Fréttablaðið - 17.12.2015, Side 50

Fréttablaðið - 17.12.2015, Side 50
Fólk| tíska Michael Kors er sagður með frá- bæran sköpunarkraft sem kemur vel fram í frjálslegum og glæsi- legum stíl hans. Á kjólana eru saumuð blóm, þeir eru léttir og þægilegir. Draga fram kvenlegan glæsileika, segja tískulöggur. Rauð- ur litur var áberandi á sýningunni og hvítur. Hvítu fötin eru sérstak- lega rómantísk úr mjúku efni sem hæfir vel sumarhita. Sjálfur segist Kors hafa verið að leita að þessum eiginleikum, mýkt og kvenleika en samt nútímalegri hönnun. „Fötin eiga að vera létt og þægileg,“ segir hann. Sumir segja að þetta hafi ekki verið auðvelt ár fyrir Kors. Fjöldaframleiðsla á Kors handtöskum hefur verið harðlega gagnrýnd. Hlutabréf í fyrirtæki hans hafa fallið í framhaldinu. Hann segist þó ekki vera hræddur við það. Tískan sé fljót að breytast. Sam- keppnin hefur harðnað mikið í tískubransanum. Meðal gesta þegar hann sýndi vor- og sumartískuna 2016 voru Naomi Watts, Olivia Wilde og Kend all Jenner. Rautt og hvítt hannaR fleiRa en töskuR Michael Kors hannar ekki bara vinsælar hand- töskur. Hann er líka vinsæll fatahönnuður og vekur jafnan athygli. Þegar hann sýndi vor- og sumartísku 2016 voru margir sem töluðu um kvenlegan og elegant stíl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.