Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 36

Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 36
Þegar maður lendir í áföllum eða erfiðleikum í lífinu þarf maður einhvern til að styðja við sig. Ég varð þeirrar heppni aðnjótandi síðastliðið vor að komast í kynni við samtökin Höndina sem veita einmitt sálrænan stuðning, m.a. meðww vikulegum fundum þar sem fólk deilir líðan sinni og baráttu við lífið og það sem það hefur upp á að bjóða. Höndin er mannræktarsamtök sem stofnuð voru fyrir tíu árum og eru alhliða mannúðar- og mann- ræktarsamtök. Leitast samtökin við að skapa fólki vettvang til sjálfstyrk- ingar og samhjálpar. Höndin aðstoð- ar og liðsinnir hinum þurfandi og styður þá sem til samtakanna leita. Margir eiga erfitt uppdráttar eftir áföll og hjálpar Höndin fólki í slíkum aðstæðum og er farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnu- þátttöku. Kjörorð Handarinnar er: Hver og einn skiptir máli – allir með. Samtökin bjóða upp á heimsóknir til eldra fólks og þeirra sem eru ein- mana. Höndin býður upp á fjárhags- stuðning, einstaklingsviðtöl, síma- þjónustu, heimsóknir, kynningar á geðheilbrigði, ráðgjöf, málþing og margt fleira. Félagið starfar einnig í sérstökum hópum, þar sem fólk tekur höndum saman, bæði gefur og þiggur til að byggja sig upp og styrkja aðra. Einn liður í því starfi er að sam- tökin halda vikulega fundi í Áskirkju með það fyrir augum að styrkja fólk til sjálfstæðis og þátttöku í samfé- laginu. Fundirnir eru fyrir alla sem vilja leita sér aðstoðar og vinna í sínum málum, styrkja sig og sitt eigið sjálf – fyrir þá sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að etja, svo sem þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Einnig er þetta vettvangur fyrir þá sem eru einmana, eru að kljást við sorg eða missi. Síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum í vanda. Ná árangri Einu sinni í viku hittast síðan nokkrir félagar og ganga hressilega um Elliða- árdalinn og er þátttaka yfirleitt mjög góð. Markmiðið er alltaf að hjálpa fólki að greina vanda sinn og finna eigin styrk og getu. Enda eru hlustun, samúð, hlýja og virðing grundvöllur starfsins. Hafa samtökin m.a. valið fyrirtæki ársins sem styðja við markmiðið um styrkingu og sjálfseflingu en einn- ig einstaklinga ársins. Einnig standa samtökin fyrir málþingum og hafa nokkur verið haldin. Er þá völdum gestum boðið að halda erindi um starf sitt eða líf með áherslu á sjálfsstyrkingu og árangursríka baráttu við áföll. Hefur ennfremur verið fjallað um tiltekin vandamál eins og kvíða, sem og starf annarra að mannrækt einkum hér á höfuðborgarsvæðinu og hefur aðsókn stundum verið mjög mikil. Bæði notendur þeirrar þjónustu sem Höndin veitir og fólk sem sjálft sinnir geðmálum hafa hrósað starfi Handarinnar fyrir að ná árangri þegar öll sund virtust lokuð hjá þeim sem kljást við áföll eða þurfa af öðrum ástæðum á hjálp að halda við að rísa aftur til sjálfstæðs lífs, má sem dæmi nefna fulltrúa notenda geðsviðs Landspítalans og aðra skjól- stæðinga en þessu fólki ber saman um að þjónustan sé til fyrirmyndar og að heimsóknir til hinna þurfandi og ein- mana gegni gríðarmiklu hlutverki í lífi þeirra. Ég er afar feginn að hafa komist í kynni við Höndina sem á ríkan þátt í að hjálpa mér að ná andlegu jafnvægi á ný og hlakka ég til að geta endur- goldið það með því að gefa af mér á þeim vettvangi. Nánari upplýsingar um samtökin er að finna á vefslóðinni www.hondin.is Undanfarna daga, eins og svo oft áður, hefur spunnist umræða hér í Fréttablaðinu um það hvort Guð sé til eða ekki til. Og