Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.12.2015, Blaðsíða 52
Fólk| Nýbýlavegi 8 í Portinu 200 Kópavogur Tímalaus hönnun Lífstílsvörur winstonliving.is 40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: *Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 31. desember halda þessum kjörum í eitt ár. Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í VETUR STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 31. desember* tíska Notkun slaufunnar hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár meðal íslenskra karlmanna en þær fást nú í ágætu úrvali hér á landi. Nokkrir íslenskir hönnuðir hafa hannað og selt eigin slaufur með góðum árangri, þar á meðal Leynibúðin sem stendur við Laugaveg í Reykjavík. Það eru hönnuðirnir Hulda Dröfn Atladóttir og Linda Ósk Guðmundsdótt­ ir sem eiga verslunina en þar selja þær m.a. slaufur sínar undir merkinu Death­ flower. Hulda Dröfn segir viðbrögð við­ skiptavina undanfarin ár hafa verið góð og hvatt þær enn frekar til að auka úrval og fjölbreytni slaufanna í verslun sinni. „Það er alls ekki einn aldursflokkur sem kaupir slaufurnar okkar. Vissu­ lega sjáum við mynstur meðal ólíkra aldurshópa. Þannig velja litlu strákarnir oftast Spiderman­, Minecraft­ eða Hulk­ slaufur en fullorðnir velja alla flóruna. Það fer þó mikið eftir týpum hvers konar slaufur eru valdar. Afarnir eru þó aðeins íhaldssamari og kaupa yfirleitt klassískara útlit og tónlistarslaufur með myndum af Bítlunum og Elvis.“ Notuð oftar eN áður Sem fyrr eru slaufur aðallega notaðar við skyrtur og jakkaföt. Það sem hefur þó breyst að sögn Huldu Drafnar er að ungir menn eru óformlegri varðandi notkun hennar en áður. „Í dag er slaufan ekki bara notuð við hátíðleg tilefni held­ ur notuð meira dags daglega. Svo sjáum við mikla aukingu hjá stelpum sem kaupa sér slaufur við skyrtukjóla. Auk þess setjum við einnig slaufur á keðjur og gerum slaufumen.“ Linda Ósk hóf að hanna eigin slaufur árið 2009 sem voru skreyttar haus­ kúpum og vöktu nokkra athygli. „Í kjölfarið jókst úrvalið hjá henni en árið 2012 ákváð­ um við að hanna slaufurnar saman. Þá byrjuðum við að nota ýmsar teiknimynda­ og kvikmynda fígúrur og í raun eru engin takmörk á því hvað getur prýtt slaufurnar. Okkur fannst skemmtilegt hvað við vorum ólíkar, ég er mjög litag­ löð en Linda Ósk er meira í dekkri hönnun og hauskúpum. Útkoman getur því verið mjög skemmtileg þegar tveir ólíkir aðilar vinna saman.“ Þótt þær telji sig hafa eitt besta úrval landsins af slaufum eru viðskiptavinir að sögn Huldu stöðugt að óska eftir sér­ stöku þema á slaufurnar sem ekki er til. „Auðvitað reynum við bara að græja það enda skemmtilegt að geta boðið viðskiptavinum að panta eigin slaufur. Við höfum mjög marga fastakúnna sem safna slaufum frá okkur enda þora sífellt fleiri að bera áberandi slaufur en áður. Vinsælustu slaufur okkar um þessar mundir eru Star Wars slaufurnar en við bjóðum upp á átta mismunandi týpur af þeim.“ Meira fraM uNdaN Þær Linda Ósk og Hulda Dröfn hanna þó margt annað en slaufur og í vetur verður meiri áhersla lögð á flíkur og ýmislegt skart. „Slaufuframleiðslan fylgir þó alltaf með enda seljast þær vel. Við reynum líka að halda verð­ inu sanngjörnu svo fólk geti kom­ ið og keypt gjafir. Svo fórum við ný­ lega í samstarf með Ásgeiri Þór Jónssyni teiknara varðandi hönnun bola og Daníel Oddssyni með hönnun vasaklúta. Við erum alltaf að gera eitthvað nýtt og erum stöðugt að. Því plönum við aldrei of langt fram í tímann og tökum bara á hlut­ unum þegar þeir koma. Okkur finnst það skemmtilegast þannig og það fyrirkomu­ lag hentar okkur vel.“ Leynibúðin er til húsa á Laugavegi 55 í Reykjavík. Slaufurnar má skoða á Facebook undir Leynibúðin og á Insta­ gram (@leynibudin_store). viNsælli „Í dag er slaufan ekki bara notuð við hátíðleg tilefni heldur notuð meira dags daglega. Svo sjáum við mikla aukingu hjá stelp­ um sem kaupa sér slaufur við skyrtu­ kjóla,“ segir Hulda Dröfn hjá Leyni­ búðinni. allir Með „Það er alls ekki einn aldursflokkur sem kaupir slaufurnar okkar þótt vissulega sjáum við mynstur meðal ólíkra aldurshópa,“ segir Hulda Dröfn Atladóttir, annar eigenda Leynibúðarinnar. MYNDir/GVA litfaGrar slaufur skeMMtileG blaNda Slaufan nýtur sífellt meiri vinsælda meðal karlmanna á öllum aldri. Fleiri þora nú að vera með litfagrar og skrautlegar slaufur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.