ef
við erum í stórri veislu borðum við
95 prósentum meira heldur en þegar
við erum ein. Sérfræðingurinn segir
að einnig megi sjá þessa hegðun hjá
dýrum. Um sé að ræða félagslegar
væntingar tengdar því að borða í
takt við aðra. Samtímis staðfestum
við að maturinn sé ljúffengur.
„Rannsóknir hafa leitt í ljós að
því auðveldara sem það er að fá mat
þeim mun meira borðum við. Þess
vegna borðum við meira þegar stór-
ar skeiðar eru á hlaðborðinu heldur
en til dæmis tangir og við borðum
mest af því sem er næst okkur,“ segir
Münster í viðtalinu.
Þegar hann ræðir um hefðina að
borða eins mikið og maður getur á
jólunum nefnir hann meðal annars
það sem hann kallar „what the hell-
áhrifin“. Maður viti vel að maður
hefur borðað of mikið en leiðir það
hjá sér og hugsar sem svo að þar sem
maður hafi borðað svona mikið sé
alveg eins gott að halda áfram. Auk
þess ætli sér margir að taka sig á á
nýju ári og það hafi þau áhrif að
þeir borði meira. Þegar maður viti
að takmörkun á mat sé framundan
verðlauni maður sig áður.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar
sýna að til að njóta sem mest
bragðsins af matnum á maður að
anda rólega meðan maður borðar.
Á vísindavefnum forskning.no
segir að gott bragð hafi ekki bara
með bragðlaukana á tungunni og í
gómnum að gera. Ilmefni sem flytj-
ist úr munninum til lyktarfrumna í
nefinu séu mikilvæg.
Vísindamenn við Yale- og Pen
State-háskólana í Bandaríkjunum
hafa nú slegið því föstu að ilmur frá
bæði mat og drykk finni sér leið frá
aftari hluta munnsins og upp í nefið
vegna lofts sem maður andar rólega
frá sér. Þetta uppgötvuðu vísinda-
mennirnir þegar þeir gerðu tilraunir
með þrívíddarmynd af hálsi, munni
og nefi. Myndin gerði þeim kleift að
rannsaka betur loftstraumana frá
munninum í gegnum nefgöngin og
inn í nefið. Greint er frá því að það
hafi komið vísindamönnunum á
óvart hversu flutningur ilmefnanna
var miklu meiri þegar andað var
rólega heldur en þegar andað var
hratt. ibs@frettabladid.is
Þess vegna borðum við
meira í desember
Danskur sérfræðingur í hegðun neytenda segir að við borðum 95 prósentum
meira þegar við erum í stórri veislu heldur en þegar við erum ein.
„Rannsóknir hafa leitt í ljós að því auðveldara sem það er að fá mat þeim mun meira borðum við. Þess vegna borðum við
meira þegar stórar skeiðar eru á hlaðborðinu heldur en til dæmis tangir og við borðum mest af því sem er næst okkur,“ segir
danskur sérfræðingur í hegðun neytenda. NORDICPHOTOS/GETTY
95%
meiri er neyslan þegar við
neytum matar í stórri veislu
heldur en þegar við borðum
ein.
VINNINGASKRÁ
Hausthappdrætti 2015. Dregið 14. desember 2015
1. vinningur:
Nýr Opel Insignia Cosmo disel Turbó, sjálfskiptur, Bílabúð Benna.
Verðmæti: 5.128.000 kr.
Miði nr. 88838
2. vinningur:
Nýr Opel Mokka Enjoy, Turbó, sjálfskiptur, Bílabúð Benna.
Verðmæti 4.690.000 kr.
Miði nr. 115086
3. vinningur:
Nýr Opel Corsa Enjoy, sjálfskiptur, Bílabúð Benna.
Verðmæti 2.890.000 kr.
Miði nr. 2738
4. - 43. vinningur:
Ferðavinningur að eigin vali með Heimsferðum.
Hver að verðmæti 500.000 kr.
2799 25867 42646 57096 70346 91060 106733 134077
3814 27118 49388 61939 76550 96792 116579 136937
6964 28946 52336 62536 79556 98802 119748 139318
19028 30999 52960 62666 79627 99692 121103 149084
20996 34797 55470 70103 81213 102624 126831 156090
44. - 93. vinningur:
Ferðavinningur að eigin vali með Heimsferðum.