sýnist sitt hverjum. Frá mínu sjónarhorni er mikill munur á andlegri og huglægri trú. Við getum spurt hvort veröldin og tilveran með öllum sínum undrum sé raunveruleg eða bara blekking. Ef við svörum því játandi að hún sé raunveruleg, getum við kallað það Guð og þar með trúað á Guð. Við getum líka svarað spurningunni játandi og sagt að það sem við upp- lifum sé raunverulegt en að það sé ekki Guð. Svo er endalaust hægt að takast á um það hvort Guð sé til eða ekki. Ég var eitt sinn spurður hvort ég væri trúaður. Ég svaraði því til að það væri eiginlega ekki hægt að svara þessari spurningu vegna þess að spyrjandinn hefði ákveðnar hug- myndir um hvað það væri að vera trúaður og ef ég svaraði spurning- unni játandi þá sæi hann fyrir sér að ég væri trúaður á þann hátt sem ég væri kannski ekki. Frá mínu sjónarhorni er „Guð“, við getum kallað það alheimsorku, æðri mátt, streymi lífsins eða hvað sem við viljum, eitthvað óaf- markanlegt og óskilgreinanlegt. Og þar komum við að kjarna þessarar endalausu deilu. „Trúleysinginn“ þarf fyrst að skilgreina Guð fyrir sjálfum sér áður en hann segist ekki trúa á hann. Sem sagt, fyrst skil- greinir hann Guð og trúir svo ekki á skilgreiningu sína. Það sama á við um hinn „trúaða“. Hann trúir á sína eigin skilgreiningu á Guði. Átakaþættirnir Átakaþættirnir í deilu bókstafstrúar og bókstafsvantrúar eru sinn hvor endinn á sömu spýtunni (trúar- bragðaspýtunni). Hrein „trú“ er, að mínu mati, andleg upplifun og afar frábrugðin þeirri huglægu skilgreiningu sem trúarbrögðin eða „trúleysið“ eru svo rækilega flækt í. Að trúa á huglæga afmörkun er innræting sem tak- markar vitund einstaklingsins og hindrar upplifun andans. Andinn stendur utan við átök og rökræðu. Trúarbrögð hafa að miklu leyti þróast yfir í huglægrar skilgrein- ingar á boðskap andlegra leiðtoga. Kristur var ekki kristinnar trúar, Búdda var ekki Búddatrúar og Múhameð ekki Múhameðstrúar. Vandamálið við trúarbrögðin er að þau hafa að miklu leyti færst frá andlegri vakningu meistaranna yfir í huglæga túlkun á boðskap þeirra. Ástæða þess að fólk laðast að boðskap andlegra meistara er að því líður vel með hann. Ekki hug- lægt heldur andlega og þar er mikill munur á. Sönn upplifun á kærleika, lotningu og þakklæti er andleg og hefur ekkert með hugsun, skil- greiningu eða trúarbrögð að gera. Hún færir fólki vellíðan og þarf ekki að heita neitt. Um þessar mundir á sér stað mikil andleg vakning. Fólk stígur nú í auknum mæli út fyrir tak- markanir trúarbragða, afmarkanir þeirra og veraldlegar fyrirskipanir og upplifir milliliðalaust, vegna hug- leiðslu, yoga eða annarrar árangurs- ríkrar andlegrar iðkunar, kærleika, einingu og fögnuð sem hvorki þarf að afmarka, skilgreina eða gefa nafn. „Leitið og þér munuð finna.“ Deilan um keisarans skegg Læsi snýst um ritun og lestur. Þótt fólk hafi náð tökum á því að færa orð í letur getur það þó ekki skrifað um hvað sem er. Ritunin krefst til dæmis þekk- ingar á umfjöllunarefninu eða reynslu sem tengist því. Svipað gildir um lesturinn. Þeir sem kunna að lesa, geta breytt prent- máli í orð og setningar þegar þeir lesa upphátt eða í hljóði. En þótt þeir séu læsir í þessum skilningi er ekki víst að þeir skilji vel það sem þeir lesa og eitt er víst: Þeir geta ekki lesið sér til gagns um hvað sem er. Hvers vegna ekki? Ástæðan er sú að orðin flytja ekki fullskapaða merkingu til lesenda; þeir verða að skapa hana á grunni orðanna. Þótt segja megi að samkomulag ríki um merkingu orða í tungu- máli, komumst við ekki hjá því að leggja okkar merkingu í þau, ekki síst með hliðsjón af reynslu okkar