Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 32
Það eru forréttindi að vera boðið að taka þátt í friðarráð-stefnu á aðventu í borginni
helgu. Saman voru komnir trúar-
leiðtogar innan gyðingdóms, kristni
og íslam.
Borgin stendur 800 metrum yfir
sjávarmáli í Júdeuhæðum. Í vestur
er stutt niður á Miðjarðarhafs-
ströndina. Í austur liggur leiðin
rúma þúsund metra bratt niður á
við. Þar í Jórdandalnum 250 metr-
um undir sjávarmáli er að finna
Jeríkó, elstu borg á jörðu.
Borg Friðar
Á hebresku er orðið Jerúsalem
dregið af sömu rót og orðið friður
„Shalom“ og „Salam“ á arabísku.
Miklar aðventu-friðarvonir eru
bundnar borginni bæði innan gyð-
ingdóms sem kristni. Þó hefur lík-
legast ekki verið eins mikið tekist
á og barist um neina borg og þessa
borg friðarins sem á sér um fjögur
þúsund ára sögu.
Jerúsalem er helgasta borg á
jörðu í hugum gyðinga og kristinna
manna og íslam gerir einnig tilkall
til hennar. Borgin er skurðpunktur
þrennra stóru eingyðistrúarbragða
heimsins.
Bræðurnir þrír
Gamla testamentið er bakgrunnur
eingyðistrúarhefðanna þriggja.
Guðinn er aðeins einn þó svo að
trúarritin eða túlkunargleraugun;
Talmúd, Nýja testamentið og
Kóraninn séu ólík. Trúarritin hafa
orðið til á afar ólíkum tímum og við
gjörólíkar aðstæður og eru því ekki
samhljóma. Hver siðurinn fyrir sig
hefur reynt að eigna sér almættið og
sníða það að eigin sérþörfum. Með
einstrengingshætti, afbrýðisemi og
bókstafstrú hafa bræðurnir gert guð
að vopni. Trúin, hefðin, siðurinn
hefur verið notaður til að upphefja
ættina, ættbálkinn, héraðið, land-
svæðið, þjóðina, ríkið. Og með sama
hætti útiloka aðra, refsa, skapa ótta
og jafnvel fremja níðingsleg hryðju-
verk. Krossfarirnar á miðöldum,
helför gyðinga í hinu kristna Þýska-
landi, hlutskipti Palestínumanna á
Vesturbakkanum og Gaza undir
herstjórn Ísraelsmanna, sem og
hryðjuverkin í París fyrir skömmu,
tala sínu máli.
Tilvistaröryggi
En trúarhefðunum þrem var og er
ekki ætlað að boða þrjá ólíka Guði.
Það sem tengir saman er margfalt
fleira og mikilvægara en það sem
sundrar. Þar ber hæst áhersluna á
samhygð, náungakærleika og sam-
hjálp. Þann grunn er að finna í sjálfu
Gamla testamentinu.
Kjarni trúarbragðanna er ekki hin
eina sanna opinberun í okkar helgi-
ritum, eða boð og bönn til að greina
okkur frá hinum. Nei. Kjarni trúar-
bragðanna er að veita okkur öllum
tilvistaröryggi. Trúarþörf fólks er
yfirleitt leit að tilvistaröryggi. Að við
fáum tilfinningu fyrir því hvaðan
við komum, hver við erum, hvert
við stefnum og að við séum hluti af
stærri heild. En trúarstofnanir og
misvitrir trúarleiðtogar hafa gert
út á þessa eðlisþörf okkar og snúið
göfugum gildum á hvolf.
Er trúin vandinn eða lausnin?
Þegar fulltrúar trúarhefðanna setj-
ast niður og tala saman þá verða
allir að gefa aðeins eftir. Hluti
vandans liggur hjá trúarleiðtogum
og í því hvernig þeir skilja sitt hlut-
verk. Margir leggja alla áherslu á
sína einu réttu trúarhefð og fornu
rit sem Guð einn talar í gegnum og
engum öðrum er gefinn. Leiðtog-
arnir; rabbínar, ímamar eða prestar
geta einir túlkað Guðs eina heilaga
orð. Það gefur þeim völd og áhrif.
Það getur verið erfitt fyrir áhrifa-
mikla og volduga trúarleiðtoga að
viðurkenna þetta.
Lausn – ný viðmið
Trúarlegir leiðtogar þurfa að temja
sér ný viðmið og læra að hugsa út
fyrir kassalagaðar hefðir. Mikilvægt
er að forðast allt tal um algildan
sannleika eða endanlegar opinber-
anir. Aðeins Guð einn er óbreytan-
legur. Allt annað er breytingum háð.
