Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 58
sport Fótbolti Leicester City situr í topp- sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar 16 umferðum er lokið. Fótbolta- áhugamenn og spekingar úti um allan heim bíða eftir því að Refirnir taki hina víðfrægu dýfu niður á við en hún virðist ekkert á leiðinni. Leic ester er heldur ekkert bara að spila vel á þessu tímabili heldur hófst uppgangurinn í apríl þegar liðið bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð. Leicester átti að falla í fyrra og var ekki spáð góðu gengi þegar farand- verkamaðurinn Claudio Ranieri var ráðinn til starfa fyrir Nigel Pearson í sumar. Ítalinn hefur byggt á góðum grunni og með viljann að vopni og tvo heitustu framherja Evrópu í miklu stuði virðast Leicester-liðinu allir vegir færir. 2,28 stig í leik Leicester var á botni ensku úrvals- deildarinnar þegar nýtt ár gekk í garð. Það eitt á að þýða fall í fræðum ensku úrvalsdeildarinnar. Nýtt ár byrjaði heldur ekki vel. Leicester vann aðeins einn leik af fyrstu tíu á árinu 2015 og tapaði sex. Liðið var enn í botnsætinu 4. apríl þegar upp- sveiflan hófst. Refirnir fóru á mikinn skrið. Þeir unnu sjö af síðustu níu leikjum tímabilsins og töpuðu aðeins einum. Árangur Leicester-liðsins nær nefnilega aftur til fjórða apríl en síðan þá er liðið búið að vinna 17 leiki af síðustu 25 og tapa aðeins tveimur. Leicester er búið að safna 57 stig- um í síðustu 25 leikjum ef síðustu níu á síðasta tímabili eru teknir með. Það gerir 2,28 stig í leik sem eru meistaratölur. Leicester er að safna 2,18 stigum að meðaltali á þessu tímabili en oftast er talað um að meistaralið þurfi að fá að meðal- tali tvö stig í leik. Þetta er Leicester búið að gera í 25 leikjum og enn er beðið eftir dýfunni. Byggt á sama grunni Árangur Leicester á tímabilinu er einnig merkilegur fyrir þær sakir að liðið fann enga fjársjóði í sumar. Sjö leikmenn sem byrjuðu síðasta leikinn á síðustu leiktíð voru í byrj- unarliðinu þegar liðið vann Chelsea á mánudagskvöldið. Í heildina eru sjö leikmenn sem voru hjá liðinu á síðasta tímabili búnir að spila að minnsta kosti 14 af 16 leikjum Leic- ester. Claudio Ranieri fékk ekki góðar viðtökur þegar hann var ráðinn enda búinn að hoppa á milli starfa síðan hann var rekinn frá Chelsea fyrir rúmum áratug. Síðast var hann landsliðsþjálfari Grikklands og tap- aði fyrir Færeyjum. Er nema von að Gary Lineker, Leicester-goðsögn og fjölmiðlamaður á Englandi, skrifaði á Twitter-síðu sína þegar Ítalinn var ráðinn: „Ranieri? Í alvöru?“ Ranieri er mikill vinnuþjarkur og er úti á æfingasvæði Leicester á hverjum degi og tekur virkan þátt í æfingum liðsins. Hann er mikill herramaður og vinsæll á meðal blaðamanna á Englandi fyrir fádæma kurteisi, en hann gerir til dæmis í því að heilsa öllum blaðamönnum með handabandi á hverjum einasta blaðamannafundi. Herramaður en herforingi. Einföld en góð leið Ranieri bætti ekki miklu við liðið en hefur þess í stað betrumbætt öfluga spilamennsku Leicester sem liðið var að sýna undir lok síðasta tíma- bils. Ítalinn er mikill taktíker og fótboltaheili en passar þó að gera hlutina mátulega einfalda með Leic- ester-liðið og það virkar. Hvað með leikstílinn? Leicester vill ekkert endilega gera hlutina með boltann og það er allt í lagi. Jürgen Klopp vann tvo Þýskalands- meistaratitla og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með pressu- taktík. Oft er talað um að það að halda boltanum sé lykillinn að árangri en á meðan til dæmis lið eins og Manchester United gerir varla neitt annað en að halda bolt- anum er Leicester mun beinskeytt- ara lið. Aðeins Sunderland og West Brom halda boltanum verr en Leicester og þá eru refirnir mjög neðarlega á töflunni yfir heppnaðar sendingar. Ranieri vill ekkert dúlla með bolt- ann heldur sækja beint fram en ekki gefa boltann til hliðar. Pressan sem liðið beitir svínvirkar með dugnað- arforka í liðinu eins og Jamie Vardy og Riyad Mahrez sem eru í fremstu víglínu. Leicester er búið að vinna flesta bolta allra liða í ensku úrvalsdeild- inni og bara Tottenham og Liver- pool hafa unnið fleiri tæklingar. Leic ester vinnur boltann framarlega á vellinum og sækir á markið. Ein- föld uppskrift sem virkar. Batman og Robin Ef þú ætlar að vera á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þarftu