Fréttablaðið - 18.04.2015, Page 74

Fréttablaðið - 18.04.2015, Page 74
| ATVINNA | 18. apríl 2015 LAUGARDAGUR24 kopavogur.is Funahvarf 2 (Vatnsendaskóli) - Breytt deiliskipulag. Tillaga nær til breytinga á deiliskipulagi Funahvarfs 2. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið að Fornahvarfi til suðurs, Funahvarfi til austurs, Vatnsendavegi til vesturs og opnu grænu svæði til norðurs. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2004 er gert ráð fyrir grunnskóla á tveimur hæðum á lóðinni að Funahvarfi nr. 2 með aðkomu frá Funahvarfi. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að tveimur færanlegum skólastofum á einni hæð 8x14 metra að stærð er komið fyrir í vesturhluta byggingarreitar Vatnsendaskóla vegna þess að fjöldi nemenda krefst tímabundinar stækkunar kennslurýmis. Hluti kennslustofanna fer út fyrir gildandi byggingarreit. Einnig er gert ráð fyrir að fyrirhugaður íþróttasalur fari 3 metra út fyrir byggingarreit á suðurhluta byggingarreitar. Fyrirkomulag bílastæða breytist og aðkoma að bílastæðum við skólann verður einnig frá Fornahvarfi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:1000 dags. 16. mars 2015. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Austurkór 63 - Breytt deiliskipulag. Til kynningar er tillaga að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 63. Í breytingunni felst að á þaki Austurkórs 63 verði komið fyrir tveimur lofnetasúlum vegna fjarskiptaþjónustu í hverfinu. Loftnetasúlurnar verða úr galvanhúðuðu stáli og ná 4 m upp fyrir efstu þakbrún á húsinu. Kóti á efstu brún loftnetasúlna verður 134,8m. Loftnetin hafa þann tilgang að veita farsímaþjónustu og endurvarpa þráðlausri sjónvarpsþjónustu í hverfinu. Byggingarmagn á lóðinni breytist ekki.Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:1000 dags. 16. mars 2015. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Ofangreindar tillögur verða til sýnis á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00, frá og með 20. apríl 2015. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs, Fannborg 6, 200 Kópavogi eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 8. júní 2015. Skipulagsstjóri Kópavogs Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Kópavogi. Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Kópavogi. Útboð Kirkjugarður Hafnarfjarðar, stækkun til norðurs Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gerð bílastæða, stígagerð, fráveitulagnir, raflýsingu og yfirborðsfrágang, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kirkjugarð Hafnar- fjarðar stækkun til norðurs, 1. áfanga. Útboðsgögn verða seld á geisladiski á kr. 5.000, í Þjónustu- miðstöð Hafnarfjarðar Norðurhellu 2 í Hafnarfirði, frá og með þriðjudeginum 21. apríl nk. kl. 13:00. Tilboðum skal skila til Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarað Norðurhellu 2, fyrir kl. 14:00 mánudaginn 4. maí 2015. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verklok eru 10. júlí 2015. Helstu magntölur eru: - Malbikun bílastæða 1.250 m2 - Malbikun stíga 1.640 m2 - Malarstígar 1.760 m2 - Uppúrtekt 2.000 m3 - Fyllingar og burðarlög 5.850 m3 - Fráveitulagnir 290 m - Þökulagnir 4.525 m2 - Sáning 2.440 m2 Breyting á deiliskipulagi aksturs-og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gerð er breyting á brautum í samræmi við viðauka VI í reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011. Í ökugerði skal vera unnt að gera þær æfingar sem tilgreindar eru í námskrá. kvartmílubraut er breikkuð úr 11m í 17 m. hring akstursbraut verður 9 m. í stað 10 m. Gogart braut er felld út og sandspyrnusvæði færist til. Byggingarreitur fyrir stjórnstöð og þjónustuhús aksturs- æfinga minnkar og gerður verður nýr byggingarreitur fyrir stjórnstöð akstursæfinga vestan við Kvartmílubraut. Stjórnstöð fyrir ökukennslu stækkar og byggingarreitur stækkaður til aðlögunar auknu byggingarmagni, eins mun bílastæðum fjölga. Stærð dreifistöðvar verður skilgreind í texta. Fallið er frá undirgöngum og eins leið vélhjóla að mótorcross brautum. Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá skipulags- og byggingarsviði Norðurhellu 2, frá 17. apríl - 4. júní 2015. Hægt er að skoða deiliskipulagstillögurnar á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefin kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnar- fjarðarbæjar, eigi síðar en 4. júní 2015. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Borgartúni 12-14 - 105 Reykjavík - Sími 411 1111 - www.reykjavik.is Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Nýr kirkjugarður Þann 9. apríl samþykkti Borgarráð Reykjavíkur verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, vegna nýs kirkjugarðs í Reykjavík. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana er verkefnislýsingin lögð fram til kynningar og umsagnar (sjá reykjavik.is). Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Auglýsing um skipulagsmál Sveitarfélagsins Hornafjarðar Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl 2015 að gera breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi við Höfnina – Ósland. Óveruleg breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 – 2030 Breytingarnar eru :  A: Stækkun miðsvæðis á Höfn á tveimur stöðum. B: Skilmálum um heimagistingu í þéttbýli Hafnar svo og á landbúnaðarsvæðum í sveitarfélaginu Hornafirði er breytt.  Markmið breytinganna er að rýmka heimildir til reksturs gistiþjón- ustu á Höfn og í sveitarfélaginu Hornafirði.  Forsendur breytinganna eru stóraukinn ferðamannastraumur til landsins, vanmat á þörf fyrir gistirými í nýsamþykktu aðalskipulagi og vilji sveitarfélagsins til þess að bregðast skjótt við. Rýmkun gistiheimilda heimagistingar og gistingar á bújörðum er ætlað að tryggja hæga uppbyggingu gistiþjónustu í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn telur að hér sé um óverulega breytingu að ræða, þar sem hún felst í því að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru. Gerð er grein fyrir breytingunum á einu blaði; hluta þéttbýlisuppdráttar af Höfn er breytt, og ákvæðum í greinargerð.  Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Deiliskipulag Höfnin - Ósland Markmið og skilmálar deiliskiplagstillögunar eru ma.: • Að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. • Að gera grein fyrir legu fráveitu og áhrifum hennar á umhverfi og lífríki. • Að stuðla að aðlaðandi ásýnd svæðisins sem næsta nágrenni friðlands við Ósland. • Að styrkja hafnsækna starfsemi með því að bjóða upp á lóðir nálægt viðlegukanti og skoða möguleika á breytingum á syðri hafnarkanti sem auðvelda vinnufyrirkomulag í höfninni.  Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 270 Höfn frá 13. apríl til 25. maí 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins wwww/hornafjordur.is/stjórnsýsla – skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæt er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. maí 2015 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Fyrirspurnir vegna aðalskiplagsbreytinga veitir Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulagsfulltrúi SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi www.hagvangur.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.