Fréttablaðið - 18.04.2015, Page 114
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70
Fiona Cribben sýnir verkið Half
and half í Gerðarsafni, en sýn-
ingin verður opnuð í dag, laug-
ardag. Það sem er áhugavert
við flíkurnar í verkinu er að
þær eru allar endurunnar og
er tilgangur þess að stuðla að
og hvetja til sjálfbærni í fata-
hönnun og gerð. „Flestallt efni
sem ég nota í verkið eru gömul
föt sem ég fékk í Rauða krossin-
um og eitthvað fékk ég gefins,“
segir Fiona.
Eftir að hafa fylgst með og
unnið við tísku í sautján ár
fannst henni hún hafa þörf fyrir
að breyta því hvernig hún nálg-
aðist föt og tísku. „Mig lang-
aði til þess að hvetja fólk til að
endur hanna fötin sín og gefa
þeim meiri karakter. Þetta fékk
mig líka til þess að hugsa meira
út í það hvernig ég nota efni og
einnig hvers vegna við endur-
vinnum ekki meira af fötunum
okkar,” segir hún.
Í bland við fötin úr Rauða
krossinum notar hún íslenska
ull, en hún fékk eldri konur á
Seltjarnarnesi til þess að þæfa
fyrir sig ullina í filtkúlur sem
hún notaði í verkið. „Mig lang-
aði einmitt með þessu verkefni
að hvetja fólk til þess að endur-
nýta fötin sín. Ég trúi því að fólk
hér á Íslandi hafi meira tísku-
vit en að kaupa bara fjöldafram-
leitt,“ segir hún.
- asi
Stuðlar að sjálfb ærri fatahönnun
Fatahönnuðurinn Fiona Cribben frá Írlandi er meistaranemi í fata hönnun við
Listaháskólann og opnar sýninguna Half and half í Gerðarsafni í dag.
FJÖLBREYTT Fiona við verkin sín á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sumarið er komið í umferð hjá okkur!
Dekkin eru eina snerting bílsins við veginn og öryggi þitt veltur því á gæðum þeirra.
Nú er tími sumardekkjanna kominn og því hvetjum við bíleigendur til að fá aðstoð
fagmanna okkar við val á dekkjum með rétta eiginleika,- það er öruggast.
Umboðsmenn um land allt
Grjótháls 10 og Fiskislóð 30, Reykjavík
Lyngás 8, Garðabæ
Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ
S: 561 4200
Hjólbarðaverkstæði
Bílabúðar Benna,
Tangarhöfða 8
S: 590 2045
#6DAGSLEIKINN
Salka Sól Eyfeld
Hann er í rokkhljómsveit …
hún er í kvennarokkhljómsveit
#6dagsleikinn
Björt Ólafsdóttir
Sælir drengir! segir þingmaður-
inn við fundargesti af báðum
kynjum sem funda um kvóta
#6dagsleikinn
Í vikunni varð önnur íslensk
Twitter-bylting til á skömmum
tíma. Í þetta sinn var það kass-
merkið #6dagsleikinn sem átti
samfélagsmiðilinn. Þar deildu
Twitter-notendur sögum af hvers-
dagslegu kynjamisrétti sem þeir
höfðu orðið fyrir. Byltingin varð
til út frá málþingi kynjafræði-
nema úr sjö framhaldsskólum
alls staðar að af landinu sem
haldið var í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. María Lilja Þrastar-
dóttir stýrði málstofunni þar sem
#6dagsleikinn varð til. „Það voru
mjög skemmtilegar umræður um
kynjamisrétti og okkur langaði
til þess að láta eitthvað lifa eftir
þessar umræður, að það stæði eitt-
hvað eftir,“ segir hún. Eftir að hafa
komið með hugmyndir að kass-
merkjum kusu þau um bestu hug-
myndina og settu svo öll inn eitt
tíst í lok tímans. Viðbrögðin létu
ekki á sér standa og rigndi inn tíst-
um út vikuna. „Við erum rosalega
ánægð með viðbrögðin og vonum
svo sannarlega að þetta hafi áhrif.“
Adda Þ. Smáradóttir
Þegar ég rakaði af mér hárið og
fékk „þú veist þú færð ekkert
að ríða fyrr en hárið þitt verður
aftur sítt“ #6dagsleikinn
AMG
„Já ertu að æfa pole fitness
til að geta dansað á súlu fyrir
kærastann?“#6dagsleikinn
Sóley Tómasdóttir
Á íbúafundi í Grafarholti talaði
ein kona fyrir hverja átta karla.
#6dagsleikinn
Kamilla Ingibergs
Einhleypur karl er bara ekki búinn
að finna þá réttu en einhleyp kona
er einhleyp vegna þess að hún er
örugglega svo erfið #6dagsleikinn
Heiður Anna
„Það er nú kannski ekki skrýtið
að þú kunnir ekki á þessa
tölvu, ert nú einu sinni bara
kvenmaður“ #6dagsleikinn
Aslaug Sigurbjornsd
„Lögreglukonur eru alltaf svo
leiðinlegar“ eftir að hafa sagst
langa að taka mig „aftan frá“
þegar ég var að stöðva hann f
brot #6dagsleikinn
Berglind Festival
Þegar textakarlarnir í vinnunni
eru allir beðnir um álit á
undan mér. #6da gsleikinn