Hver að verðmæti 300.000 kr.
699 11870 27321 39374 60876 83317 105809 122606 137785
5378 14774 32585 39740 64745 85359 111610 126794 138596
5386 18014 32697 40412 67205 91260 118367 127655 146413
6536 19909 36844 47856 71739 93640 118844 132126 152985
9543 24209 36907 52924 82097 93887 121715 135854
10143 26046 37170 56987 83090 100370
94. - 173. vinningur:
Samsung Galaxy S6, snjallsími að verðmæti 124.900 kr.
1382 14317 23477 36931 61814 77420 99060 125265 141878
4352 16101 27410 49008 65735 78773 103891 129711 143196
4956 16993 28452 50202 66176 80270 108669 131126 145073
7202 17024 29068 50573 68677 80378 108883 134503 148490
7947 17450 29757 50662 71902 86520 109178 135065 151891
8756 19539 30002 52489 75085 86577 111908 136468 152364
9528 21255 34522 52605 75578 90147 117388 137342 153544
11096 22828 35725 55363 75964 96081 120359 141336 154271
14105 23417 35877 58310 76689 98416 124585 141552
174. - 293. vinningur:
Samsung Tab S2 spjaldtölva að verðmæti 99.900 kr.
732 25093 38260 56039 76180 99576 120363 133639
1339 27700 38914 57227 81357 102857 123591 135340
2465 28356 39326 58298 82323 106022 124343 139677
2632 30505 40996 58407 83261 108004 125045 140005
7599 32316 42203 61411 84135 108535 125880 143163
8714 32423 48329 63022 85890 112184 126149 143570
11173 32455 48511 64767 86287 115823 127171 144118
20129 35614 51141 68134 94546 117041 127507 151989
21719 36885 51397 68572 96743 117520 131156 152817
23424 37829 52656 73998 98056 119617 133466 156029
Vinninga ber að vitja innan árs á skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17.
Upplýsingasími 525 0000. Birt án ábyrgðar.
Á sunnudaginn gefst síðasta tæki-
færið til að rekast á jólasveina
á vappi í Árbæjarsafni fyrir jól.
Á vefsíðu safnsins segir að jóla-
sveinarnir verði þar kl. 14 til 16 en
dansað verður í kringum jólatréð
á torginu kl. 15.
Í safninu verður hægt að fylgjast
með undirbúningi jólanna eins
og hann var í gamla daga. Börn og
fullorðnir geta föndrað, búið til
músastiga, jólapoka og sitthvað
fleira.
Í Hábæ verður hangikjöt í potti
og gestum boðið að bragða á
nýsoðnu keti. Í Efstabæ er skatan
komin í pottinn. Í hesthúsinu frá
Garðastræti er sýnt hvernig fólk
bjó til tólgarkerti og kóngakerti í
gamla daga. Í Árbænum er laufa-
brauð skorið út.
Jólahald heldra fólks við upphaf
20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í
krambúðinni verður til sölu jóla-
varningur, kramarhús og konfekt.
Aðgangseyrir er 1.400 k.r fyrir
18 ára og eldri. Frítt fyrir börn,
eldri borgara (70+) og öryrkja.
Jólasýning í Árbæjarsafni
Dansað með sveinka í Árbæjarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fjáröflunarátaki Barnaheilla, Jóla-
peysunni, lýkur um áramótin. Dóm-
nefnd kemur hins vegar saman á
morgun, föstudag, og velur frumleg-
ustu, ljótustu, fallegustu, vinsælustu
og endurvinnslujólapeysuna. Verð-
laun verða svo veitt á laugardaginn.
Áheitaféð mun renna til verkefna
Barnaheilla sem snúa að móttöku
og mannúðaraðstoð fyrir sýrlensk
flóttabörn og fjölskyldur þeirra í
móttökulöndunum við Sýrland.
Nú þegar veturinn er brostinn á er
þörfin fyrir aðstoð mikil.
Veita verðlaun
fyrir jólapeysur
fjölskyldan
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r24 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð