Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 28

Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 28
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Þurfa konur að taka upp leikreglur karla til að ná meiri árangri? Halldóra Katla Guðmundsdóttir rannsakaði í meistara-ritgerð sinni í mannauðs- stjórnun við Háskóla Íslands hvort ástæða fyrir ólíkum árangri kynjanna gæti að einhverju leyti legið í mismunandi aðferðum þeirra í vinnustaðapólitík. Konur í vörn– karlar í sókn „Meginniðurstaða mín var sú að konur eru ekki jafn árangursmið- aðar og karlar og eru frekar í vörn en sókn,“ segir Halldóra um þátt- töku kvenna í vinnustaðapólitík. Halldóra ræddi við karla og konur í íslensku atvinnulífi og hafði það að markmiði að svara tveimur spurn- ingum, hvort kynin beiti sér á ólík- an hátt í vinnustaðapólitík og hvort konur ættu að taka upp leikreglur karla til að ná meiri árangri. Ættu að kunna reglurnar „Upplifun viðmælenda minna er að á meðan konur mynda bandalög til að verja sína hagsmuni mynda karl- ar árangursmiðuð bandalög. Þeir tala oftar saman í bakherbergjum og taka ákvarðanir en konur virð- ast baktala hver aðra. Karlar virð- ast vera miklu duglegri að virkja tengslanet sín utan vinnutíma en konur setji heimilið í forgang. Og karlar eru vanari að gera greiða gegn greiða en konur virðast vera feimnari við að innkalla þá og vilja ekki vera ágengar.“ Niðurstöður rannsóknarinnar segir Halldóra gefa vísbendingar um að konur þurfi að minnsta kosti að vera meðvitaðar um leikreglur karla í vinnustaðapólitík til að ná meiri árangri, ef þær kjósa það. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að karlar séu meðal annars árang- ursmiðaðri í pólitískum aðgerð- um, metnaðargjarnari, grófari, sjálfsöruggari og ekki eins tilfinn- ingaríkir og konur, sem séu þakk- látari, tilfinningaríkari og við- kvæmari en karlar og setji heimilið í forgang,“ segir Halldóra. „Konur ættu að kynna sér leikreglur karla, vera meðvitaðar um þær, en á sama tíma ættu þær að vera meðvitaðar um eigin styrk og nýta hann í sókn fremur en í vörn.“ Tilfinningaforysta „Staðalímyndir og fordómar hafa verið hindranir í vegi kvenna, en á sama tíma og við streitumst á móti staðalímyndum þá eru kynin ólík og beita ólíkum aðferðum. Staðal ímynd karla snýst um að þeir taki völdin en staðalímynd kvenna snýst um að þær sýni umhyggju. Þessar staðalímynd- ir hafa skapað frekar neikvæða sýn á leiðtogahæfileika kvenna, en við erum smám saman að gera okkur betur grein fyrir kostum kvenlegra eiginleika til forystu. Þar má nefna tilfinningagreind sem þykir góður eiginleiki í forystu, en flestar rann- sóknir hafa sýnt að konur hafi for- skot á karla þegar kemur að þessum færniþætti. Konur virðast til dæmis vera betri en karlar í tilfinningalegri samkennd, en á sama tíma virðast karlar vera betri en konur þegar kemur að stjórn erfiðra tilfinninga og þar liggur kannski hluti skýr- ingarinnar varðandi erfiða kvenna- vinnustaði.“ Einn viðmælenda Hall- dóru telur að kvennavinnustaðir geti verið ljótir þar sem kvennabandalög fari nánast út í einelti og annar nefn- ir að kvennavinnustaðir hafi þann stimpil að vera erfiðir, því konur séu tuðandi eða neikvæðar, og vill að konur losi sig við þennan stimpil. Konur í völundarhúsi Halldóra minnist á að þrátt fyrir aukna menntun, jafnréttislög, lög um feðraorlof og aukna atvinnuþátt- töku upplifi konur enn hindranir á leið til stöðuhækkana. Þótt æ fleiri konur komist til metorða og gler- þakið svokallaða sé brostið, finni konur sig nú í völundarhúsi. „Rannsóknir sýna að glerþakið svokallaða sé brostið og að hindr- anir í vegi kvenna innan fyrirtækja eru orðnar yfirstíganlegri. Leiðin er samt enn flókin og henni má líkja við völundarhús. Í völundarhúsinu eru margar hindranir og þar má nefna staðalímyndir, meiri ábyrgð kvenna innan heimilisins, hefðir innan fyrirtækja, fordóma og svo vinnustaðapólitíkina.“ Hæfilegt magn af skynsamlegri pólitískri hegðun er almennt gagn- legt. „Fólk sem tekur engan þátt í vinnustaðapólitík þarf að gjalda fyrir það, oft með hægari gangi innan fyrirtækisins, það getur tekur langan tíma fyrir það að fá stöðu- hækkun, launahækkun og almennt að vera metið að verðleikum. En þeir pólitísku geta líka þurft að gjalda fyrir það að taka of mikinn þátt í vinnustaðapólitík, þeir geta þótt of sjálfmiðaðir og glatað trú- verðugleika sínum,“ segir Halldóra. Hún segir vinnustaðapólitík geta orðið verulega neikvæða en að hún geti einnig verið jákvæð ef hags- munir einstaklinganna sem stunda hana samræmast hagsmunum fyrir- tækisins. Óvissa og pólitík Hún bendir á að ein helsta orsök vinnustaðapólitíkur sé óvissa. Algengar uppsprettur óvissu innan fyrirtækja séu óskýr mark- mið fyrirtækis, óljósar mæling- ar á frammistöðu, illa skilgreind ákvörðunarferli, sterk samkeppni einstaklinga eða hópa, takmark- aðar auðlindir innan fyrirtækisins og allar breytingar. „Það er mikil- vægt að stjórnendur séu meðvit- aðir um þetta fyrirbæri, hverjar orsakirnar eru, hvernig hegðun- in birtist og hvernig hægt sé að halda henni innan skynsamlegra marka. Stjórnendur ættu aldrei að reyna að eyða vinnustaðapóli- tík en þurfa að stjórna henni og halda henni uppbyggilegri. Hæfi- legt magn af henni getur verið jákvætt fyrir fyrirtækið en ef hún verður of mikil og samræmist ekki hagsmunum fyrirtækisins þá getur hún verið skaðleg fyrir það, auk þess að valda streitu á meðal starfsmanna. Úr vörn í sókn Vinnustaðapólitík á ekki að snú- ast um klæki eða brögð sem eru úr takt við gildi einstaklinganna eða eru á kostnað annarra. Konur þurfa ekkert að breyta sér, þær ættu bara að vera meðvitaðar um þær leiðir sem eru líklegar til árangurs og nýta styrkleika sína til að komast þangað. Fyrst og fremst þurfa konur að hafa trú á sjálfum sér og fara úr vörn í sókn.“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is Leiðin út úr völundarhúsinu Glerþakið á vinnumarkaðnum er brotið, þótt fáar konur komist á toppinn. Konur finna sig þess í stað í völundarhúsi þar sem vinnustaðapólitík og staðalímyndir villa þeim sýn. Reyndir kvenstjórnendur segja frá sinni sýn á vinnustaðapólitík. Birna Einars- dóttir segir fagmennsku og heiðarleika þurfa vera í fyrirrúmi og Kristín Ástgeirsdóttir segir að konur vilji ekki leikreglur karla. Konur þurfa ekkert að breyta sér, þær ættu bara að vera meðvitaðar um þær leiðir sem eru líklegar til árangurs og nýta styrkleika sína til að komast þangað. Fyrst og fremst þurfa konur að hafa trú á sjálfum sér og fara úr vörn í sókn. ÚR VÖRN Í SÓKN Rannsókn Halldóru leiðir í ljós að konur þurfa hið minnsta að vera meðvitaðar um leikreglur karla í vinnustaðapólitík og fara úr vörn í sókn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Valdabandalög Að mynda valdabandalag með sterkum banda- mönnum. Tengslanet Að umgangast áhrifaríkt fólk, mynda tengsl eða samsömun við æðra vald eða valdamikla persónu í fyrirtækinu. Veita greiða Að veita greiða gegn greiða, manneskjur fi nna sterka skyldu til að endurgjalda hver annarri félagslegar skuldir. Upplýsingastjórnun Að stjórna upplýsingum og nota þær sem gjaldmiðil. Beygja reglur Að veita fáum útvöldum betri þjónustu með því að beygja reglur þegar það hentar. Slá um sig Að slá um sig með valdi og stöðutáknum. Eiginhagsmunasemi Að fi nna leiðir til að auka völd sín á kostnað annarra. Eiga markmið Að virkja tengslanet, stofna eða ganga í hagsmunahóp sem hefur sameiginlegt markmið. Grafa undan öðrum Að ráðast á aðra eða kenna öðrum um. Ímyndarsköpun Að skapa hagstæða eða vinsamlega ímynd. Skjall Að hrósa öðrum eða smjaðra fyrir öðrum. *Samantekt úr ritgerð Halldóru Kötlu Guðmundsdóttur. LEIKREGLUR KARLA Á VINNUSTAÐNUM VINNUSTAÐAPÓLITÍK KONUR Í VÖLUNDARHÚSI Í völundarhúsinu eru margar hindranir og þar má nefna staðalímyndir, meiri ábyrgð kvenna innan heimilisins, hefðir innan fyrirtækja, fordóma og svo vinnustaðapólitíkina. NORDICPHOTOS/GETTY 21,3% FYRIRTÆKJA MEÐ 1-49 STARFSMENN KVENFRAMKVÆMDASTJÓRAR ÁRIÐ 2013 13,5% FYRIRTÆKJA MEÐ 50-99 STARFSMENN 9,7% FYRIRTÆKJA MEÐ 100 STARFSMENN EÐA FLEIRI Þrátt fyrir þetta lága hlutfall kvenframkvæmdastjóra eru konur um 50% sérmenntaðs starfs - fólks á íslenskum vinnumarkaði 60% sérfræðinga 69% brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands árið 2013 voru konur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.