Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 68

Fréttablaðið - 17.12.2015, Síða 68
Stóri skjálfti er besta skáldsagan að mati bóksala Tilkynnt var um Bóksalaverðlaunin 2015 í gærkvöldi. Yfir 50 bóksalar víðs vegar að af landinu standa að valinu og kosið er til verðlauna í níu flokkum. Bækurnar sem hljóta fyrsta sætið í hverjum flokki öðlast rétt til að bera verð- launamiða félagsins en auk þess munu bóksalar leggja sig fram um að hafa allar verðlaunabækur sýnilegar í bóka- búðum fram að jólum. Bóksalaverðlaunin njóta vaxandi áhuga almennings. Besta íslenska skáldsagan að mati bóksala í ár er Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Í Stóra skjálfta segir frá ungri konu sem rankar við sér eftir stórt flogakast við Miklubrautina og sonur hennar er á bak og burt. Við taka erfiðir dagar minnisleysis í tættri veröld þar sem unga konan berst við að púsla lífinu saman. Þegar náðist í Auði var hún óneitan lega í smá áfalli eftir að hafa ruglast á dagsetningum fyrir jólaball í leikskóla sonar síns en verðlaunin voru henni þó að sönnu gleðitíðindi. „Ég? Vá, en gaman, í alvöru ég klökkna bara,“ segir Auður og undrun og gleði leynir sér ekki. „Ég er nefnilega gamall bóksali sjálf. Vann í bóka- búðum eiginlega frá því að ég var krakki og þar til ég fór að gefa út sjálf. Ég á mikið af minningum úr bókabúðinni enda er afskaplega gaman að vinna í bókabúð. Það er í alvörunni með því skemmti- legra sem ég hef gert. Í Danmörku fékk ég meira að segja einu sinni að vinna í bókabúð sem sjálfboða- liði því mér finnst það svo gaman.“ Stóri skjálfti hefur fengið ákaf- lega góðar viðtökur og sumir hafa velt því fyrir sér hvort Auður sé þarna að skrifa um sitt eigið líf en hún segir það nú ekki vera tilfellið. „Þetta er ekki mitt líf í orðsins fyllstu merkingu en ég nota það sem ég þekki eins og til að mynda flogaveikina eins og henni er lýst þarna. Þannig er það að maður notar eitthvað úr lífinu sem gerir skáldskapinn trúverðugan.“ Nú lætur ungur sonur Auðar heyra hraustlega í sér og hún segir frá því að hún hafi klikkað á jóla- ballinu. „Ég er satt best að segja alveg að farast úr samviskubiti svo þessi góðu tíðindi eru nú aðeins til þess að létta mér lífið. Málið er að börn og mæður er það sem fyllir mann samviskubiti og Stóri skjálfti er nú dáldið mikið um það svo ætli mitt eigið líf sé ekki þarna meira en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Vann sem sjálfboðaliði í bókabúð í Danmörku Besta þýdda skáldsagan að mati bóksalanna er Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Danann Kim Leine í þýðingu Jóns Halls Stefáns- sonar. Skáldsagan er lauslega byggð á sönnum atburðum í dansk-norska konungsveldinu í lok átjándu aldar. Sögusviðið spannar mannlíf höfuð- borgarinnar sem og nýlendubyggðir Grænlands og víðar en Spámennirnir í Botnleysufirði tryggðu Kim Leine Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 2013. Jón Hallur er búsettur í Danmörku og segist einnig hafa dvalið aðeins á slóðum sögusviðsins í Grænlandi. „Ég hef verið þarna, reyndar á sama stað og Kim Leine, þarna á austurströnd- inni. Þannig að ég þekki aðeins stemninguna og tengi kannski aðeins meira við þetta samfélag fyrir vikið.“ Jón Hallur segir þetta vera afskap- lega gleðileg tíðindi en að hans góði útgefandi, Bjarni Harðarson hjá bókaútgáfunni Sæmundi, hafi nú verið búinn að lauma þessu að honum. „En þetta er ótrúlega ánægju- legt. Ég þurfti nú að berjast soldið fyrir að þessi bók kæmi út og síðan tók Bjarni við þessu af sínum höfð- ingsskap. Viðbrögðin hafa svo verið framar björtustu vonum eins og mig grunaði reyndar að það mundu margir fá mikla nautn af því að lesa þessa bók. Ég sóttist eftir því að þýða þessa bók því mér fannst þetta svo heillandi texti og þessi saga sækir á mann. Annars finnst mér þessi tilnefning vera afar ánægjuleg vegna þess að bóksalar eru ákaflega mikilvægt fólk fyrir bókaheiminn og þetta sýnir mér að þessi bók er að heilla fólk og það er það sem skiptir öllu máli.“ Sóttist eftir að þýða þessa bók Jón Hallur Stefánsson, þýðandi. Fréttablaðið/VilHelm auður Jónsdóttir við miklubrautina þar sem Stóri skjálfti hefst. Fréttablaðið/GVa Íslenskar barnabækur 1.-2. Koparborgin Ragnhildur Hólmgeirsdóttir 1.-2. mamma klikk Gunnar Helgason Þýddar barnabækur 1. Strákurinn í kjólnum David Walliams Íslenskar ungmennabækur 1. Skuggasaga: arftakinn Ragnheiður Eyjólfsdóttir Þýddar ungmennabækur 1. Þegar þú vaknar Franziska Moll Handbækur / fræðibækur 1. Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson besta ævisagan 1. munaðarleysinginn Sigmundur Ernir Rúnarsson besta ljóðabókin 1. Frelsi Linda Vilhjálmsdóttir besta þýdda skáldsagan 1. Spámennirnir í botnleysufirði Kim Leine besta íslenska skáldsagan 1. Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U d A G U r52 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð menning
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.