Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.04.2015, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 18.04.2015, Qupperneq 40
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 40 Allar líkur eru á að 2015 verði sögulegt ár með tilliti til endur- nýjanlegra orkugjafa. Í desem- ber á þessu ári munu þjóðir heims sameinast um bindandi samkomu- lag til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Slíkt samkomu- lag er forsenda þess að hægt verði að forðast verstu spár lofts- lagsvísindamanna. Hrein, end- urnýjanleg orka er lykilatriði í þessum efnum. Þó svo að innleið- ing slíkra orkugjafa á hnattræna vísu sé fjarlægt markmið þá hafa gríðarstór skref verið tekin á síð- ustu tveimur árum í átt að nýju landslagi orkumála. Greining- ardeild Bloomberg hefur tekið saman athyglisverða tölfræði sem sýnir að fjárfesting í aukinni framleiðslugetu endurnýjanlegr- ar orku hefur nú tekið fram úr nýfjárfestingum í jarðefnaelds- neyti. Hafa ber í huga að Bloomberg einblínir á raforkuframleiðslu í sínum útreikningum. Þó svo að allt rafmagn sé orka þá er ekki öll orka rafmagn. Þó svo að töl- urnar sýni fram á aukinn áhuga fjárfesta á hreinni orku þá segja þær aðeins hálfa sögu. Sam- kvæmt Alþjóða orkumálastofn- uninni taka rafmagn og hiti til 42 prósenta af hnattrænni losun kol- tvísýrings. Til að ná markmiðum um minni losun verður að horfa til iðnaðar og samgangna, sem saman telja 43 prósent. Ný tækni fyrir nýja tíma Fjölbreyttar lausnir standa til boða. Þar á meðal er framleiðsla og notkun metanóls. Verksmiðja Carbon Recycling Internation- al (CRI) tók til starfa í Svarts- engi 2012 og framleiðir nú um 4.000 tonn af metanóli á ári með samruna vetnis og koltvísýrings úr jarðvarmavirkjun HS Orku, steinsnar í burtu. Metanól CRI er notað til íblöndunar eða sem hráefni til eldsneytisframleiðslu. Framleiðslutækni CRI hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst á meginlandi Evrópu. Nýlega gerði fyrirtækið samn- ing með samstarfsaðilum frá Þýskalandi, Spáni og Belgíu um byggingu eldsneytisverksmiðju í Þýskalandi til framleiðslu á metanóli með sömu aðferðum og beitt er í Svartsengi. Þar er nýttur útblástur frá kolaorku- veri þýska orkurisans Steag í Lünen og þannig er dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Metanól ákjósanleg lausn Dr. Wolfgang A. Benesch er yfirmaður rannsókna hjá Steag. Hann segir metanól koma til með að leika stórt hlutverk þegar framtíð endurnýjanlegra orkugjafa er annars vegar. Hann bendir á að vind- og sólar orka séu erfiðir orkugjafar að vinna með. Framleiðslan sé afar mis- munandi; stundum lítil, stundum of mikil. „Við þurfum að leita nýrra leiða til að geyma þessa orku til að jafna framleiðsluna,“ segir dr. Benesch. „Við teljum að metan ól sé heppileg leið til að gera það, þá sérstaklega þegar við horfum til geymslu til lengri tíma.“ Dr. Benesch, sem er vélaverk- fræðingur að mennt, er ekki aðeins umhugað um möguleika metanóls í rekstri orkuvera. Hann ítrekar að magn koltví- sýrings sem hlýst af daglegum athöfnum mannanna er gríðar- legt. Vel væri hægt að nýta metan ól í auknum mæli til að knýja bifreiðar. Hann segir raf- hlöðutæknina ekki vera komna á það stig að rafmagnsbílar séu raunhæfur kostur. Vetnisknún- ir bílar væru ásættanleg lausn (framleiðsla vetnis er fyrra skref metanólframleiðslu) en þá blasir annað vandamál við. Grunnvirki samgönguhefða okkar eru svo rækilega bundin jarðefnaeldsneyti að það þyrfti stórkostlegt átak til að breyta þeim – að breyta bensínstöðum í vetnisstöðvar. „Með metanóli getum við nýtt innviði sem þegar eru til stað- ar, þó svo að framleiðsla þess sé flóknari en vetnis, til dæmis.