Meira að segja hugmyndir okkar um
Guð, þær eiga að breytast því að
Guð er stöðugt að og okkur er ætlað
að læra nýja hluti. Þannig uppgötv-
um við ný sannindi um okkur sjálf,
um náungann og um Guð í gegnum
samskipti okkar við náungann. Því
þar er jú Guð að finna samkvæmt
orðum Jesú frá Nazaret.
Að brjóta niður
aðskilnaðarmúrinn
Trúarbrögðunum er ekki einum
um að kenna. En þau þurfa að
kannast við sína ábyrgð. Hvernig
þau hafa vissulega verið notuð til
að reisa aðskilnaðarmúra í stað
þess að byggja friðarbrýr. Við
eigum að draga lærdóm af biturri
átakasögu.
Þegar helgar ritningar eru mis-
notaðar þá þurfum við að leita
Guðs handan ritninganna. Við
leitum Guðs handan útilokandi
trúarjátninga, handan einstreng-
ingslegra hefða, handan þröng-
sýnnar bókstafshyggju og jafnvel
handan trúarbragða þegar þau
eru misnotuð. Við þurfum að opna
friðarvoninni leið í gegnum múr-
inn. Við þurfum að brjóta niður
múra haturs og tortryggni. Skapa
aðventu eftirvæntingar um sátt og
samlyndi milli hefðanna þriggja.
Friður í Jerúsalem á aðventu
Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum.
Jólasveinar koma til byggða hver á
eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverf-
ast um jólatónleika og kökubakstur,
jólageit IKEA tortímist með dular-
fullum hætti. Um svipað leyti fer af
stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða
um tilgang og tilkostnað Ríkisút-
varpsins, knúin áfram af pólitískum
öflum sem eru sneydd skilningi á því
sem vera má menningu þjóðarinnar
til heilla og framfara. Um leið er þetta
skólabókardæmi um niðurrifsaðferð
sem hægrimenn hafa tamið sér.
Framlag til ríkisstofnunar er skert
svo mjög að hún getur ekki uppfyllt
skyldur sínar; þetta veldur „slakri
frammistöðu“ sem svo má nota til að
rökstyðja enn grimmari niðurskurð
að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst
hin mestu þarfaþing á skömmum
tíma.
Margt hefur undanfarna mánuði
verið ritað um tilgang Ríkisútvarps-
ins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV
er einn af hornsteinum samfélags
okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og
lagalegar skyldur) þegar kemur að
menningu, listum, sögu – öllu því
sem við tökum okkur fyrir hendur
sem ekki hefur þegar verið ofurselt
innantómri markaðshyggju. Ríkisút-
varpinu ber að miðla okkur fróðleik,
efna til umræðu, varðveita og dreifa
til okkar á nýjan leik því efni sem þar
hefur safnast saman á 85 ára sögu
þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó.
Ef ekki væri fyrir dagskrána þar
væri til dæmis fátt sem benti til þess
í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland
er eitt Norðurlandanna, að við erum
þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas,
að saga okkar nær lengra aftur en til
dagsins í gær, að hér er iðkuð margs
konar menning, ritaðar margs konar
bækur, spiluð og sungin og samin
margs konar tónlist. Að hér býr
margs konar fólk.
Hin nýja sýn
Nú berast ill tíðindi af málefnum
RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því
yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað,
eins og boðað hafði verið, þurfi enn
eina ferðina að ráðast í blóðugan
niðurskurð. Um er að ræða heilar
1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur
og 83 aura á dag. Menntamálaráð-
herra hefur lýst sig fylgjandi því að
útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur
takmarkaðan stuðning enda telur
flokkur hans sjálfs sig hafa fundið
hina einu sönnu lausn á málum
Ríkis útvarpsins: Samkvæmt ályktun
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í
haust ber að leggja stofnunina niður.
Maður veltir því óneitanlega fyrir
sér hver sé orsök þess að við Íslend-
ingar þurfum ár hvert að horfa upp
á atlögu að þjóðarfjölmiðli lands-
ins á meðan sambærilegir miðlar
í nágrannalöndum okkar fá frið
til þess að sinna störfum sínum og
skyldum. Er hér kannski komin
útrásarhugmynd fyrir postula einka-
framtaksins?
Væri ekki tilvalið að formenn ríkis-
stjórnarflokkanna kölluðu á sinn
fund sendiherra Bretlands, Norður-
landanna, Frakklands og Þýskalands
(svo aðeins nokkur lönd séu nefnd)
og skýrðu fyrir þeim þann sparnað
sem fælist í því að leggja niður á einu
bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio
France og þar fram eftir götunum?
