Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 4
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 422 sveppasýni frá 143 stöðum á landinu voru greind hjá Náttúrufræði- stofnun árið 2014. 100 króna gistinátta- skattur hefur skilað 670 millj- ónum frá 2012. 10-15 milljarða mun nýtt 5 stjörnu hótel við hlið Hörpu kosta. 900 hjúkrunarfræðingar mega hætta störfum sökum aldurs á næstu þremur árum– 400 til 500 hjúkrunarfræðingar útskrifast á tímabilinu. 4.000 tonn af metanóli er framleiðslugeta Carbon Recycling Int. eftir stækkun verksmiðju. 13.4.2015 ➜ 19.4.2015 90% landsmanna vilja að Kiwanis- hreyfingin og Eimskip fái að gefa grunn- skólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni. 100 TONN af sandi voru notuð til hálkuvarna í þjóðgarðinum á Þingvöllum árið 2014. 6 milljarða króna framkvæmdir eru fyrir- hugaðar í Bláa lóninu. 20 KÍLÓUM af fíkniefnum reyndu hollenskar mæðgur að smygla til landsins. 24 farþegar voru færðir frá borði hvala- skoðunarbáts þegar reykur kom upp í vélarrými. 17 til 70% kröfur eru uppi hjá stéttar- félög- unum. VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Tilboðsverð frá 89.900 kr. ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 7 41 19 0 42 01 5 10 sæti laus Síðustu sætin í aprílsólina! Alicante 24. apríl – 1.maí miðað við 2 í herbergi með hálfu fæði á Albir Playa Flugsæti til og frá Alicante 49.900 kr. SKÓLAMÁL Nemendur í Réttarholtsskóla vilja að aðstoðarskólastjórinn Jón Pétur Zimsen taki við sem skólastjóri nú þegar Hilmar Hilmarsson er að hætta. „Við tökum ekki annað í mál og óskum eftir því að Jón Pétur Zimsen taki við stöðu skólastjóra,“ segir í yfirlýsingu sem fulltrúar nemendaráðsins í Réttó afhentu í gær Ragnari Þorsteinssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Með fylgdu undirskriftir langflestra af ríflega 300 nem- endum skólans. Jón Pétur er einn tæplega tuttugu sem sóttu um stöðuna. „Jón Pétur Zimsen er opinn og heiðarlegur og vill öllum vel og er jafnframt mikill gleðigjafi,“ segir í yfirlýsingu nemendanna. „Réttar holtsskóli er okkar annað heimili og okkur vill líða vel hér og það er stefna Jóns Péturs, hann er eins konar pabbi nem- enda.“ Nemendurnir vonast til að mark verði tekið á þeim, „þar sem við höfum líka rödd og svo Réttar holtsskóli geti haldið áfram að vera ein stór fjölskylda í kom- andi framtíð.“ Einn nemendaráðsmanna undirstrikar að nemend- urnir standi að málinu á eigin spýtur. „Þetta er alfar- ið við að hugsa um framtíð annarra krakka. Okkur finnst eins og Reykjavíkurborg sé löngu búin að ákveða sig að ráða konu til að fá jafnrétti. En okkur finnst ekki að kyn eigi að skipta máli heldur aðeins hæfni reynsla og árangur – þar sem Jón skorar 10 í öllum flokkum,“ segir Styrmir Steinn Sverrisson. - gar Nær allir nemendur í Réttó fylkja sér að baki aðstoðarskólastjóranum: Tökum ekki annan en Jón í mál VEL TEKIÐ Fulltrúar úr nemendaráði Réttó segjast hafa feng- ið frábærar móttökur þegar þau afhentu Ragnari Þorsteins- syni undirskriftirnar í gær. SAMFÉLAGSMÁL Sýslumannsemb- ætti utan höfuðborgarsvæðisins hafa aðeins tvisvar úrskurðað um umgengni forræðislauss foreldris sjö daga af hverjum fjórtán síðan þeim var veitt heimild til þess. Heimildin var veitt þegar breyting- ar á barnalögum tóku gildi 1. janúar 2013. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðu- neytisins við fyrirspurn Guð- mundar Stein- grímssonar, for- manns Bjartrar framtíðar. