Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 44

Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 44
18. APRÍL 2015 LAUGARDAGUR2 ● SPOEX Samtök psoriasis- og exemsjúklinga SPOEX hefur hug á því að hefja ungmennastarf og bjóða upp á fræðslunámskeið fyrir ungmenni sem þjást af psoriasis. Ef nægilegir styrkir fást er vonast til að þau geti hafist í lok sumar. „Við erum búin að sækja um styrki víða og vonumst til að geta boðið upp á fyrsta námskeiðið í lok sum- ars,“ segir Sigríður Ösp Elinar- dóttir Arnarsdóttir, varamaður í stjórn Spoex. „Hugmyndin er að fara með ungmennin í helgarferð út fyrir bæjarmörkin. Við myndum vera með fræðslu um sjúkdóminn og umhirðu húðarinnar svo dæmi séu nefnd en auk þess er þetta hugsað sem eins konar sjálfstyrk- ingarnámskeið þar sem ungmenn- in myndu hitta aðra í svipuðum sporum,“ útskýrir Sigríður Ösp. Hún segir sjúkdóminn oft tengdan hormónastarfsemi og er algengt að hann komi fyrst fram í kringum kynþroskaaldur. Á það sérstaklega við um stelpur og greinast þær oft yngri en strákar. „Sjálfsmyndin er svo viðkvæm á þessum aldri og mörgum finnst þeir einir í heiminum. Þá getur verið gott að spegla sig í öðrum. Ég var tólf ára þegar ég greindist og þótt útbrotin hafi alls ekki verið mikil, aðeins á olnbogum og hnjám, fannst mér ég vera útsteypt. Þá eru krakkar oft grimmir á þessum aldri og segja „oj, hvað er þetta?“. Þetta oj getur sviðið sárt.“ Sigríður Ösp segir vanta tals- vert upp á að þeir sem greinast fái næga fræðslu. „Í dag er þetta yfirleitt þannig að þú færð grein- ingu, krem og litlar frekari upp- lýsingar. Ég var í mörg ár að viða að mér upplýsingum um sjúkdóm- inn. Þetta þarf ekki að vera svona og við viljum gjarnan efla fræðslu fyrir jafnt yngri sem eldri. Á hinum Norðurlöndunum er öflugt ungmennastarf og þar eru hald- in ýmis fræðslunámskeið. Ég von- ast til að geta kynnt mér slík nám- skeið í Danmörku í sumar og stað- fært fyrir hérlend ungmenni.“ Fræðslunámskeið fyrir ungmenni í bígerð ● MUNURINN Á PSORIASIS OG EXEMI Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem kemur fram í of hraðri frumuskiptingu í frumum yfirhúðar og þá myndast skellur sem eru rauðar, örlítið upphleyptar og oft þaktar hvítu hreistri. Blettirnir geta valdið kláða og eiga það einnig til að rifna upp og þá getur blætt. Psoriasis smitar ekki en tilhneigingin til að fá psoriasis gengur í erfðir. Einstaklingur getur verið með psoriasis án þess að það brjótist nokkurn tímann út en það þarf eitthvað til að kalla fram sjúkdóminn en það getur verið meðal annars slæm hálsbólgusýking eða streptókokkar, mikið álag og stress og þá í langan tíma. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að reykingar og áfengisneysla geta haft slæm áhrif á sjúkdóminn. Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Atópískt exem er langalgengasta tegund exems og kemur oftast fram hjá börnum. Atopískt exem er misslæmt. Sumir hafa lítil einkenni með litla og fáa bletti af þurri húð. Aðrir geta haft verri einkenni eins og sprungur í húð og sár. Hjá flestum börnum dregur úr einkennum og þau hverfa jafnvel alveg eftir því sem þau eldast. Atopískt exem er arfgengur sjúkdómur en ekki smitandi. Sjálfsmynd ungmenna er oft viðkvæm og því sérstaklega erfitt að greinast með psoriasis á unglingsaldri. MYND/PJETUR AÐALFUNDUR ÞRIÐJUDAGINAN 28. APRÍL ● SJÚKDÓMUR SAMKVÆMT WHO Árið 2014 markaði tímamót fyrir fólk með psoriasis því þá var sjúkdómurinn viðurkennd- ur af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO) sem alvar- legur, sársaukafullur, hamlandi og ólæknandi sjúkdómur. Þessi ályktun er mikilvæg í ljósi þess að hún skuldbindur stjórnvöld í ríkjum heims að halda betur um málaflokkinn og veita við- unandi úrræði. Þar eru íslensk stjórnvöld ekki undanskilin en mikið vantar upp á að hér á landi sé heildarsýn yfir áhrif sjúkdómsins, útbreiðslu hans eða meðferðarúrræði. Spoex – samtök psoriasis- og exemsjúklinga ● Ábyrgðarmaður: Ingvar Ágúst Ingvarsson Við myndum vera með fræðslu um sjúkdóminn og umhirðu húðarinnar en auk þess er þetta hugsað sem sjálfstyrkingar- námskeið. Aðalfundur Spoex verður haldinn þriðjudag- inn 28. apríl kl. 19.30 í sal Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5. Fundurinn hefst á aðalfundarstörfum og stjórnarkjöri skv. lögum félagsins. Eftir kaffihlé mun dr. Björn Guðbjörnsson pró- fessor í gigtarrannsóknum segja frá The Nordic PAM Study – Sóraliðalöskun á Norðurlöndum en hann er formaður rannsóknarhópsins. Veitingar í boði Actavis. Fyrsta hjálp fyrir þurrar varir Fæst í apótekum · Engir parabenar · Engin ilmefni · Engin litarefni Fyrir þykka og hreistraða húð með kláða. Meðhöndlar hreistraða húð og einkenni sóríasis. Slakar á húðinni og eykur fyllingu. Dregur úr kláða og losar húðflögur. Er rakagefandi og eykur vatnsbindigetu húðar. Án stera, án parabena. Fæst í apótekum PSORIA með mOmega3 PS IA með mOmega3 Lægra lyfjaverð fyrir þig Við erum Mylan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.