töfra- menn sem geta galdrað fram mörk og stoðsendingar að staðaldri. Stóru liðin leita uppi töframenn í Las Vegas leikmannamarkaðarins en Leicester þarf að leita að mönnum sem stunda spilagaldra á götuhorni. Og stundum eru þeir menn sem ein- faldlega biðu eftir tækifærinu. Þá komum við að Batman og Robin Leicester-liðsins: Jamie Vardy og Riyad Mahrez. Englendingurinn sem var í utandeild Englands fyrir þremur árum og Alsíringurinn sem kom úr frönsku 2. deildinni fyrir tveimur árum. Þessir strákar kost- uðu Leicester samtals 1.350.000 punda sem er nálægt mánaðar- launum Wayne Rooney. Vardy er markahæstur í deildinni, búinn að skora 15 mörk í 16 leikj- um. Þessi 28 ára gamli Englendingur er búinn að skora í 13 af 16 leikjum deildarinnar og leggja upp í hinum þremur. Leicester hefur ekki spilað leik án þess að Vardy skori eða leggi upp. Mahrez er engu síðri. Hann er búinn að skora ellefu mörk í fimmtán leikjum og gefa sex stoð- sendingar. Aðeins fjórum sinnum á tímabilinu hefur hann ekki skorað eða lagt upp mark. Vardy fann Leicester hjá Fleet- wood Town, neðri- og utandeildar- markaskorari sem beið eftir tæki- færinu á stóra sviðinu. Mahrez er fæddur í Sarcelles, ofbeldisfullu úthverfi Parísar þar sem hann átti erfiða æsku og missti föður sinn þegar hann var fimmtán ára. Alsír- ingurinn hét því að láta það ekki buga sig heldur hvetja sig til frekari dáða. Hann er í dag einn besti leik- maður sterkustu deildar heims. Af hverju dýfa? Leicester nýtur engrar virðingar sem topplið, ekkert frekar en önnur spútniklið í gegnum tíðina. Ensku blöðin miða allt út frá hversu langt það er frá liðinu í fjórða sæti og gefa því þannig möguleika á Meistaradeildarsæti. Meira er það ekki. Enska úrvalsdeildin er auð- vitað langhlaup en ekki spretthlaup. Leic ester gafst þó frekar augljóslega ekki upp eftir 800 metra heldur kom það fyrst í mark eftir 3.000 metrana. Hvort það haldi út er svo spurningin. „Leicester mun taka dýfu,“ er algengasta setningin þegar talað er um enska boltann í dag. Það veðja allir á móti lærisveinum Ranieris þrátt fyrir að þeir séu búnir að spila og safna stigum eins og meistaralið í síðustu 25 leikjum. Auðvitað þarf liðið að vera áfram heppið með meiðsli og helst að bæta við sig einum eða tveimur sterkum leik- mönnum í janúar. Jólatörnin er vanalega prófsteinn góðra liða. Hvergi í Evrópu reynir jafn mikið á lið í nokkurri deild. Leicester gaf samt skít í jólin í fyrra. Það var á botninum eftir jólatörnina í fyrra og átti að falla. Nú er liðið í baráttu um Englandsmeistara- titilinn þegar hátíðarnar ganga í garð. Við sjáum hvar refirnir verða í byrjun árs en þangað til er líklega rétt að tala um Leicester af aðeins meiri virðingu. Safna stigum eins og meistaralið Leicester City er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar 16 umferðum er lokið. Refirnir unnu Englandsmeistarana til að koma sér aftur á toppinn. Með tvo af heitustu framherjum Evrópu í stuði safnar liðið stigum í sarpinn eins og meistaralið gera. Riyad Mahrez og Jamie Vardy eru lykilmennirnir á bak við ótrúlegt gengi Leicester í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. FRéttABLAðið/GEtty sjö leikmenn sem byrjuðu síðasta leik Leicester á síðustu leiktíð voru í byrjunarliðinu í sigrinum gegn Chelsea á mánudaginn. 88% Vardy og Mahrez hafa saman skorað eða lagt upp 30 af 34 mörkum Leicester í vetur. Riyad Mahrez 24 ára vængmaður Jamie Vardy 28 ára framherji leicester síðan 4. apríl 2015 04.04 West Ham (h) Sigur 11.04 WBA (út) Sigur 18.04 Swansea (h) Sigur 25.04 Burnley (út) Sigur 29.04 Chelsea (h) tap 02.05 Newcastle (h) Sigur 09.05 Southampton (h) Sigur 16.05 Sunderland (ú) Jafntefli 24.05 QPR (h) Sigur 08.08 Sunderland (h) Sigur 15.08 West Ham (ú) Sigur 22.08 Tottenham (h) Jafntefli 29.08 Bournemouth (ú) Jafntefli 13.09 Aston Villa (h) Sigur 19.09 Stoke (ú) Jafntefli 26.09 Arsenal (h) tap 03.10 Norwich (ú) Sigur 17.10 Southampton (ú) Jafntefli 24.10 C. Palace (h) Sigur 31.10 WBA (ú) Sigur 07.11 Watford (h) Sigur 21.11 Newcastle (ú) Sigur 28.11 Man. Utd (h) Jafntefli 05.12 Swansea (ú) Sigur 14.12 Chelsea (h) Sigur 17 sigrar, 6 jafntefli, 2 töp Tómas Þór Þórðarson tomas@frettabladid.is 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F i m m t U d A G U r42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.