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki og sýslumaðurinn á Höfn hafa í hvort skiptið úrskurðað um slíka umgengni en önnur sýslumanns- embætti ekki. Á árunum 2013 og 2014 hafa þessi embætti úrskurðað í alls 33 málum. Í þessum málum hefur niðurstaðan verið umgengni við föður í 25 skipti en móður í fimm skipti. Guðmundur segir það vonbrigði að aðeins hafi verið úrskurðað tvisvar um jafna umgengni, viku og viku. „Það er ekkert minnst á mjög umfangsmiklar rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu á Íslandi sem sýna að jöfn umgengni kemur mjög vel út fyrir börn. Ég óttast að sýslumannsembættin og ráðuneytið séu ekki alveg nógu víðsýn þegar kemur að þessu,“ segir Guðmundur. Í svarinu er tekið fram að umgengnismálum hjá sýslumönn- um geti lokið með öðrum hætti en með úrskurði, til að mynda með samkomulagi um umgengni, sem er algengast. Í svarinu kemur einnig fram að úrskurðir í umgengnismálum séu ekki birtir almenningi, held- ur aðeins á sérstökum úrskurða- vef sem eingöngu sýslumenn hafa aðgang að. Guðmundur gagnrýnir þetta fyrirkomulag. „Mér finnst þetta undarlegt. Alls konar úrskurðir í alls konar við- kvæmum persónulegum málum eru birtir, auðvitað undir nafnleynd og eiga ekki að vera persónurekjanleg- ir. Mér finnst ráðuneytið ekki svara nægilega fyrir það af hverju þetta er bara birt á lokuðum vef. Þetta eru viðkvæm mál en það er þess vegna mjög mikilvægt að þau séu meðhöndluð vel og gagnsæi er ein besta leiðin til að skapa hvata fyrir kerfið til að meðhöndla viðkvæm mál vel. Því er ábótavant þarna,“ segir Guðmundur. fanney@frettabladid.is Upplýsingum um umgengnis- mál ábótavant segir þingmaður Sýslumannsembættið á Sauðárkróki og embættið á Höfn hafa aðeins einu sinni úrskurðað viku og viku um- gengni foreldra við börn sín frá 1. janúar 2013. Önnur embætti aldrei, en óljóst er um höfuðborgarsvæðið. GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON VERA SAMAN Guðmundur Steingrímsson þingmaður segist óttast að sýslumannsembætti og ráðuneyti séu ekki nægilega víð- sýn þegar kemur að jafnri umgengni foreldra við börn sín. NORDICPHOTOS/GETTY Í svari innanríkisráðuneytisins fást ekki tölur um skiptingu úrskurða um umgengni milli kyns foreldra eða aldurs barna frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, en á þessum tveimur árum úrskurðaði embættið í 88 málum. Ljóst er að umsvif þess embættis eru langsamlega mest í þessum málaflokki. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sem óskaði eftir gögnunum frá ráðuneytinu, segir bagalegt að nánari upplýsingar fáist ekki frá sýslumannsembætti höfuðborgarsvæðisins. „Mig langaði að sjá tölfræðina á bak við þessa úrskurði. Þessar niðurstöður styðja grunsemdir manns um að það séu aðallega feður sem eru umgengnis- foreldrar og ég geri ráð fyrir að þetta sé eins á höfuðborgar- svæðinu og annars staðar.“ UMGENGNISFORELDRAR AÐALLEGA FEÐUR ÍRAK Izzat Ibrahim al-Douri, fyrrverandi varaforseti byltingar ráðsins í Írak og einn helsti bandamaður Saddams Hussein, er talinn hafa verið drepinn í skotbardaga norður af Bagdad í gær. Izzat Ibrahim er einn þeirra sem náðu að flýja Írak í kjölfar innrásar Bandaríkjanna árið 2003. Hann varð 72 ára í ár. Lítið hefur spurst til hans síðan en talið er að hann hafi verið einn af heilunum á bak við hernaðarað- gerðir Íslamska ríkisins. Hann var drepinn í skotbardaga við stjórnarher Íraka í Salahuddin- héraðinu í Norður-Írak. Frétta- stofan Al-Arabiya birti myndir af líki sem talið er vera líkamsleifar Izzats Ibrahim. - srs Izzat Ibrahim drepinn í Írak: Drápu hægri hönd Saddams HÁTT SETTUR Izzat var varaforseti byltingaráðsins í Írak. MYND/AFP NEYTENDUR Innkalla þarf þrjár Mercedes Benz-bifreiðar af gerð- inni E-Class og CLS-Class sam- kvæmt tilkynningu bílaumboðs- ins Öskju til Neytendastofu. „Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að gúmmíþétting í vélarsal gæti losnað og komist í snertingu við pústið. Auka þarf klemmur sem halda þétti kanti í vélarsal,“ segir í umfjöllun Neyt- endastofu. Þá kemur fram að umboðið komi einnig til með að hringja í eigendur bifreiðanna vegna innköllunarinnar. - óká Gúmmíþétting gæti losnað: Askja innkallar Mercedes Benz ★★★★★
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.