Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 51
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Upplýsingar veita:
Leifur Geir Hafsteinsson
leifurgeir@hagvangur.is
Rannveig J. Haraldsdóttir
rannveig@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 3. maí.
Umsókn þarf að fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir hæfni í starfið
og ástæðu umsóknar.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Alþýðusamband Íslands er heildarsamtök launafólks. Félagsmenn í ASÍ eru um hundrað þúsund í 5 landssamböndum
og 51 aðildarfélagi um land allt. Þar af eru ríflega 98.000 virkir á vinnumarkaði. Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru
starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Alþýðusambandið
berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og réttindi.
ASÍ leitar að tveimur sérfræðingum
Sérfræðingur í upplýsinga-
og kynningardeild
Deildin hefur umsjón með almennri upplýsingamiðlun
Alþýðusambandsins, auglýsingum, útgáfum og
kynningarefni.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Frétta- og greinaskrif
• Miðlun efnis á samfélagsmiðlum
• Umsjón með fréttabréfi ASÍ
• Kynningar í framhaldsskólum
• Samstarf við ASÍ-UNG
• Samskipti við aðildarfélög ASÍ
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólapróf og/eða reynsla sem nýtist í starfi
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
• Faglegur metnaður og frumkvæði
• Góð þekking á samfélagsmiðlum
• Þarf að ná vel til ungs fólks
• Hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp
Sérfræðingur í hagdeild
Deildin fæst m.a. við rannsóknir og ráðgjöf á sviði efnahags- og
kjaramála auk úttekta og tillögugerðar vegna vinnu samtakanna
að velferðar-, skatta-, atvinnu- og verðlagsmálum.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Rannsóknir á sviði efnahags- og kjaramála
• Úrvinnsla tölulegra gagna
• Skrifa umsagnir fyrir hönd ASÍ í tilteknum málaflokkum
• Samskipti við skrifstofur aðildarfélaga og landssambanda
• Þátttaka í málefnanefndum ASÍ
• Þátttaka í samstarfi ASÍ við erlend systursamtök og
alþjóðasamtök stéttarfélaga
• Frétta- og greinaskrif
• Kynningarmál og fræðsla
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða önnur
sambærileg menntun sem nýtist í starfið. Framhalds-
menntun er kostur
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Reynsla af þjóðhagsútreikningum og gerð kjarasamninga
er æskileg
• Þekking á tölfræði og hæfni í útreikningum og úrvinnslu
tölulegra gagna
• Faglegur metnaður og frumkvæði
• Gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli
• Hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp
Sveitarfélagið Garður auglýsir
eftirfarandi störf við Gerðaskóla
fyrir skólaárið 2015 – 2016 laus til
umsóknar:
• Tvær stöður grunnskólakennara til kennslu á yngri
barna stigi
• Staða sérkennara
• Staða náms- og starfsráðgjafa. Um er að ræða 50% starf
Hæfniskröfur:
• Leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Leyfisbréf til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi.
• Hreint sakavottorð.
• Einlægur áhugi á að vinna með börnum.
• Góð færni í samskiptum við börn og fullorðna.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum.
• Frumkvæði í starfi, faglegur metnaður og
skipulögð vinnubrögð.
Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2015. Karlar jafnt sem konur
eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með
3. maí 2015.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ágúst Ólason skólastjóri
í síma 422-7020 og 777-9904. Umsóknir með mynd, ásamt
ítarlegri ferilskrá, afritum af leyfisbréfum og upplýsingum
um umsagnaraðila berist til skólastjóra á netfangið agust@
gerdaskoli.is eða til Gerðaskóla, Garðbraut 90, 250 Garður.
Smith & Norland, Nóatúni 4, vill sem fyrst ráða
Sölumaður