“ Markaðurinn stjórni Verkefnið sem blasir við – hnatt- rænt átak í útrýmingu jarðefna- eldsneytis – mun taka mörg ár að vinna. Þróunin frá viði til kola og kola til olíu tók ein fimmtíu ár og margir áætla að það muni taka svipaðan tíma að innleiða endur- nýjanlega orkugjafa. Dr. Benesch varar við því að menn flýti sér um of, peningar eru jú einnig takmörkuð auðlind. „Ef við nálgumst þetta verkefni út frá hagfræðilegu sjónarmiði þá erum við líklegri til að ná árangri. Hins vegar, ef við flýtum innleið- ingu endurnýjanlegra orkugjafa um of, þá verður það of dýrt. Ef við gerum þetta með hagsýni að leiðarljósi þá er mun líklegri að stóru löndin, eins og Egyptaland og Kína, treysti sér til að feta sömu slóð,“ segir dr. Benesch. UPPÁHALDS ÖPPIN8 Haukur Viðar Alfreðsson textahöf- undur Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is 4G 9:41 AM Candy Crush Chess Music Nba game timeInstagram FacebookTwitter Strætó HNATTRÆN AUKNING FRAMLEIÐSLUGETU RAFMAGNS (gígavött) JARÐEFNAELDSNEYTI HREIN ORKA Olía Gas Kol Vatnsafl Kjarnorka Sólarorka Vindorka Lífmassi Jarðhiti 2010 2013 2015 2020 2025 2030 Spá 105 93 141143 110 164 91 208 62 242 64 279 HEIMILD: BLOOMBERG Hrein orka innan seilingar Þjóðir heimsins munu á þessu ári sameinast um hvernig skuli stemma stigu við losun gróðurhúsaloft - tegunda. Vægi endurnýjanlegrar orku hefur aukist en enn eru stórir þröskuldar sem þarf að yfi rstíga. HREIN ORKA Notkun vind- og sólarorku hefur margfaldast á örfáum árum. NORDICPHOTOS/GETTY Ef við nálgumst þetta verkefni út frá hag- fræðilegu sjónarmiði þá erum við líklegri til að ná árangri. Dr. Wolfgang Benesch, yfirmaður rannsókna hjá Steag. FACEBOOK Byrjum á Facebook. Maður verður að geta gert fyndinn status hvar sem maður er staddur. Í fjölskylduboðinu, í strætó, neðansjávar … TWITTER Facebook er heimavöllurinn en á Twitter er ég á útivelli. Erfiðara að skora en það gerist einstaka sinnum. INSTAGRAM Ég lít á Instagramið mitt sem eins konar stafrænt veggteppi. Elska að skoða myndirnar mínar allar saman í thumbnailum. Litirnir, áferðin … Kelvin er samt Satan. STRÆTÓ Besti vinur okkar sem höfum tapað í lífinu. CHESS.COM Hér tefli ég við fólk og róbóta. Lærði mannganginn seint og get ekki neitt. En þetta hlýtur að koma. MUSIC Hér geymi ég dauðarokkið. Klukkutími í strætó á dag er bærilegri með Glen Benton. CANDY CRUSH Ég veit, ég veit. 2012 hringdi og vildi fá appið sitt aftur. Ég er bara svo mikil Vigdís Hauks inn við beinið að ég get ekki hætt. Hún er samt komin miklu lengra en ég. NBA GAME TIME Frábært app fyrir kvöldsvæfan áhanganda Vesturstrandarliðs. Vitjeppinn Curiosity, sem rúntað hefur um auðnir Mars frá því í ágúst 2012, hefur loks fundið vatn í fljótandi formi á Mars. Lengi hefur verið vitað að vatn er að finna á rauðu plánetunni, en aðeins í föstu formi. Vísindamenn hafa lengi efast að um að vatn í fljótandi formi væri að finna á plánetunni enda er Mars bæði köld og þurr veröld. Curiosity hefur nú fundið vatn undir ryðrauðu yfirborðinu. Líkur eru á að jarðvegur Mars sé rakur og þakinn pækli. Salt lækkar frostmark vatns verulega. Þrátt fyrir þetta er Mars enn talin ólífvænleg pláneta vegna geislunar. „Vatn í fljótandi formi er ein af for- sendum lífs, ekki allar,“ sagði Mort- en Bo Madsen, einn af stjórnendum Curiosity-verkefnisins. Fljótandi vatn á Mars RESIDENT EVIL REVELATIONS ★★★★ ★ PS4 SPENNA Resident Evil Revelations 2 frá jap- anska tölvuleikjaframleiðandanum Capcom er virkilega skemmtilegur leikur. Yfirbragð Capcom leynir sér ekki, sem er mikið hrós. Áferð leiksins er falleg og spilunin er létt og þægileg. Allt eins og best verður á kosið. Í leiknum er þeim Claire Redfield og Moiru Burton rænt og vakna þær upp í drunga- legri aðstöðu þar sem ill kona, sem kallar sig hina alsjáandi, ræður ríkjum. Þær fara svo í gegnum rosalega upplifun í næstu þáttum leiksins. Leikurinn er djúpur og geta spilarar dundað sér ansi lengi. Resident Evil Revelations 2 brýtur ekki blað í sögu tölvuleikja- framleiðslu, en er flottur leikur og skemmtilegur; vel þess virði að spila á dimmu kvöldi. - kak Stórhættan skemmtileg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.