Fréttablaðið - 18.04.2015, Page 110

Fréttablaðið - 18.04.2015, Page 110
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 66 Í vikunni spurðist út að Ólafur Darri Ólafsson leikari myndi vinna með leikstjóranum heims- fræga, Steven Spielberg, í kvik- mynd sem tekin verður upp í Van- couver í Kanada á næstunni. Þetta er enn ein rósin í hnappagat leikar- ans, sem fær sífellt stærri hlutverk í erlendum kvikmyndum og sjón- varpsþáttum. „Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með mjög góðu fólki allan minn feril,“ segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. Leikarinn getur lítið tjáð sig um hið nýja verkefni. „Ég hlakka auðvitað mikið til þess að vinna með Spielberg,“ segir hann. Ólafur Darri hefur nú komið fram í fjölda af þáttum og kvikmyndum erlendis. Hann lék til að mynda í þáttun- um True Detective, sem fengu einróma lof gagnrýnenda. Einnig kom hann fram í hinum vinsælu þáttum Banshee. „Mér finnst ég hafa verið heppinn; oft verið réttur maður á rétt- um stað einhvern veginn. Bæði í kvik- myndum og í leik- húsi. Ég hef fengið að vinna með fólki sem ég hef lengi vel litið upp til og er þakk- látur fyrir það.“ Vill geta lagt eitthvað af mörkum Þegar Ólafur Darri er spurður hvort honum þyki ekki sérstakt að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu innan um stórleikara hugsar hann sig aðeins um. „Mér hefur í raun alltaf fundist það, alveg frá því að ég byrjaði að leika. En maður velur sér einhverja starfsgrein, eða hún velur mann, eftir því hvernig maður horfir á það. Og þetta er eitt sem fylgir því að vera leikari,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann segist nálgast öll verkefni, sama hversu stór eða smá þau eru, með sama hugarfarinu. „Einn eldri leikari kenndi mér frábæra lexíu sem hefur alltaf nýst mér. Hún er sú að reyna að velja verkefnin sín eftir því hvort manni finnist maður geta lagt eitthvað af mörk- um. Getur maður gert verkefnið betra? Getur maður hjálpað til við að segja þá sögu sem áhorfandinn á að upplifa?“ Ólafur segir að svona hugsunarháttur hjálpi leikaranum að útiloka stærð verkefnisins og að nálgast starf sitt af æðruleysi. Erfitt að vera frá fjölskyldunni Ólafur Darri er í sambandi með Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dans- ara. Saman eiga þau tvær ungar dætur. Ólafur segir að það sé erf- itt að vera frá fjölskyldunni vikum saman, sem gjarnan er fylgifisk- ur leikarastarfsins. „Já, það getur oft verið rosalega erfitt. Til dæmis hef ég verið á Siglufirði bróður- part vetrar, við tökur á Ófærð. Þetta er einn helsti ókosturinn við starfið, að vera svona lengi frá fjölskyldunni.“ Ólafur Darri hefur tekið þátt í mörgum verkefnum sem áhorfend- ur geta séð á næstunni. Hann leik- ur einnig í kvikmyndinni The Last Witch Hunter, með stórleikurunum Vin Diesel og Elijah Wood, sem er væntanleg í haust. Kvikmyndin Austur er frumsýnd um helgina en þar fer Ólafur Darri með stórt hlutverk. Einnig er hann í þáttum Baltasars Kormáks, sem bera titil- inn Ófærð og verða sýndir á RÚV auk þess sem sýningarréttur hefur verið seldur víða um Evrópu. Velur verkefnin ef hann telur sig geta lagt eitthvað af mörkum Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson heldur áfram að gera það gott í kvikmyndaheiminum. Hann mun leika í kvikmynd í leikstjórn Stevens Spielberg sem verður sýnd á næsta ári. Fréttablaðið fer yfi r feril leikarans. FRUMSÝND Í HAUST Ólafur Darri Ólafsson og Vin Diesel við tökur á myndinni the Last Witch Hunter. Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@365.is LÍFIÐ VERK SEM VAKIÐ HAFA HEIMSATHYGLI 2012 2013 2014 2015 2016 SECRET LIFE OF WALTER MITTY 2013 Kvikmynd í leik- stjórn Bens Stiller. Hluti myndar- innar var tekinn upp hér á landi. Aðrir leikarar Ben Stiller, Kristen Wiig, Jon Daly. 7,4 TRUE DETECTIVE 2014 Sjónvarpsþáttaröð skrifuð af Nic Pizzolatto. Aðrir leikarar: Matthew McConaughey, Woody Harrel- son, Michelle Monaghan. Ólafur Darri lék í einum þætti. 9,3 CONTRABAND 2012 Kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Aðrir leikarar Mark Wahl- berg, Kate Beckinsale, Ben Foster. 6,5 A WALK AMONG THE TOMBSTONES 2014 Kvikmynd í leikstjórn Scotts Frank. Aðrir leik- arar: Liam Neeson, Dan Stevens, Dav- id Harbour. 6,5 THE LAST WITCH HUNTER 2015 Kvikmynd í leikstjórn Brecks Eisner. Aðrir leikarar: Vin Diesel, Rose Leslie, Elijah Wood. Kemur í bíó 23. október. BFG 2016 Kvikmynd í leikstjórn Stevens Spielberg Aðrir leikarar: Rebecca Hall, Mark Rylance, Jemaine Clement, Bill Hader. Myndin er byggð á sögu eftir Roald Dahl og er fyrsta myndin sem Spielberg leik- stýrir fyrir Disney. Ólafur Darri leikur risa í myndinni. BANSHEE 2014 Sjónvarps- þættir skrif- aðir af Dav id Schickler og Jonathan Tropper. Aðrir leik- arar: Antony Starr, Ivana Milicevic. 8,4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.