Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 116

Fréttablaðið - 18.04.2015, Síða 116
18. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 72 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Ekkert starf er mikilvægara í allri veraldarsögunni en skáldskapur. Ég gæti hugsað mér að búa í heimi þar sem ekki væru til læknar, kennarar eða kaupmenn en að búa við til- veru sem ekkert skáld hefur litað með órum skáldagyðjunnar, það væri mér ofviða. Til að taka eitt lítið dæmi um það hvernig skáldin gera lífið léttbærara langar mig að nefna til sögunnar orðið „gluggatjöld.“ Þegar það hrekkur upp úr einhverjum nærri mér sé ég ekki fyrir mér tuskur þessar sem fólk setur fyrir glugga sína heldur fyllist ég póetískum órum, get jafnvel orðið ást- fanginn um stundarsakir. Þetta er allt skáldinu Tóm- asi Guðmundssyni að kenna og ljóðinu hans Frá liðnu vori, þar sem litlar hendur elskunnar bærðu glugga- tjöldin og svo er hann var orðinn eldri gekk hann fyrir sama glugga en: En aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin. ÉG verð kátur við það eitt að sjá prímus, allt út af Jóni Prímusi í Kristnihald- inu hans Halldórs Laxness og meira að segja gjörvallt Snæfellsnesið er hulið dulúð út af þeirri sömu sögu en ekki vegna jóganna sem vappa þar á glóandi kolum og sjá verur frá plánetum úr nágrenninu. Svona hafa skáldin forritað mannsandann frá örófi alda uns tilveran er orðin að þeirri töfraveröld sem hún er fyrir flesta þá sem aldir eru upp meðal bókmenntaþjóðar. Sá sem ekki hefur verið forritaður með þessum hætti væri vís til að vera ónæmur fyrir fegurð nátt- úrunnar, rómantík, vinarhótum og öldu- nið og orð eins og frelsi væru hjóm í eyrum hans. Hann hellir ekki viskílögg í glas og setur Miles Davis undir geislann þegar drunga setur að, sem er kannski jákvætt út frá heilsusjónarmiði en þeir sem eru forritaðir vita vel að það er ágætt að hafa bæði súrt og sætt í hinum heilaga bikar. Svona hafa skáldin hjálp- að mér að fylla orð eins og Ísland, Evr- ópa, hugrekki, frelsi, list og ég djúpri merkingu sem síðan gefur lífinu gildi. STUNDUM tala stjórnmálamenn og afundnir hugsuðir um list eins og að réttlæta þurfi tilvist hennar með hag- fræðilegum útreikningum. Á degi bókarinnar finnur þetta fólk kjörið til- efni til að líta upp úr Exel-skjölunum og gleyma sér við það sem mestan hag gefur. Mikilvægasta vinna veraldarsögunnar Simon Cowell sagði í þætti James Corden, The Late Late Show, á fimmtudag að hann hefði vitað í nokkrar vikur að Zayn Malik vildi hætta í strákasveitinni One Direction. „Ég vissi að þetta myndi gerast, ef ég á að vera hreinskilinn. Við höfðum talað saman og hann sagði mér að hann væri ekki hamingjusamur og vildi hætta. Ég reyndi að biðja hann um að halda áfram, en hann var búinn að fá nóg og þegar fólk er búið að ákveða sig þá er ekki hægt að breyta skoðun þess,“ sagði Cowell, en Malik yfirgaf bandið á miðju tónleikaferðalagi þann 25. mars síðastlið- inn. „Ég viss að strákunum myndi bregða að heyra þessar fréttir, svo ég reyndi að gera allt sem í mínu valdi stóð til þess að láta þeim líða vel.“ Þeir fjórir sem eftir eru vinna nú að gerð fimmtu plötu sveitarinn- ar. „Ég er stoltur af þeim og held að þetta verði besta platan þeirra til þessa,“ sagði Cowell að lokum. - asi Vissi að hann ætlaði að hætta Reyndi að telja Zayn Malik á að halda áfram með One Direction. STOLTUR Simon Cowell hefur tröllatrú á strákunum í One Direction. MALL COP 2 1:50, 3:50, 5:50, 8, 10:10 ÁSTRÍKUR 2D 1:50, 4 - ÍSL TAL ÁSTRÍKUR 3D 6 - ÍSL TAL AUSTUR 8, 10 FAST & FURIOUS 7 7, 10 LOKSINS HEIM 2D 1:50, 4 - ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA TOTAL FILM CHICAGO SUN-TIMES Í Save the Children á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.