Heldur einhver að slíkum mála-
tilbúningi yrði mætt með öðru en
hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða
þess að við, örþjóð á hjara veraldar
sem hefur meiri þörf en aðrar stærri
fyrir þá gróðrarstöð andans sem
þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta
okkur þetta lynda, ár eftir ár?
Hin árlega atlaga
Maður veltir því óneitanlega
fyrir sér hver sé orsök þess
að við Íslendingar þurfum ár
hvert að horfa upp á atlögu
að þjóðarfjölmiðli landsins á
meðan sambærilegir miðlar
í nágrannalöndum okkar fá
frið til þess að sinna störfum
sínum og skyldum.
Árni Heimir
Ingólfsson
listrænn ráðgjafi
Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands
Raforkustefna Íslendinga hefur hingað til miðast við að lágmarka neikvæð áhrif
af stíflum og öðrum raforkumann-
virkjum. Kappkostað hefur verið
að virkja eins ofarlega í ánum og
mögulegt er, helst í jökulám á
borð við Þjórsá, Blöndu og Jökulsá
á Dal, og takmarka þannig áhrif
á gönguleiðir fiska. Eigi áfram að
framleiða græna og endurnýjan-
lega orku á Íslandi þarf að fara var-
lega og ganga ekki of nærri óspilltri
náttúru, sem er okkar verðmætasta
auðlind.
Á loftslagsráðstefnunni í París
komu fram nýjar upplýsingar um
þann skaða sem vatnsaflsstíflur
valda á lífríkinu. Þar bar hæst tjón
á fiskstofnum vegna búsvæða-
missis, rennslisbreytinga og set-
efnisflutninga. Sagt var frá því
að rennslisbreytingar af manna
völdum hafi haft mun alvarlegri
áhrif en áður var talið. Í París var
því lögð höfuðáhersla á að lífríkið
yrði undantekningalaust kannað
í þaula og umhverfisáhrif metin
áður en verkfræðingar fengju að
hlutast til um mannvirkjagerð í
straumvötnum.
Þótt okkur finnist að bærilega
hafi til tekist í raforkumálum
Íslendinga til þessa er vafasamt
að hreykja sér um of af árangr-
inum og leggja til að slakað verði á
umhverfiskröfum á næstu árum og
áratugum. Mikilvægara er að huga
betur að þeim vísbendingum sem
komið hafa fram að undanförnu
um að hin varkára stefna fyrri ára-
tuga gagnvart lífríkinu hafi jafnvel
ekki dugað til að koma í veg fyrir
alvarleg umhverfisspjöll. Mögu-
lega hefur stíflun jökulfljóta til
dæmis spillt lífríki sjávar og þar
með hrygningarstöðvum nytja-
fiska sem njóta góðs af framburði
fljótanna – sem nú safnast fyrir í
uppistöðulónum.
Þau rök eru léttvæg að við
mengum aðeins minna en mestu
umhverfissóðar heimsins, sem
verma botnsætin þegar kemur
að losun gróðurhúsalofttegunda.
Okkur ber engin siðferðisleg
skylda til að setjast sjálf í botn-
sætið til þess eins að losa aðra
við að sitja þar. Höfuðmarkmið
okkar í umhverfismálum á Íslandi
á að vera að vernda náttúruna.
Þar vegur þyngst að ganga ekki á
sjálfbæra fiskstofna, stilla orku-
framleiðslu í hóf eftir þörfum
þjóðarinnar og hugsa í því til-
liti til komandi kynslóða með
því að standa vörð um græna og
umhverfis væna ímynd landsins.
Aðeins þannig getum við orðið
öðrum góð fyrirmynd um þá
ábyrgu afstöðu í loftslagsmálum
sem heimsbyggðin kallar nú eftir.
Varasamt að hreykja sér
Hjörtur Magni
Jóhannsson
guðfræðingur
og prestur/for-
stöðumaður
Fríkirkjunnar við
Tjörnina
Á loftslagsráðstefnunni
í París komu fram nýjar
upplýsingar um þann skaða
sem vatnsaflsstíflur valda á
lífríkinu. Þar bar hæst tjón á
fiskstofnum vegna búsvæða
missis, rennslisbreytinga og
setefnisflutninga.
Orri Vigfússon
form. NASF,
verndarstofnunar
villtra laxastofna
Trúarbrögðunum er ekki
einum um að kenna. En þau
þurfa að kannast við sína
ábyrgð. Hvernig þau hafa
vissulega verið notuð til að
reisa aðskilnaðarmúra í stað
þess að byggja friðarbrýr.
1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð