Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 18
Atvinnumál Einungis 143 fyrir-
tæki voru með fleiri en 100 starfs-
menn á árinu 2014, en hjá þeim
störfuðu tæplega 42 þúsund manns
og rekstrartekjur námu 1.527 millj-
örðum króna, samkvæmt tölum
Hagstofunnar.
Árið 2014 var 26.801 virkt fyrir-
tæki með tæplega 111 þúsund
starfsmenn. Rekstrartekjur þess-
ara fyrirtækja námu rúmlega 3.300
milljörðum króna. Af virkum fyrir-
tækjum eru 23.718 með færri en
fimm starfsmenn og alls 25.180
með færri en 10 starfsmenn. Hjá
fyrirtækjum með færri en 10 starfs-
menn starfa samtals 32.150 og
rekstrartekjur þessara fyrirtækja
námu tæpum 708 milljörðum
króna árið 2014.
Flest fyrirtæki voru í byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð árið
2014, eða 4.556, næstflest voru
með sérfræðilega, vísindalega og
tæknilega starfsemi en þar voru
4.342 fyrirtæki, þar á eftir voru flest
í heild- og smásöluverslun og við-
gerðum á ökutækjum 3.875.
Flestir starfsmenn vinna í flokkn-
um heild- og smásöluverslun, við-
gerðir á ökutækjum, eða 23.790,
næstflestir vinna í flokknum fram-
leiðsla, án fiskvinnslu; vinnsla hrá-
efna úr jörðu, eða 16.379, þar á eftir
vinna flestir í rekstri gististaða og
veitingarekstri eða 11.472. – sg
Einungis 143 fyrirtæki með fleiri en eitt hundrað starfsmenn
veður Húsið sem stórskemmdist í
Vestmannaeyjum í aftakaveðrinu
sem gekk yfir eyjarnar og landið
allt 7. desember er annað af svoköll-
uðum Sunhouse-húsum sem stór-
skemmist eða eyðileggst í aftaka-
veðri. Þriðja húsið var rifið fyrir
nokkrum árum, en þau voru níu
alls sem byggð voru eftir eldgosið í
Heimaey árið 1973.
Eins og landsmönnum er í fersku
minni voru fyrstu alvarlegu frétt-
irnar sem bárust í aftakaveðrinu
fyrir rúmri viku að þak væri að rifna
af húsi í Vestmannaeyjum, nánar
tiltekið húsi við Smáragötu 34 sem
stendur ofarlega í bænum. Húsið
skemmdist mjög mikið en ekki er
útséð með hvort mögulegt verður
að gera við það.
Í miklu óveðri 9. október árið
2009 bárust áþekkar fréttir frá Vest-
manneyjum en þá var það hús sömu
gerðar sem eyðilagðist en var stað-
sett mun neðar í bænum – en líkt
og nú fauk þakið af húsinu. Þriðja
húsið af Sunhouse-gerð var rifið
fyrir nokkrum árum og nýtt byggt
á grunni þess – en ástæðurnar eru
Fréttablaðinu ekki kunnar.
Í mikilli húsnæðiseklu strax eftir
eldgosið 1974 voru flutt níu hús af
þessari gerð, og flest voru tilbúin
1975. Um einingahús var að ræða,
fimm voru reist við Smáragötu og
hin fjögur neðar í bænum.
Nú hafa tvö hús skemmst og
eyðilagst í óveðrum og eitt var rifið
niður og nýtt hús byggt á grunni
þess. Þetta þóttu hentug hús þar
sem þau voru fljótreist á sama tíma
og hundruð Vestmannaeyinga voru
að flytja aftur heim á þessum árum.
Fréttablaðið hefur heyrt að í
síðustu viku hafi þetta verið rætt í
Vestmannaeyjum og einhverjir eru
hugsi yfir því að þrjú hús séu ónýt
þó aldur þeirra á þessu ári sé aðeins
fjörutíu ár. Sögunni fylgir að grind-
verk hafi verið reist austan megin
við húsin strax 1976 til að brjóta
austanvind sem kom beint á húsin
Tvö hús sömu gerðar í Eyjum
hafa stórskemmst í stórviðrum
Húsið í Vestmannaeyjum sem fór illa í aftakaveðrinu 7. desember var sömu gerðar og hús sem eyðilagðist
vegna foktjóns árið 2009. Þriðja húsið var rifið en alls voru níu hús þessarar gerðar byggð eftir gos.
417 eignir fóru undir
hraun
l Heimaeyjargosið hófst 23.
janúar 1973 og var goslokum
lýst yfir þann 3. júlí sama ár.
Gosið er fyrsta eldgos sem hefst
í byggð á Íslandi.
l Flutningur fjölskyldna aftur
til Vestmannaeyja hófst fyrir
alvöru í ágúst. Af 1.350 húsum
í bænum fóru 417 eignir undir
hraun og aðrar 400 skemmdust
að einhverju eða miklu leyti.
Heimild: heimaslod.is
ByggðAmál Kannaður verður ávinn-
ingur þess að koma upp varanlegri
starfsstöð og heimahöfn fyrir eitt
skip Landhelgisgæslunnar á Sauðár-
króki. Í þeirri könnun verður horft til
eftirlits- og björgunargetu á svæðinu
og viðbragðsgetu vegna mengunar-
slysa.
Þetta er hluti aðgerðaráætlunar
sem samþykkt var í ríkisstjórn í gær,
til að styrkja innviði, atvinnulíf og
samfélag á Norðurlandi vestra með
margvíslegum aðgerðum. Mark-
miðið með þeim er að skapa þjóð-
hagslegan ávinning og aðstæður svo
góðum framtíðarstörfum á svæðinu
fjölgi.
Í tilkynningunni segir að tilgangur
aðgerðanna sé að snúa við neikvæðri
byggðaþróun á Norðurlandi vestra
og efla mannlíf. „Íbúum hefur fækk-
Landhelgisgæslan fái vinnustöð á Sauðárkróki
Iðnaðarmenn frá Steina og Olla unnu við það í vikunni að loka þakinu og ganga frá þannig að ekki verði frekari skemmdir.
fRéttablaðIð/óSkaR
Þak fauk af Sunhouse-húsi 9. október
2009. Það hús var mun neðar í bænum
en það sem skemmdist í veðrinu 7.
desember. fRéttablaðIð/óSkaR
11.472 störf eru í rekstri gististaða og veitingarekstri. fRéttablaðIð/VIlhelm
Varðskip landhelgisgæslunnar eru þrjú: Þór, Ægir og týr. hér má sjá varðskipið Þór
við Ægisgarð. fRéttablaðIð/GVa
annars, en það mun ekki hafa tengst
því á nokkurn hátt að húsunum
væri vantreyst.
Sigurður Smári Benónýsson,
skipulags- og byggingafulltrúi Vest-
mannaeyjabæjar, segir ekkert liggja
fyrir um skemmdir á húsinu við
Smáragötu, og ekkert hafi komið
inn á borð bæjaryfirvalda um sam-
hengi þess að tvö hús af Sunhouse-
gerð hafi skemmst svo illa í vindi og
eigandi þriðja hússins hafi ákveðið
að rífa það. Hann hafi ekki upplýs-
ingar um viðhald og fjölmarga aðra
þætti sem þyrfti að gaumgæfa áður
en stórar ályktanir yrðu dregnar.
svavar@frettabladid.is
að mikið á undanförnum áratugum
og útsvarstekjur sveitarfélaganna
af hverjum íbúa eru lægri en lands-
meðaltal. Menntunarstig er lægra og
hagvöxtur minni,“ segir greinargerð
á vef forsætisráðuneytisins.
Fleira verður gert. Til dæmis verður
stofnaður atvinnu- og nýsköpunar-
sjóður fyrir Norðurland vestra, vinnu-
aðstaða verður sköpuð á Sauðárkróki
fyrir frumkvöðla og verkefnum við
Háskólann á Hólum verður fjölgað.
Þá verður ný þýðingar miðstöð utan-
ríkisráðuneytisins á Sauðárkróki
stofnuð. – jhh
Efla á mannlíf og snúa
við neikvæðri byggðaþróun
á Norðurlandi vestra.
fjArskipti Deila Vodafone og Sím-
ans um tímaflakk á heima fyrir
dómstólum en ekki hjá Póst- og fjar-
skiptastofnun. Stofnunin telur það
ekki vera innan valdsviðs síns að
úrskurða um málið og vísaði kæru
Símans frá. Deilan snýr einna helst
að dreifingu Vodafone á hliðruðu
áhorfi á SkjáEinum sem Síminn fékk
lögbann á í vikunni.
Þá er stofnunin með til skoðunar
erindi Vodafone um að Síminn
hætti að beina viðskiptum áhorf-
enda SkjásEins að Símanum sjálf-
um. – ih
Tímaflakk fari
fyrir dómstóla
Dómsmál Ríkissaksóknari hefur
ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur í hópnauðg-
unarmálinu svokallaða.
Um miðjan nóvember voru fimm
ungir menn sýknaðir af því að nauðga
sextán ára stúlku í samkvæmi í Breið-
holti. Þeim var gert að hafa strengt ól
um læri hennar og rifið í geirvörtu.
Einn mannanna var sakfelldur fyrir
að taka upp myndband af atvikinu
gegn vilja stúlkunnar.
Í kjölfar dómsins í nóvember steig
móðir stúlkunnar fram, fyrst með yfir-
lýsingu og síðar í viðtali í þættinum
Ísland í dag. Hún sagði meðal annars
að þrátt fyrir sýknudóminn væri
samfélagið búið að dæma mennina
og þeir ættu ekki gott líf fram undan.
– snæ
Hópnauðgun
áfrýjað
Sænski forsætisráðherrann taldi sig
vera að neyta vistvænna ávaxta.
fRéttablaðIð/VallI
svÍÞjóð Sænska stjórnarráðið
greiddi fyrir vistvæna ávexti handa
forsætisráðherranum og starfs-
mönnum hans. En ávaxtasalinn
afhenti hvorki vistvæna ávexti né
það magn sem greitt var fyrir. Hann
blekkti einnig fjölda stórfyrirtækja
og stofnana, þar á meðal sænsku
matvælastofnunina.
Í kjölfar ábendingar rannsakaði
matvælastofnunin málið og nú
hefur ávaxtasalinn verið kærður.
– ibs
Ráðuneyti fékk
falska ávexti
Síminn telur Vodafone ekki mega vera í
tímaflakki á Skjá einum.
fRéttablaðIð/Stefán
1 9 . D e s e m B e r 2 0 1 5 l A u g A r D A g u r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð