Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 38

Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 38
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Hillary Clinton virðist nokkuð örugg með að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosn-ingum í Bandaríkjunum haustið 2006. Langt er að vísu til kosninga þannig að enn er ekki hægt að úti- loka neitt í þeim efnum. Mikil óvissa ríkir hins vegar í herbúðum repúblikana. Enginn sterkur frambjóðandi virðist í boði, nema þá helst Jeb Bush, Scott Walker eða jafnvel Chris Christie. Bush er vel þekktur, bæði sem fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída og sem bróðir og sonur tveggja fyrr- verandi forseta. Walker hefur vakið athygli meðal eindreginna íhaldsmanna fyrir baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni, en Christie þykir mikill dugnaðarforkur þótt ekki sé hann allra. Þrír repúblikanar eru strax búnir að til- kynna um framboð, þeir Ted Cruz, Paul Rand og Marco Rubio. Allir hafa þeir tengst hinni herskáu teboðshreyfingu innan Repúblikana- flokksins, sem virðist þó hafa verið að missa flugið undanfarið. Rick Santorum hefur sömuleiðis lýst yfir framboði og náði þokkalegum árangri í for- kosningum flokksins árið 2012. Rick Perry þykir afar líklegur til að taka slaginn aftur, en hann náði sömuleiðis býsna langt síðast. Óvíst er hins vegar hvort Mike Huckabee láti reyna á gæfuna í þetta sinn, en hann var ekki með árið 2012 þótt hann hafi náð góðum árangri 2008, þegar hann tapaði á endanum fyrir John McCain. Yfirburðastaða Clinton Hvað demókratana varðar þá hafa nokkrir verið nefndir sem líklegir mótframbjóð- endur Clinton. Á meðal þeirra er hin skelegga Elizabeth Warren, sem hefur þó fyrir löngu tekið af skarið og útilokað framboð. Clinton hefur borið mikið lof á Warren og vonast væntanlega eftir stuðningi hennar. Joe Biden, sem er varaforseti Bar- acks Obama, hefur ekki útilokað framboð en virðist þó almennt ekki talinn líklegur til að taka slaginn. Og ætti ekkert endilega mikla mögu- leika á móti Clinton, að minnsta kosti eins og staðan er nú. Tveir demókratar hafa sýnt tölu- verðan áhuga á framboði en virð- ast samt fyrirfram dæmdir til að tapa gegn Clinton. Annar þeirra er Bernie Sanders, öldungadeild- arþingmaður frá Vermont, sem virðist fyrst og fremst ætla í framboð gegn Clinton til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við kjósendur. Hinn er Jim Webb, sem er ekki sami haukurinn í utanríkismálum og Clinton og myndi höfða til frjálslyndari demókrata en hún. Fyrsta konan Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á for- setastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta emb- ætti heims. Bill Clinton, fyrr- verandi forseti, yrði þá kominn í sömu stöðu og eiginkona hans var árin 1993 til 2000, sem maki forseta Bandaríkjanna. Hún tilkynnti um framboð sitt á vef- síðu sinni nú í vik- unni en sagði lítið annað en að hún ætlaði að bjóða sig fram. Hún boðar hins vegar fyrsta kosninga- fundinn í New Hampshire strax eftir helgina. Bobby Jindal 43 ára Ríkisstjóri í Louis- iana síðan 2008. ✰1,3 John Kasich 62 ára Ríkisstjóri í Ohio síðan 2011. ✰1,3 Demókratarnir Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Hillary og repúblikanarnir Þótt hálft annað ár sé til forsetakosninga eru fyrstu frambjóðendurnir komnir í startholurnar. Hillary Clinton tilkynnti framboð sitt í vikunni og ekki er sjáanlegt enn að aðrir demókratar geti komið í veg fyrir að hún verði forsetaefni flokksins. ➜ Líklegir mót- frambjóðendur Prósentutölurnar sýna meðaltalsútkomu úr skoðanakönnunum undanfarið samkvæmt samantekt fréttavefsins Real Clear Politics. Langt er til kosninga, þannig að lítið er í sjálfu sér að marka þessar tölur. Hillary Clinton 67 ára Var utan- ríkisráðherra í stjórn Baracks Obama 2009- 2013. Eiginkona Bills Clinton, sem var forseti 1993-2001. ✰59,8 Tilkynnt framboð Jeb Bush 62 ára Var ríkisstjóri í Flórída 1999-2007 Bróðir George W. Bush, sem var forseti 2001-2009. Sonur George W.H. Bush, sem var forseti 1989-1993. ✰16,5 Repúblikanarnir Scott Walker 47 ára Ríkisstjóri í Wis- consin síðan 2011. ✰15,3 Ted Cruz 44 ára Öldungadeildar- þingmaður frá Texas. ✰10,5 Tilkynnt framboð Rand Paul 52 ára Öldungadeildar- þingmaður frá Ken- tucky. Faðir hans er Ron Paul, sem tvisvar hefur sóst eftir að verða forsetaefni repúblikana. ✰9,8 Tilkynnt framboð Ben Carson 63 ára Skurðlæknir og rit- höfundur. Aðskildi árið 1987 tvíbura sem voru samvaxnir á höfði. ✰9,0 Mike Huckabee 59 ára Var ríkisstjóri í Arkansas 1996- 2007. Hefur tvisvar sóst eftir að verða forseta- efni repúblikana. ✰8,5 Marco Rubio 43 ára Öldungadeildar- þingmaður frá Flórída. ✰7,3 Tilkynnt framboð Chris Christie 52 ára Ríkisstjóri í New Jersey síðan 2010. ✰5,5 Rick Perry 65 ára Var ríkisstjóri í Texas 2000-2015. ✰2,8 Rick Santorum 56 ára Öldungadeildar- þingmaður frá Pennsylvaníu. ✰1,7 Elizabeth Warren 65 ára Öldungadeildar- þingmaður frá Massachusetts síðan 2013. ✰12,2 Ekki með Joe Biden 72 ára Varaforseti Banda- ríkjanna síðan 2009. ✰11,5 Bernie Sanders 73 ára Öldungadeildar- þingmaður frá Vermont síðan 2007. ✰4,3 Martin O‘Malley 52 ára Var ríkisstjóri í Maryland 2007- 2015. ✰1,2 Jim Webb 69 ára Var öldungadeild- arþingmaður frá Virginíu 2007-2013. ✰1,2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.