Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 104

Fréttablaðið - 18.04.2015, Side 104
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 Vegakapellur í Póllandi, stafkirkjur í Noregi og sveitakirkjur á Íslandi eru myndefni níu ljósmyndara frá sömu löndum á sýningunni Helgir staðir. Þetta sérstaka verkefni á uppruna sinn hjá Þjóðminjasafninu í Gdansk í Póllandi og hefur staðið yfir í nokkur ár. Jónas Hallgríms- son er á meðal þeirra ljósmyndara sem hafa unnið að þessu skemmti- lega verkefni á síðustu árum. „Þetta verkefni hefur verið lengi í gangi en svo kom ég að þessu um 2013. Síðan þá hef ég verið að mynda bæði kirkjur hér á Íslandi og ýmsa helgistaði í Póllandi. Ég segi helgistaði vegna þess að það var minna um að ég væri að mynda kirkjur í Póllandi. Þetta voru frem- ur litlir helgistaðir sem marga var að finna á óvenjulegum stöðum. Ég myndaði til dæmis einn slíkan sem stóð rétt við bensínstöð svo umhverfið var oft ansi sérstakt og áhugavert. Noregur er líka hluti af þessu skemmtilega verkefni enda eru þar margar sérstakar og fal- legar stafkirkjur og margt fleira skemmtilegt að sjá.“ Verkefnið hefur það að markmiði að skoða á hvern hátt kirkjubygg- ingarlist speglar evrópskar hugsjón- ir lítilla samfélaga ásamt því að leita leiða til að vernda menningarhefð. Það er því forvitnilegt að skoða hvort ólíkir listamenn frá ólíkum löndum nálgist viðfangsefnin með sambærilegum hætti eða ekki. „Þegar ég spái í það þá er tví- mælalaust munur á nálguninni. Það voru Pólverjar að mynda hér og þeir höfðu aðra nálgun á íslensk- ar kirkjur en ég – líklega listrænni þar sem ég mynda þær frekar svona eins og þær eru þegar komið er að þeim. Svo þegar ég myndaði helgi- staðina í Póllandi þá var ég meira í víðari skotum svo umhverfið fylgdi með en þeir tóku þrengri myndir – voru meira í smáatriðunum því staðsetning var þeim auð vitað ekki framandi.“ Auk hefðbundinnar ljósmynd- unar byggir sýningin á margmiðl- un. Gestir geta skoðað ljósmyndir og 360° myndir og hlustað á hljóð- upptökur úr völdum byggingum. Flestar ljósmyndirnar eru auk þess settar fram í módelum sem líkjast kapellum, frjálslega uppsettum í sýningarsal. Inni í sérsmíðuðu húsi geta gestir upplifað frið og ró, eins og í alvöru kirkju. „Aðalsýningin verður svo í Þjóð- minjasafninu í Gdansk á næsta ári í gríðarlega stórum og flottum sal og það verður gaman að sjá þetta allt í því rými en fram að því þá er um að gera að koma í Gerðuberg og njóta upplifunarinnar.“ magnus@frettabladid.is Helgir staðir þriggja landa Sérstök sýning verður opnuð í Gerðubergi í dag. Þar er leitast við að gefa fólki færi á að upplifa ólíka helgistaði í Póllandi, Noregi og á Íslandi. HELGUR STAÐUR Sérstakur helgistaður í Póllandi. LJÓSMYND ADAM SZUKALA SVEITAKIRKJA Bænhúsið á Núpsstað. LJÓSMYND JÓNAS HALLGRÍMSSON LJÓSMYNDARINN Jónas Hallgrímsson ljósmyndari hefur unnið lengi að verk- efninu Helgir staðir. LJÓSMYND JÓNATAN GRÉTARSSON Verk eftir Snorra Sigfús Birgis- son verða í aðal hlutverki á 15:15 tónleikum í Norræna húsinu á morgun. „Jú, þetta er mikill heiður. Reyndar finnst mér meira atriði að það sé gaman. En auðvitað er ég þakklátur fyrir allt sem er gert fyrir músíkina mína,“ segir hann glaðlega. Verkin eru Dans, tileinkað Noru Korn blueh (1951-2008), Cantilena, tileinkað Óskari Ingólfssyni (1954- 2009), útsetningar á 23 íslensk þjóðlögum og Strengjakvart ett nr. 3. Snorri valdi líka verkið Grave eftir pólska tónskáldið Witold Lutoslawsky sem hann segir hafa haft góð áhrif á s. Flytjendur eru félagar úr Caput- hópnum. Snorri tekur fram að tón- leikarnir séu stuttir, tæpur klukku- tími án hlés. - gun Portrett af Snorra TÓNSKÁLDIÐ „Auðvitað er ég þakklátur fyrir allt sem er gert fyrir músíkina mína,“ segir Snorri Sigfús. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lista- og menningar ráð Kópavogs auglýsir eftir umsókn um eða ábend ingum um bæjar lista mann Kópavogs. Þeir lista menn koma einir til greina sem eiga lög heimili í Kópavogi. Bæjar lista maður Kópavogs skal vera tilbúinn til að vinna með lista- og menningar ráði og menningar- stofn unum bæjar ins að því að efla áhuga á list og list sköpun í Kópa vogi og taka þátt í við burðum bæjar ins með það að leiðar ljósi. Lista- og menningar ráð fer yfir um sóknir og gerir til nefn ingar til eins árs í senn. Styrk upp hæð nemur einni milljón króna. Í um sókn inni skulu koma fram ítar legar upp lýs ingar um náms- og starfs feril við kom andi og hug myndir um á hvern hátt nýta eigi styrk inn við list sköpun. Umsókn skal senda fyrir 8. maí á netfangið: arnaschram@kopavogur.is. kopavogur.is PI PA R\ TB W A · S ÍA · 1 51 2 53 Kópavogsbær auglýsir eftir bæjarlistamanni PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 41 58 MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.