og þekkingu. Og við getum alls ekki skilið sumt af því sem er talað eða skrifað vegna þess að okkur vantar þann bakgrunn og það samhengi sem er forsenda skilningsins. „Hittumst undir Jóni Sigurðs- syni klukkan þrjú“ stóð á miða á eldhúsborðinu. Ég las orðin og kveikti strax á perunni enda vissi ég að nafnið vísaði til styttu af ákveðnum manni á tilteknum stað. Ég skildi textann vegna þess að ég þekkti til mannsins og stað- arins. Annars hefði ég ekki áttað mig á skilaboðunum þótt ég gæti lesið orðin. Oft sköpum við umræðugrund- völl og nauðsynlegt samhengi með því að tala við aðra, máta okkar skilning við skilning þeirra, njóta þeirrar samlegðar sem verður til þegar fleiri en einn eða jafnvel margir, hver á sínum sjónarhóli, hver með sína reynslu, hjálpast að við að skilja eitthvað sem hefur verið sagt eða ritað. „Áttu þá við að …?“, „Ég held að við séum ekki að tala um það sama.“, „Hver finnst þér þá vera kjarni málsins?“, „Ég skil! Ég hef alltaf haldið að …“, „Þetta er bara lopi, hefur enga merkingu!“. Slíkt samtal um viðeigandi skilning og túlkun heldur áfram endalaust, sem betur fer. Dómarar ræða hvernig beri að skilja og túlka bók- staf laganna miðað við tilteknar aðstæður, nemandi spyr kennara hvort hann geti nefnt dæmi til skýringar, almenningur veltir því fyrir sér, og talar saman um það, hvernig beri að skilja eitthvað sem forsetinn sagði í ræðu. Snýst einnig um samskipti Þessi dæmi, og fjölmörg önnur, benda til þess að sköpun merk- ingar, túlkun og skilningur snúist ekki aðeins um hugsun einstakl- inga heldur einnig um samskipti fólks. Þetta á einnig við þá merk- ingarsköpun sem ritun og lestur snúast um. Sé eitthvað til í því að við skiljum tæpast nokkuð ein má spyrja hversu skynsamlegt sé að reyna mæla lesskilning einstakl- inga og fá út tölur eins og raunin er þegar við mælum blóðþrýsting eða púls. Sú þekking sem börn búa yfir þegar þau byrja í skóla ræður miklu um hve vel þeim gengur að læra að lesa og skrifa. En næringar- ríkt veganesti að þessu leyti er háð uppeldisaðstæðum. Foreldrar vilja víkka og auðga reynsluheim barna sinna en margir hafa hvorki efni á því né tíma til þess. Þeir hafa ekki efni á að fara í leikhús með börnin, á tónleika eða í ferðalög, og þá skortir tíma og orku til að skoða með þeim fugla eða hraun ellegar tala við þau um landsins gagn og nauðsynjar. Þessari hlið lesskiln- ingsins, þessari hápólitísku hlið „ólæsisins“, þarf að gefa gaum vegna þess að ef til vill er einna vænlegast að efla læsi og lesskiln- ing meðal skólanemenda á Íslandi með því að berjast gegn fátækt og auka jöfnuð meðal landsmanna. Ólæsi og pólitík Stefán Jökulsson lektor við HÍ Þessari hlið lesskilningsins, þessari hápólitísku hlið „ólæsisins“, þarf að gefa gaum vegna þess að ef til vill er einna vænlegast að efla læsi og lesskilning meðal skólanemenda á Íslandi með því að berjast gegn fátækt og auka jöfnuð meðal lands- manna. Höndin – vel útrétt hönd Garðar Baldvinsson meðlimur í Höndinni Markmiðið er alltaf að hjálpa fólki að greina vanda sinn og finna eigin styrk og getu. Enda eru hlustun, samúð, hlýja og virðing grundvöllur starfsins. Sönn upplifun á kærleika, lotningu og þakklæti er andleg og hefur ekkert með hugsun, skilgreiningu eða trúarbrögð að gera. Sigurður Bárðarson Avatarmeistari – Vitki Stefán Máni eins og hann gerist bestur! „Fer lega góður spennu­ lestur.“ Auður Haralds á RÚV „Óhugnanlega vel skrif­ uð, vel flétt uð og spenn­ andi saga.“ BB í Fréttablaðinu 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r36 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.